Mundo er ferðaskrifstofa þar sem menntun, skemmtun, menning og þjálfun fara saman

2018: Jakobsvegur: gönguferð fyrir konur 45 ára og eldri – júní 2018

50.000 Kr.329.000 Kr.

Það er eitthvað heillandi við að ferðast um Jakobsveginn á Spáni. Þar gerist alltaf eitthvað merkilegt og hver og einn upplifir ferðina á sinn hátt. Þessi ferð er fyrir konur 45 ára og eldri. Ferð sem sannarlega hefur breytt lífi margra.

Clear
SKU: N/A Categories: ,

Gönguferð um fyrstu 300 km á Pílagrímastígnum frá St Jean Pied du Port til Burgos. Á þessari leið skiptast á hólar og hæðir, skógar, landbúnaðarhéruð, borgir og bæir – þessi ferð stendur svo sannarlega undir einkunnarorðum Mundo: menntun, skemmtun, menning og þjálfun. Þetta er ferð sem breytir lífi þínu. Að meðaltali eru gengnir 20-25 km á dag.
Gistingin er allar tegundir af herbergjum en þó oftast tveggja manna, a.m.k. einu sinni mörg saman í stærri herbergjum til að upplifa ekta pílagrímastemmingu. Það er alltaf lín á rúmum, handklæði og sturta.

Fararstjóri: Margrét Jónsdóttir Njarðvík
Brottför frá Íslandi 31. maí  – heimferð 14. júní 2018

Verð: 439.000 kr á mann m.v. tvo í herbergi.
Innifalið:  flug, hótel, morgunmatur alla daga, hádegismatur á göngudögum, trúss (hámark 10 kg), leiðsögn.

Nánari upplýsingar: Margrét s. 691 4646 margret@mundo.is

 

kaupa/staðfesta

staðfestingargjald, lokagreiðsla, aukagjald einbýli, hjólaferð