Skiptinám

Flestum foreldrum reynist auðvelt að gefa börnum sínum rætur og öryggi en þegar kemur að því að ljá þeim vængi vandast málið. Mundo – ferðaskrifstofa þekkir þetta af eigin raun og leitast því við að skapa alþjóðlega reynslu í öruggu umhverfi. Sumarbúðir Mundo eru orðnar frægar fyrir að blása ungmennum byr í brjóst, efla sjálfstraust og stútfylla krakkana af góðum minningum. Þau eignast 30 nýja íslenska vini og 30 nýja spænska vini í aðstæðum sem byggja á lýðheilsu, leiðtogaeflingu og því besta sem gerist í spænskukennslu.

Hið sama er að segja um skiptinám Mundo í Bandaríkjunum, Þýskalandi og á Spáni. Unnið er með afar traustum aðilum í öllum þessum löndum þar sem trúnaðarmenn krakkanna eru starfsmenn en ekki sjálfboðaliðar. Ekki er sjálfsagt að allir geti farið í skiptinám og tekur Mundo ungmenni og foreldra þeirra í viðtal áður en sótt er um að fara í skiptinám.