2018-2019: Marokkó um jól og áramót

Verða jólin í ár öðruvísi? Verða þau jafnvel svo mikið öðruvísi að þig langar mögulega til að verja  þeim á framandi slóðum og gera eitthvað allt annað en þú hefur áður gert um jólin? 

Ferðatímabil: 22. des  2018 – 3. jan 2019
Fararstjóri: Aðalheiður Jensen
Verð: 349.000 kr á mann. (Mundo ábyrgist þetta verð til 15. nóv, eftir það má búast við að flugverð hækki).
Staðfestingargjald: 110.000 kr.
Lágmarksfjöldi farþega: 10 manns
Nánari upplýsingar: Margrét s. 691 4646 margret@mundo.is

Við hjá Mundo þekkjum vel þá tilfinningu þegar allt breytist og langar okkur því að búa til ferð fyrir hugrakka einstaklinga sem vilja vera fjarri fósturjörðinni um jólin og gera allt öðruvísi en áður. Fyrir valinu var ferð til Marokkó undir leiðsögn Aðalheiðar Jensen, jóga- og hugræktarkennara.  Farþegar Mundo elska Aðalheiði en hún hefur einstakt lag á að vinna með fólk sem er tilbúið til umbreytinga.

Hér er um að ræða ferð þar sem allir smjatta á framandi menningu Marokkó jafnt í  Essaouira sem Marrakesh. Dvalið verður á Ríadi á báðum stöðum en Ríad er hefbundið marokkóskt hús með mörgum svefnherbergjum sem hefur verið breytt í hótel. Rammi ferðarinnar er þessi:

Flogið til Agadir og ekið þaðan til strandbæjarins Essaouira. Um ræðir undurfallegan strandbæ með dásamlegri medínu (miðbær með þröngum götum, ríödum og markaði) við sjóinn. Bærinn býður upp á endalausar gönguferðir eftir ströndinni, reið á úlfaldabaki, jóga í flæðarmálinu, nudd, snyrtistofur og hammam (ómissandi að fara í baðið). Maturinn er gvuðdómlegur og það er engu líkt að láta sig flæða um göturnar. Þann 29. des höldum við yfir til Marrakesh. Þið verðið orðin svo slök eftir dvölina í Essouira að þið sækjið í lífið í stórborginni. Þar ber hæst iðandi mannlífið á Snákatorginu, markaðurinn, leðurvinnslan, bænaturninn sem er eins og la Giraldaturninn í dómkirkjunni í Sevilla, veitingahús, hammam og verslanir.

Yfir daginn verður farið í gönguferðir,  movement og hreyfileikir í anda Primal Iceland og hugrækt auk þess að borðaður verður góður matur – stundum eldað heima saman í hóp, farið í hammam eða marokkóskt baðhús, farið á matreiðslunámskeið, á markaðinn inni í Medínunni, á úlfaldabak sem og í ferð inn í eyðimörkina. Viltu ævintýri yfir hátiðarnar? Ertu til í tuskið?

Athugið að á leiðinni út verður millilent í Búdapest og eyðum við kvöldinu í þeirri fallegu borg, daginn eftir verður svo flogið áfram til Marokkó.

Innifalið:

  • flug
  • ferðir til og frá flugvelli
  • ferð milli Essaouira og Marrakesh
  • gisting m. morgunmat
  • jóga, leikir og líkamsrækt undir handleiðslu Aðalheiðar
  • Farþegar greiða sjálfir fyrir þau ævintýri sem hópurinn kemur sér í
Deila á facebook