iPad-námskeið fyrir fólk á besta aldri

Er iPadinn þinn rafmagnslaus og inni í skáp? Er kominn tími til að læra almennilega á hann? 

Áttu iPad og kannt ekki á hann? Langar þig að geta tekið myndir og sett inn á fésbókina? Langar þig að komast í umræðuhópa á fésinu þar sem fjallað er um áhugamálið þitt? Viltu geta lesið öll blöðin á netinu? Viltu vera virkari í samskiptum við vini þína, börn og stórfjölskyldu á netinu? Langar þig að geta spilað bridds, teflt eða fundið prjóna- og mataruppskriftir?

Þetta og margt margt fleira ætlum við að kenna á helgarnámskeiði á Hótel Siglunesi dagana 18.-20. október. Kennarann þarf vart að kynna en Álfhildur Leifsdóttir grunnskólakennari og kerfisfræðingur frá Keldudal í Skagafirði sem hlaut nýverið alþjóðlega viðurkenningu Apple fyrir þekkingu sína og kunnáttu í að nota iPad sem kennslutæki. Hún er ein af þeim sem getur útskýrt notkun á iPad á mannamáli og þannig að allir skilja. Þar að auki verða börnin hennar þrjú aðstoðarkennarar svo allir fá einstaklingsathygli. Því þýðir ekki lengur að hafa iPadinn rafmagnslausan inni í skáp – taktu hann fram og auðgaðu félagslíf þitt í gegnum netið. Námskeiðið er hugsað fyrir þá sem eru 67 ára og eldri og vilja verða öryggir í að nota iPadinn sinn. Ef vel gengur verður annað námskeið ímeð Android spjaldtölvum. Fyrir utan frábært innihald og góðan félagsskap njóta þátttakendur þess að borða ljúffengan marokkóskan mat og njóta menningar á Siglufirði.

Lokamarkmið námskeiðisins er að þátttakendur geti notað iPadinn sinn til þess að taka myndir, setja myndir inn á fésbók, lesið blöðin í spjaldtölvunni, fundið áhugaverða hópa á fésinu sem og notað tölvupóstinn sinn.

Dagskrá námskeiðisins er sem hér segir:

Föstudaginn 18. október:
Þátttakendur mæta á Hótel Siglunes og koma sér fyrir.

Laugardaginn 19. október:
kennsla hefst að loknum morgunverði klukkan 10. Kennt verður í litlum hópum.

Fyrri hópurinn nýtur leiðsagnar Álfhildar um undraheim spjaldtölvunnar og fá einstaklingsaðstoð frá aðstoðarmönnum sem dreifa sér um salinn. Á meðan fer hinn hópurinn á Síldarminjasafnið undir leiðsögn heimamanna. Þannig er aldrei kennt í of stórum hópi og hverjum og einum er mætt á eigin forsendum.

Hádegismatur.

Eftir hádegið fá þátttakendur ýmis skemmtileg verkefni til að leysa á spjaldtölvuna og verður áhersla lögð á leik og valdeflingu þátttakenda með hjálp kennara.

Kaffi

Farið í ratleik um Siglufjörð þar sem þátttakendur leysa verkefni á spjaldtölvurnar sínar.

Þriggja rétta kvöldverður að hætti marokkóska kokksins Jaoued.

Sunnudaginn 20. október:
Allt sem lærst hefur á námskeiðinu er dregið saman og þátttakendur gera æfingar og leysa verkefni á spjaldtölvunni sinni fram að hádegi.

Hádegismatur og námskeiði lýkur.

Ferðadagar: 18. – 20. október 2019
Lágmark 10 þátttakendur
Verð pr. mann:

 • 61.900 kr. á mann m.v. gistingu í tvíbýli með sérbaði
 • 59.900 kr. á mann m.v. gistingu í tvíbyli með sameiginlegu baði
 • 75.900 kr. á mann m.v. gistingu í einbýli með sérbaði
 • 66.900 kr. á mann m.v. gistingu í einbýli með sameiginlegu baði
 • staðfestingargjald er 20.000 kr.

Innifalið:

 • gisting á Hótel Siglunesi
 • þriggja rétta kvöldmáltíð á laugardegi,
 • 2 morgunverðir
 • 2 hádegisverðir
 • kaffi
 • kennsla
 • aðgangur að Síldarminjasafni.
Deila á facebook