2019: Jakobsvegur: hjólaferð fyrir konur – maí/júní 2019 – UPPSELT

Það er eitthvað heillandi við að ferðast um Jakobsveginn á Spáni. Þar gerist alltaf eitthvað merkilegt og hver og einn upplifir ferðina á sinn hátt. Þessi ferð er fyrir allar konur sem hafa gaman af hreyfingu og andlegri vellíðan. Ferð sem sannarlega hefur breytt lífi margra!
Í fyrra gekk hópur flottra kvenna frá St. Jean til Burgos. Nú gefst tækifæri til að klára frönsku leiðina alveg, með því að taka sléttuna (þessa ferð) á hjóli og koma svo í gönguferðina frá Astorga að leiðarenda í Santiago de Compostela.

Ferðatímabil: 26. maí  – 2. júní 2019
Fararstjóri: Margrét Jónsdóttir Njarðvík
Verð: 120.000 kr á mann m.v. tvo í herbergi.
Staðfestingargjald: 50.000 kr. (óafturkræft)
Nánari upplýsingar: Margrét s. 691 4646 margret@mundo.is

Hjólað er frá Burgos til Astorga, ca. 230 km. Hjóladagar eru fimm og liggur leiðin yfir sléttuna sem ekki er sérlega gaman að ganga. Hjólað er tæpa 50 km á dag. Tilvalið er að bæta þessari ferð framan við gönguferðina sem verður í beinu framhaldi.

Allar fara á leiguhjólum sem afhent eru í Burgos og fylgja þeim hnakktöskur. Ekki er trússað og er miðað við hámarksfarangur 5 kg í töskum. Göngubúnaður og töskur bíða okkar svo í Astorga.

Gistingin er allar tegundir af herbergjum en þó oftast tveggja manna. Gistingin er látlaus en það er alltaf lín á rúmum, handklæði og sturta.

Innifalið:

  • gisting m. morgunmat
  • hjólaleiga
  • leiðsögn
  • ath. að flestir sem fara í hjólaferðina taka gönguferðina í beinu framhaldi. Því er flug er ekki innifalið hér, vinsamlegast hafið samband við mundo@mundo.is f. frekari upplýsingar.
Deila á facebook