Leikskólinn í New York – Vits er þörf þeim er víða ratar!

Námsferð Mundo í samstarfi við félagsskapinn “Vits er þörf.“

Ertu leikskólakennari og langar að efla þig í starfi? Hefurðu unnið með einingakubba eða langar að kynnast þeirri nálgun nánar? Hvað um að sameina ferð á ráðstefnu hjá Bank Street og fara jafnvel í skólaheimsóknir í skóla sem vinna út frá hugmyndafræði Caroline Pratt um einingakubbba? Er það ekki ferðin sem þig hefur lengi langað að fara í?  Þetta er  námsferð með Mundo í samstarfi við félagsskapinn „Vits er þörf“.

Einingakubbarnir hafa verið notaðir í íslenskum leikskólum í áratugi og ástæða til að viðhalda og efla starfsþróun um þennan dýrmæta efnivið. Bank street og City and country school á Manhattan má kalla móðurskóla einingakubbana. Í City and country starfaði Caroline Pratt þegar hún hannaði kubbana og í Bank street er leikskóli í beinum tengslum við háskóla þar sem kennaramenntun fer fram.  Þátttaka í ráðstefnunni Teaching Kindergarten Conference.

Ferðatímabil

3.-6.  apríl 2019

Fararstjóri:
Kristín Einarsdóttir leikskólastjóri.

Verð miðað við tvo saman í herbergi kr. 211.000

Aukagjald fyrir einbýli fyrir einbýli kr. 36.000

Lágmarksfarþegafjöldi er 12 manns

Staðfestingargjald kr. 70.000 (óafturkræft)

Skráningarfrestur til og með 23. janúar 2019. Hægt að skrá sig síðar en ekki hægt að tryggja að uppgefið verð haldi sér eftir 29. janúar.

Ferðin er styrkhæf.

Upplýsingar gefur Dagrún í síma 788-4646, netfang: dagrun@mundo.is

Ferðin er skipulögð í samstarfi við félagsskap sem kallar sig Vits er þörf…. og vísar það í Hávamálin Vits er þörf þeim er víða ratar.

Tilgangur félagsskaparins er að halda við og þróa samstarf við leikskóla í New York sem starfa eftir hugmyndafræði Caroline Pratt um einingakubba sem hún hannaði 1914 í anda John Dewey. Einingakubbarnir hafa verið notaðir í íslenskum leikskólum í áratugi og ástæða til að viðhalda og efla starfsþróun um þennan dýrmæta efnivið. Bank street og City and country school á Manhattan má kalla móðurskóla einingakubbana. Í City and country starfaði Caroline Pratt þegar hún hannaði kubbana og í Bank street er leikskóli í beinum tengslum við háskóla þar sem kennaramenntun fer fram.  Þátttakendur í ferðinni eru jafnframt þátttakendur  í ráðstefnunni Teaching Kindergarten Conference.  Dagskrá ráðstefnunar er í mótun en ljóst að þar verður vinnustofa með einingakubba í samstarfi við Bank Street og úrvinnsla úr upplifun og reynslu þátttakenda í málstofu. Fylgjast má með þróun dagskrár ráðastefnunnar á þessum hlekk hér en þangað berast upplýsingar um dagskrárliði um leið og þær verða til.

Um fararstjóra:

Kristín Einarsdóttir leikskólastjóri hefur haldið námskeið um eininingakubba og veriðð leiðsögumaður í ótal ferðum til New York.

Innifalið:

  • Flug
  • gisting án morgunverðar,
  • ferðir til og frá flugvelli,
  • fararstjórn,
  • skólaheimsóknir
  • ráðstefnan Teaching Kindergarten Conference.

Athugið að þátttaendur þurfa að verða sér úti um 3 daga kort í almenningssamgöngur í borginni til að komast á milli skólaheimsókna. 

Ekki innifalið í verði.

Ferðatilhögun:

Ferðatilhögun:
3. apríl

Flugtak frá Keflavík kl. 17:00, lenging í New York kl. 19:00. Rúta flytur hópinn á Sheraton hótelið í Weehawken, New Jersey.

4. apríl – Skólaheimsóknir í skóla sem vinna með einingakubba og fleira. Valhvætt.

5. apríl – Fyrsti dagur ráðstefnu Teaching Kindergarten Conference

Nákvæma dagskrá ráðstefnunnar má sjá hér

6. apríl – Annar dagur ráðastefnu Teaching Kindergarten Conference

Kl. 16:00 Málstofa í fundarherbergi hótelsins – ávinningur ferðarinnar, verkfærin sem tekin verða með heim eftir ráðstefnuna og skólaheimsóknir. Kristín stýrir málstofunni.

Kl. 17:00 rúta sækir hópinn út á flugvöll

6. apríl kl. 20:20 – flugtak frá New York, lending í Keflavík kl. 05:55 að morgni 7. apríl.

 

Deila á facebook