Námsferð til Gdansk í júní

Jákvæður agi, fjölgreind og minnisþjálfun

Viltu læra jákvæða og gefandi leið til að stuðla að vellíðan nemenda í kennslustofunni, rifja upp kenningar um jákvæðan aga, skoða fjölbreytt  hegðunarmynstur og ólíkar leiðir nemenda til upplýsingaöflunar og læra nýjar leiðir til að örva minnið? Allt þetta í fallegu umhverfi Gdanskborgar? 

Þá ættir þú að kynna þér námskeiðið um jákvæðan aga, fjölgreind og minnisþjálfun hjá spútnik fyrirlesara sem er þekkt fyrir hressa og nýstárlega nálgun á fyrirlestrum. Námskeiðið nýtist hverjum þeim sem starfar með börnum og unglingum, hvort sem það er í kennslustofunni eða í hverskonar félagastarfi.

Ferðatímabil:  8.  – 13. júní 2019

Námsskeiðsstjóri: Dr. Aleksandra Jedryszek_Geisler

Verð: 179.000 kr. á mann miðað við tvo saman í herbergi.
Aukagjald vegna einbýlis kr. 32.000

Farþegafjöldi: lágmark 12

Staðfestingargjald (óendurkræft): 50.000 kr.

Skráningarfrestur er til og með  31. mars 2019. Eftir þann tíma er ekki hægt að lofa sama verði þar sem flugverð gæti hafa hækkað. Vinsamlegast hafið samband við dagrun@mundo.is fyrir frekari upplýsingar.

Á námskeiðinu eru þátttakendur kynntir fyrir áhrifamætti jákvæðs aga í skólastofunni bæði til að efla almennt vellíðan nemenda, auðvelda þeim námsupptöku og varðveita upplýsingarnar – festa þær í minninu. Það hefur sýnt sig að skapandi og jákvætt umhverfi, skilningur á mismunandi námsleiðum og styrkleika nemenda getur skipt sköpum fyrir þá til framtíðar.  Þá verða kenndar nýstárlegar æfingar til að örva minnið sem gagnast öllum, ungum sem öldnum, bæði í leik og starfi.

Kennari á námskeiðinu er Dr. Aleksandra Jedszyk_Geisler .

Aleksandra, sem er með doktorsgráðu í sálfræði, er vinsæll fyrirlesari, þekkt fyrir fjörleg og vel skipulögð námskeið. Hún hefur fjölbreyttan starfsferil að baki en jákvæður agi, hugræn atferlismeðferð, fjölgreind, minnistækni og málefni barna með námsörðugleika og málefni innflytjenda hafa verið henni ofarlega í huga.

Aleksandra er m.a. reglulegur fyrirlesari í The Polish University Abroad í London en starfar í dag hjá Higher School of Banking í Gdansk.

Innifalið:

  • Flug
  • Gisting með morgunmat í splunkunýju 3ja stjörnu hóteli í gamla miðbænum.
  • Akstur til og frá flugvelli í Gdansk
  • Hópefli
  • Námskeiðið Jákvæður agi, fjöldgreind og minnisþjálfun

ATHUGIÐ! Allar breytingar sem þátttakandi í menntaferðum Mundo kann að óska eftir á ferðatilhögun, svo sem lengingu ferðar, breyttan heimferðartíma og aðstoð við gistingu umfram þann tíma sem ferðatímabilið segir til um, er einungis hægt að gera gegn aukagjaldi.

Kennslufyrirkomlag:

Kennslan fer fram í vel skipulögðum og markvissum fyrirlestrum, hópavinnu, æfingum og umræðum.  Kennt er í mislöngum kennslulotum með kaffihléum inn á milli. Í lok hvors kennsludags er samantekt og efni dagsins metið með endurgjöf.

Ferðalýsing:

8. júní
Flogið er til Gdansk kl. 19:10 og lending um kl. 01:15 eftir miðnætti. Gist er í góðu og splunkunýju 3ja stjörnu hóteli í gamla miðbænum. Rútuferð frá flugvelli að hóteli.

9. júní – Hvítasunnudagur

Frjáls dagur

10, júní – Jákvæður agi í kennslustofunni

10:00 – 11:30
Inngangur.
Hvað er átt við með jákvæðum aga. Ástæður óviðeigandi hegðunar nemenda. Dæmi um óviðeigandi hegðun.

Kaffihlé

11:45 – 13:15
Hvernig skal kynna og viðhalda jákvæðum aga í skólastofunni? Dæmi um mistök sem kennarar gera til að takast á við óviðeigandi hegðun. Dæmi um lausnir til að takast á við agavandamál.

Kaffihlé

13:30 – 14:00
Samantekt og mat lagt á yfirferð dagsins.

11. júní – Fjölgreind í skólaumhverfinu – kenningar Gardners

10:00 – 11:30
Kynning.  Ályktanir kenningarinnar? Hvaða tegundir af fjölgreind eru til og hvað einkennir þær? Mynd dregin upp af nemendum með  tilteknar tegundir fjölgreindar. Hvernig þróast ályktunarhæfni og geta til að vinna úr upplýsingum?

Kaffihlé

11:45 – 12:13:00
Teiknuð upp mynd af nemendum og hæfileikum þeirra. Kennslustund sviðsett út frá fjölgreindarkenningunni.

Kaffihlé

13:15 – 14:00
Minnið
Kjarninn í minni, tegundir og einkenni.
Kerfin sem stjórna minninu.
15:00 – 16:15
Hagnýtar minnisæfingar

Kaffihlé

16:30 –17:00
Samantekt og mat á efni námskeiðsins

12. júní

10:00 – 12:00
Hópefli. Ratleikur um helstu merkisstaði Gdansk. Notkun ipads. Fordæmisgefandi fyrir allt skólastarf.

Frjáls dagur

13. júní – Brottfarardagur

Frjáls dagur fram að brottför

11:00 Tékkað út af hóteli

15:00 Rúta sækur hópinn á hótelið

17:10 Flugtak, lending á Íslandi kl. 19:00

Deila á facebook