Námsferð til Gdansk – Jóga og hugrækt fyrir börn og ungmenni

Vilt þú efla vellíðan barna og ungmenna samhliða þinni eigin vellíðan. Viltu læra jákvæða og gefandi leið til þess í fallegu umhverfi? 

Þá ættir þú að kynna þér námskeiðið jóga og hugrækt fyrir börn og ungmenni. Námskeiðið nýtist hverjum þeim sem starfar með börnum og unglingum, hvort sem það er í kennslustofunni eða í hverskonar félagastarfi.

Ferðatímabil:  24. október – 29. október 2019
Námsskeiðsstjóri: Aðalheiður Jensen
Verð: 169.000 kr. á mann miðað við tvo saman í herbergi.
Aukagjald vegna einbýlis kr. 40.000
Farþegafjöldi: lágmark 12 – hámark 22.
Staðfestingargjald (óendurkræft): 55.000 kr.
Skráningarfrestur er til og með 20. september 2019. Eftir þann tíma er ekki hægt að lofa sama verði þar sem flugverð gæti hafa hækkað. Vinsamlegast hafið samband við dagrun@mundo.is fyrir frekari upplýsingar.

Á námskeiðinu eru þátttakendur kynntir fyrir áhrifamætti jóga og hugræktar til að efla almennt vellíðan barna og unglinga sem og þína eigin. Það hefur sýnt sig að ef börn og unglingar læri að tileinka sér þau fræði hafi það jákvæð áhrif á almenna líðan þeirra, þau öðlast betri stjórn á hugsunum og tilfinningum ásamt því að árangur í námslegum þáttum eflist. Þátttakendur munu upplifa á eigin skinni hversu mikilvægt það er að tileinka sér núvitaða kennsluhætti og læra aðferðir til að bregðast við erfiðum aðstæðum í gegnum sjálfsvinsemd og núvitund og þar af leiðandi efla eigin getu til jákvæðra samskipta við sig sem og aðra.

Kennari á námskeiðinu er Aðalheiður Jensen en hún er með diplóma á MA stigi í jákvæðri sálfræði og B.ed gráðu í leikskólakennarafræðum og hefur 19 ára starfsreynslu sem leikskólakennari. Hún lærði til rope-jógakennarans hjá Guðna Gunnarssyni árið 2008 og sótti kennaranám  í krakkajóga árið 2008 og 2010 hjá Gururdass. Hún hefur sótt ýmis námskeið í núvitund, bæði fyrir sig persónulega sem og námskeið fyrir börn og unglinga á vegum Alúðar. Lokaverkefni hennar í jákvæðri sálfræði fjallaði um það hvernig mætti hlúa að vellíðan kennara og nemenda með núvitund og sjálfsvinsemd.

Síðustu fjögur árin starfaði hún sjálfstætt og ferðaðist á milli skóla þar sem hún bauð upp á námskeið fyrir börn og ungmenni sem byggja á jóga og núvitund. Hún er einnig partur af félagasamtökunum Veran sem beitir sér fyrir því að fræða kennara, sem og aðra, í því hvernig áhrif við getum haft á líf okkar með því að ástunda jákvætt hugarfar og efla jákvæðar tilfinningar.

Aðalheiður hefur ástríðu fyrir líkamlegri og andlegri heilsu og vill leggja sitt af mörkum til að efla og hafa áhrif á vellíðan allra innan skólasamfélagsins.

Innifalið:

  • Flug
  • Gisting með morgunmat í notalegu heilsuhóteli hóteli í úthverfi borgarinnar.
  • Akstur til og frá flugvelli í Gdansk
  • Námskeiðið Jóga og hugrækt með börnum

 

ATHUGIÐ! Allar breytingar sem þátttakandi í menntaferðum Mundo kann að óska eftir á ferðatilhögun, svo sem lengingu ferðar, breyttan heimferðartíma og aðstoð við gistingu umfram þann tíma sem ferðatímabilið segir til um, er einungis hægt að gera gegn aukagjaldi.

Kennslufyrirkomlag:

Námskeiðið er í formi æfinga, fyrirlestra og umræðna ásamt því að nýta þetta fallega umhverfi í göngu, hugleiðslu, jógæfinga sem og annan innblástur. Við lok námskeiðsins munu þátttakendur vera komnir með verkfæri í verkfærakistuna sína til að efla börn og ungmenni sem og sjálfan sig í lífi og starfi.

Hver dagur hefst á jógaæfingum og hugleiðslu / slökun  áður en haldið er í morgunmat.

Ferðalýsing:

24. október
Flogið er til Gdansk kl. 18:00 og lauslega upp úr miðnætti. Gist er í góðu heilsuhóteli í útjarðri Gdansk. Rútuferð frá flugvelli að hóteli.

25. október
10:00 – 15:00  í ráðstefnussal hótelsins
Kynning á efni og þátttakendum
Að iðka það sem ég kenni.
Skilgreiningar á helstu hugtökum námskeiðsins.  Jóga-, núvitund og sjálfsvinsemd og jákvæð sálfræði.

26. október
kl. 10:00 – 15:00 Verkleg vinna innan sem og utandyra ef veður leyfir. Farið verður í gegnum jógaæfingar sem nýtast í kennslustofunni sem og hugleiðsluæfingar og leiki. Hugmynda- og hópavinna.

27. október
Frjáls dagur

28. október
10:00 – 15:00 í ráðastefnusal hótelsins þar sem kafað verður dýpra í hugtökin. Einnig munum við nýta góðan tíma í hópa og verkefnavinnu þar sem kennarar setja niður ákveðna áætlun um það hvernig þeir koma til með að nýta sér efnið innan kennslunnar þegar heim er komið.
Jákvæð sálfræði og sjálfsrækt.

29. október
Brottfarardagur, frjáls tími fram að flugi kl. 16:20. Brottför frá hóteli kl. 13:00.

Hver dagur hefst á jógaæfingum og hugleiðslu / slökun áður en haldið er í morgunmat.

Deila á facebook