2019: Páskaferð til Póllands

Einkunnarorð Mundo eru menntun, skemmtun, menning og þjálfun. Það er einmitt það sem þessi fjölbreytta og skemmtilega ferð snýst um, ferð sem er skipulögð fyrir þá sem vilja innihald í páskadagskrána í ár. Lagt er upp með að kynnast hinni merku borg Varsjá og sögu hennar áður en við höldum á slóðir Lublin. Lublin er merkileg borg í suðaustur Póllandi en þar hefur fararstjórinn Margrét Jónsdóttir Njarðvík mikið verið undanfarin ár sem gestakennari í háskólanum. Um daginn gekk hún fram á Jakobsveginn góða en hann liggur einnig í gegnum Pólland. Því er vel við hæfi að flétta saman menningu og sögu Póllands saman við gönguferð og dvöl á heilsuhæli.

Ferðatímabil: 11. – 22. apríl 2019
Fararstjóri: Margrét Jónsdóttir Njarðvík
Verð: 299.000 kr á mann miðað við tvo saman í herbergi. Aukagjald fyrir einstaklingsherbergi: 35.000 kr.
Staðfestingargjald: 50.000 kr. (óafturkræft)
Farþegafjöldi: lágmark 12 – hámark 20.

Upplýsingar gefur Margrét í s. 691 4646 netfang: margret@mundo.is

Innifalið:

  • hótel með morgunmat
  • flug
  • transport
  • meðferðir á heilsuhæli og fullt fæði þar
  • armenískur kvöldverður eitt kvöldið
  • heimsókn í útrýmingabúðir
  • gönguleiðsögn

Ferðalýsing:

11. apríl – Flogið til Varsjár og gist á boutique hóteli
12. apríl – Varsjá skoðuð og stríðssafnið
13. apríl – Áfram gengið um borgina – gamla bæinn og smjattað á sögunni
14. apríl – Ekið til Lublin (2 klst) Gengið um borgina – Innifalinn kvöldverður á armenískum stað í miðbænum.
15. apríl – Útrýmingabúðirnar í nágrenni Lublin skoðaðar. Síðdegis er gengið umhverfis fallegt uppistöðulón fyrir utan Lublin og verða það fyrstu kynni okkar af Jakobsveginum pólska. 10 km
16. apríl – Jakobsvegur 15 km
17. apríl – Jakobsvegur 15 km 
18. apríl – Jakobsvegur 15 km – Haldið til Naleczow sem er dásamlegt heilsuhæli 30 mín frá Lublin
19. apríl – Naleczow – ganga, nudd og spa
20. apríl – Naleczow – ganga, nudd og spa
21. apríl – Hjólað til Kazimierz – 20 km
22. apríl – haldið til Íslands

Deila á facebook