2019: Skiljum illsku – námsferð til Póllands

Illskan finnst víða. Hún hefur fylgt mannkyninu frá örófi alda og valdið gríðarlegri þjáningu í gegnum tíðina. Ein af leiðunum til að berjast gegn illsku er að fræðast um hana. Með því að miðla þeirri fræðslu hjálpum við komandi kynslóðum við að skilja hana og sporna þannig við því að sagan endurtaki sig.

Ferðatímabil: 22. – 26. október 2019
Námskeiðsstjórar: Eyrún Eyþórsdóttir doktorsnemi í mannfræði og aðjúnkt í lögreglufræði við Háskólann á Akureyri, Maciek Zabierowski og Tomasz Kuncewicz starfsmenn Gyðingasafnsins og fleiri.
Verð: 199.000 kr. á mann miðað við tvo saman í herbergi. Aukagjald fyrir einstaklingsherbergi: 24.000 kr.
Staðfestingargjald: 60.000 kr. (óendurkræft)
Farþegafjöldi: lágmarks farþegafjöldi 12 manns.

Skráning til 15. september 2019.

Upplýsingar gefur Dagrún í s. 788 4646 netfang: dagrun@mundo.is

Skiljum illsku er námskeið sem kjarnast í kringum þá staðreynd að almenningur tók þátt í tilraun til útrýmingar gyðinga á tímum seinni heimstyrjaldarinnar. Í námskeiðinu er fjallað um þá samfélagslegu þætti sem höfðu áhrif á vilja almennings til að beint og óbeint taka þátt í jaðarsetningu, hatri og illsku gagnvart gyðingum, og öðrum hópum svo sem Roma fólk, hinsegin og fólki með fötlun. Spurningum eins og hvort illska sé mannleg og hvort svona atburðir geti átt sér stað í samtímanum verður velt upp.

Samhliða þessu verður fjallað um sögulegt, félagslegt og pólitískt samhengi fordóma, kynþáttahyggju, íslamafóbíu, útlendingahaturs og vaxandi uppgang hægri öfgaafla samtímans. Fjallað verður um mörk tjáningarfrelsis og haturstjáningar og hatursglæpir skoðaðir.

 

 

Um námskeiðs- og fararstjórann: Eyrún Eyþórsdóttir starfar sem aðjúnkt í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri en leggur jafnframt stund á doktorsnám í mannfræði við HÍ. Eyrún starfaði sem lögreglukona um árabil og nú síðast sem sérfræðingur í hatursglæpum og -tjáningu, þjálfun lögreglumanna varðandi fjölbreytileika og tengslamyndun við minnihlutahópa. Eyrún hefur í samvinnu við Mennta- og starfsþróunarsetur lögreglunnar boðið upp á sambærileg námskeið í Póllandi í þrígang og hafa hátt í 70 lögreglumenn sótt námskeiðin við góðar undirtektir og mikla ánægju. Eyrún starfar núna við menntun lögreglumanna og leggur sérstaka áherslu á lögreglustörf í fjölbreyttu samfélagi, hatursglæpi og -tjáningu.

Innifalið:

  • Flug
  • Ferðir til og frá flugvelli og námskeiðsstað erlendis
  • Gisting m. morgunmat
  • Hádegisverður námskeiðsdaga
  • Aðgangur að safninu og leiðsögn

Ekki innifalið:

  • Kvöldverðir, en hægt að panta ef vill

Kennslufyrirkomulag og dagskrá:

Námskeiðið fer að mestu fram í gyðingasafninu en hluti námskeiðsins fer fram innan „girðinga“ Auschwitz-Birkenau fyrrum vinnu- og útrýmingabúða nasista. Kennt er í 90 mínútna kennslulotum.

Athugið að námskeiðið fer að hluta til fram á ensku.

22. október

Flogið til Katowice kl. 21:20, lending kl. 2:25. Hópurinn sóttur á flugvöllinn og ekið til bæjarins Oswiecum (pólska nafn Auschwitz ) á 3/4 stjörnu Hampton by Hilton hótelið í bænum.

23. október – fyrsti kennsludagur

Kennsla fer fram í gyðingasafninu
11:00 – 11:30
Námskeiðið hefst
11:30 – 13:00
Fjallað um sjálfsmyndir hópa, staðalímyndir og fordóma
13:00 – 14:30
Hádegismatur
14:30 – 16:00
Fjallað um hvernig nasistar komust til valda í Þýskalandi
16:00 – 16:30 
Kaffi
16:30 – 18:00 
Hvernig útskýrir sálfræðin helförina
18:00 – 18:30
Samantekt og yfirlit yfir morgundaginn

24. október

07:30
Rúta sækir hópinn á hótelið
08:30 – 12:30
Námskeið á söguslóðum illskuverka – Auschwitz-Birkenau
13:00 – 14:30
Hádegimatur
14:30 – 15:30
Kennslu framhaldið á gyðingasafninu
Umræður um upplifunina við heimsókn til Auschwitz-Birkenau
15:30 – 16:00
Kaffi
16:00 – 17:30
Fjallað um Gyðingasamfélagið í Oswiecim fyrir helförina
17:30 – 18:00 
Samantekt og yfirlit yfir morgundaginn
Möguleiki á sameiginlegum kvöldverði ef vill – ekki innifalið í verði.

25. október – þriðji kennsludagur

Kennsla fer fram í gyðingasafninu
09:30 – 11:00 
Kennsla fer fram í gyðingasafninu.
Fjallað um fjölbreytileika íslensks samfélags og því velt upp hvað þarf til að tilheyra íslensku samfélagi og hvort einhverjir hópar eru útilokaðir
11:00 – 11:30
Kaffi
11:30 – 12:30
Fjallað um uppganga öfgaafla og alþjóðlega haturshópa t.d. Soldiers of Odin og ýmsir nethópar
12:30 – 14:00 
Hádegiamatur
14:00 – 15:00
Fjallað um hatursglæpi og -tjáningu í íslensku samfélagi og námskeiðinu lokið.

26. október

Frjáls tími fram að brottför. Hópnum sóttur á hótelið kl. 13:00 og ekið frá hótelinu á flugvöll – heimferð kl. 17:05.

Fararstjóri áskilur sér rétt til að hliðra til tímasetningum ef þörf krefur vegna utanaðkomandi aðstæðna.

Deila á facebook