25. mars
Flogið til Katowice kl. 21:20, lending kl. 2:25. Hópurinn sóttur á flugvöllinn og ekið til bæjarins Oswiecum (pólska nafn Auschwitz ) á 3/4 stjörnu Hampton by Hilton hótelið í bænum.
26. mars – fyrsti kennsludagur
Námskeiðið hefst
Fjallað um sjálfsmyndir hópa, staðalímyndir og fordóma
Hádegismatur
Fjallað um hvernig nasistar komust til valda í Þýskalandi
Hvernig útskýrir sálfræðin helförina
Samantekt og yfirlit yfir morgundaginn
27. mars
Rúta sækir hópinn á hótelið
Námskeið á söguslóðum illskuverka – Auschwitz-Birkenau
Hádegimatur
Umræður um upplifunina við heimsókn til Auschwitz-Birkenau
Kaffi
Fjallað um Gyðingasamfélagið í Oswiecim fyrir helförina
Samantekt og yfirlit yfir morgundaginn
28. mars – þriðji kennsludagur
Fjallað um fjölbreytileika íslensks samfélags og því velt upp hvað þarf til að tilheyra íslensku samfélagi og hvort einhverjir hópar eru útilokaðir
Kaffi
Fjallað um uppganga öfgaafla og alþjóðlega haturshópa t.d. Soldiers of Odin og ýmsir nethópar
Hádegiamatur
Fjallað um hatursglæpi og -tjáningu í íslensku samfélagi og námskeiðinu lokið.
29. mars
Frjáls tími fram að brottför. Hópnum sóttur á hótelið kl. 13:00 og ekið frá hótelinu á flugvöll – heimferð kl. 17:05.
Fararstjóri áskilur sér rétt til að hliðra til tímasetningum ef þörf krefur vegna utanaðkomandi aðstæðna.