fbpx

 

Skíðagöngunámskeið á Siglufirði: 21. feb – 23. feb

Viltu læra almennilega á gönguskíði? Sérðu þig fyrir þér bruna áfram á fullri ferð með rjóðar kinnar og gleði í hjarta eftir bestu gönguskíðabrautum landsins á Siglufirði og Ólafsfirði? Kanntu smá, doldið eða lítið sem ekkert en ert ákveðin/n í að breyta því?

Ferðaskrifstofan Mundo stendur fyrir skíðagöngunámskeiði á Siglufirði dagana 21. til 23. febrúar. Enginn annar er ólympíufarinn á gönguskíðum, Elsa Guðrún Jónsdóttir, sér um að kenna þér allt sem þarf um gönguskíði í undurfagurri náttúru Norðurlands. Gist verður á hinu margrómaða “boutique” hóteli, Hótel Siglunes, og þýðir það að þú verður í fæði hjá kokkinum landsfræga Jaouad Hbib en hann er maðurinn á bak við marokkóska veitingastaðinn á hótelinu. Uppbókað var hjá honum svo til hvert einasta kvöld í sumar en þessa helgi er staðurinn frátekinn fyrir þig! Í lok hvers dags verður boðið upp á teygjur og jóga.

Þessi ferð er hönnuð fyrir konur og karla sem vilja ævintýri, vilja læra almennilega á gönguskíði, vilja góðan félagsskap og hafa áhuga á ilmandi, hægelduðum mat. Skráning er hér á síðunni eða hjá margret@mundo.is / mundo@mundo.is

Ferðadagar: 21. feb – 23. feb 2020
Verð pr. mann:

  • 65.900 kr. á mann m.v. gistingu í tvíbýli með sérbaði – UPPSELT
  • 60.900 kr. á mann m.v. gistingu í tvíbyli með sameiginlegu baði
  • 79.900 kr. á mann m.v. gistingu í einbýli með sérbaði
  • 72.900 kr. á mann m.v. gistingu í einbýli með sameiginlegu baði
  • 61.900 kr. á mann m.v. gistingu í þriggja eða fjögurra manna herbergi með sérbaði
  • staðfestingargjald er 20.000 kr.

Innifalið:

  • gisting á Hótel Siglunesi
  • skíðagöngunámskeið
  • 2 x morgunverður
  • 1 x þriggjarétta kvöldverður á marokkóska veitingastaðnum á Hótel Siglunesi
Deila á facebook