fbpx

 

Kvennadekurhelgi á Siglufirði 6. – 8. mars 2020
Magadans, menning og marokkóskur matur á Hótel Siglunesi

Mundo býður upp á dásamlega upplifun á kvennadekurhelgi á Siglufirði í mars.

Hvað er betra en dekurhelgi með sínum bestu vinkonum þar sem kallast á magadans, dekur við bragðlaukana, menningarlegt umhverfi, slökun og nærandi félagsskapur?

Það verður fjölmargt spennandi í boði alla helgina fyrir þær sem vilja, og nóg um rólegheit og afslöppun fyrir þær sem það kjósa heldur. 

Komdu og njóttu dásamlegrar helgar með vinkonunum á einstökum og fallegum stað, þið lærið þokkafullan og seiðandi magadans hjá Kristínu Berman, einum færasta magadanskennara landsins og njótið þess að drekka í ykkur menningu fjarðarins. Farið verður í göngur um fjörðinn undir leiðsögn þar sem síldarævintýrið lifnar við sem og bækur Hallgríms Helgasonar og Ragnars Jónassonar. Einnig verður í boði að fara í jóga, auk þess sem sniðugt er að taka prjónana með sér og kíkja í prjónahring bæjarins í notalegu umhverfi.

Síðast en ekki síst verður dásamlegt að njóta unaðslegs matar á marokkóska veitingastað hótelsins í lok dags og halla sér loks í hlýlegu hótelherberginu á Hótel Siglunesi. Veitingastaðurinn hefur notið þvílíkra vinsælda að hann er kominn í Michelin bæklinginn og fullt er út úr dyrum þar allar helgar.

Ferðadagar: 6. – 8. mars 2020
Verð pr. mann:

 • 58.900 kr. á mann m.v. gistingu í tvíbýli með sérbaði
 • 54.900 kr. á mann m.v. gistingu í tvíbyli með sameiginlegu baði
 • 71.900 kr. á mann m.v. gistingu í einbýli með sérbaði
 • 62.900 kr. á mann m.v. gistingu í einbýli með sameiginlegu baði
 • 54.900 kr. á mann m.v. gistingu í þriggja eða fjögurra manna herbergi með sérbaði
 • staðfestingargjald er 20.000 kr.

Innifalið:

 • gisting á Hótel Siglunesi í 2 nætur
 • magadans undir handleiðslu Kristínu Berman
 • söguganga um Siglufjörð
 • 2 x morgunverður
 • 1 x tveggja rétta kvöldverður á marokkóska veitingastaðnum á Hótel Siglunesi (á föstudeginum)
 • 1 x þriggja rétta kvöldverður á marokkóska veitingastaðnum á Hótel Siglunesi (á laugardeginum)
Deila á facebook