fbpx

2020: Marokkó um páskana

Langar þig að upplifa nýjar slóðir um páskana? Jafnvel lenda í ævintýrum í eyðimörkinni? Lestu þá lengra.

Ferðatímabil: 3. – 12. apríl 2020
Fararstjóri: Aðalheiður Jensen
Verð: 249.900 kr. (m.v. gistingu í tvíbýli)
Aukagjald f. einbýli: 59.900 kr.
Staðfestingargjald: 90.000 kr.
Lágmarksfjöldi farþega: 10 manns
Nánari upplýsingar: Margrét s. 691 4646 margret@mundo.is

Ferðin er hugsuð sem afslöppun og ævintýri í senn!
3. apríl 2020: Flogið til Marrakech og gist í eina nótt. Í Marrakech ber hæst iðandi mannlífið á Snákatorginu, markaðurinn, leðurvinnslan, bænaturninn sem er eins og la Giraldaturninn í dómkirkjunni í Sevilla, veitingahús, hammam og verslanir.
4. apríl 2020: Farið frá Marrakech til Ouarzazate, borgarinnar sem þekkt er sem hliðið að Sahara-eyðimörkinni. Gist í eina nótt.
5. apríl 2020: Frá Ouarzazate er haldið út í eyðimörkina, Merzouga, en á leiðinni förum við í gegnum Tinghir sem er við rætur Atlasfjalla. Í eyðimörkinni gistum við í tjöldum, förum á úlfaldabak og á fjórhjól. Um ræðir upplifun fyrir lífstíð!
6. apríl 2020: Haldið til Skoura í gegnum Gorges, stórfenglegt fjallagil. Skoura er einstök vin í eyðimörkinni, umvafin pálmatrjám.
7. apríl 2020: Nú höldum við frá Skoura til bæjarins Essaouira. Um ræðir undurfallegan strandbæ með dásamlegri medínu (miðbær með þröngum götum, ríödum og markaði þar sem konur geta gengið óáreittar um götur) niður við sjóinn. Hitastig í apríl er þægilegt, eða um 25 stiga hiti að meðaltali. Bærinn býður upp á endalausar gönguferðir eftir ströndinni, reið á úlfaldabaki, jóga í flæðarmálinu, nudd, brimbretti, snyrtistofur og hammam (ómissandi að fara í baðið). Í Essouira verður skipulögð dagskrá í bland við slökun. Stundum eldum við heima saman í hóp eða finnum spennandi veitingastaði sem Hálfdán er sérfræðingur í að finna. Þá skipuleggjum við okkur dag frá degi þannig að allir fái að njóta sín.
8. apríl 2020: Essaouira
9. apríl 2020: Essaouira
10. apríl 2020: Essaouira
11. apríl 2020: Farið frá Essaouira aftur til Marrakech þar sem við gistum síðustu nóttina.
12. apríl 2020: Flogið heim frá Marrakech.
Dvalið verður á Ríadi á öllum stöðum, nema í eyðimörkinni þar sem gist verður í tjöldum, en Ríad er hefbundið marokkóskt hús með mörgum svefnherbergjum sem hefur verið breytt í hótel.

Innifalið:

  • íslensk fararstjórn
  • transport innan Marokkó í rútu með loftkælingu
  • gisting m. morgunmat á fallegum ríödum (riad)
  • eyðimerkuferðin, kamelbak og fjórhjól
  • jóga og gönguferðir
  • þjórfé fyrir töskubera á ríödum

Ekki innifalið:

  • flug – en við aðstoðum þig við að finna besta flugið
  • þjórfé fyrir bílstjóra og erlenda leiðsögumenn (ef við á)
Deila á facebook