fbpx

2020: Marokkó um páskana
ATH. ferðin er í vinnslu og verður uppfærð í vikunni

Langar þig að upplifa nýjar slóðir um páskana? Jafnvel lenda í ævintýrum í eyðimörkinni? Lestu þá lengra.

Ferðatímabil: 3. – 12. apríl 2020
Fararstjóri: tilkynnt á næstu dögum
Verð: tilkynnt á næstu dögum
Staðfestingargjald: 110.000 kr.
Lágmarksfjöldi farþega: 10 manns
Nánari upplýsingar: Margrét s. 691 4646 margret@mundo.is

Þessi ferð er í vinnslu og verður uppfærð á næstu dögum. Láttu okkur vita ef þú vilt að við sendum þér tölvupóst þegar ferðin er tilbúin!
Ferðin er hugsuð sem afslöppun og ævintýri í senn!
Ferðatilhögun verður nokkurn veginn svona: Flogið verður til Marrakesh. Þar ber hæst iðandi mannlífið á Snákatorginu, markaðurinn, leðurvinnslan, bænaturninn sem er eins og la Giraldaturninn í dómkirkjunni í Sevilla, veitingahús, hammam og verslanir. Gist í tvær nætur. Þá verður farið verður út í eyðimörkina og dvalið þar eina nótt. Þaðan er haldið beint til strandbæjarins Essouira þar sem við dveljum það sem eftir er ferðar. Um ræðir undurfallegan strandbæ með dásamlegri medínu (miðbær með þröngum götum, ríödum og markaði þar sem konur geta gengið óáreittar um götur) niður við sjóinn. Hitastig í apríl er þægilegt, eða um 25 stiga hiti að meðaltali. Bærinn býður upp á endalausar gönguferðir eftir ströndinni, reið á úlfaldabaki, jóga í flæðarmálinu, nudd, brimbretti, snyrtistofur og hammam (ómissandi að fara í baðið). Maturinn er gvuðdómlegur og það er engu líkt að láta sig flæða um göturnar. Leitast verður við að búa til ævintýri og ferðast innanfrá um Marokkó í gegnum sambönd okkar þar.
Í Essouira verður skipulögð dagskrá í bland við slökun. Stundum eldum við heima saman í hóp eða finnum spennandi veitingastaði sem Hálfdán er sérfræðingur í að finna. Þá skipuleggjum við okkur dag frá degi þannig að allir fái að njóta sín.
 Dvalið verður á Ríadi á báðum stöðum en Ríad er hefbundið marokkóskt hús með mörgum svefnherbergjum sem hefur verið breytt í hótel.

Innifalið:

  • flug
  • ferðir til og frá flugvelli
  • ferð milli Essaouira og Marrakesh
  • gisting m. morgunmat
  • jóga og gönguferðir
  • eyðimerkuferð
  • farþegar greiða sjálfir fyrir þau ævintýri sem hópurinn kemur sér í
Deila á facebook