Námsferð til Spánar 2020 – Jóga og hugrækt með börnum og ungmennum

Vilt þú efla vellíðan barna og ungmenna samhliða þinni eigin vellíðan. Viltu læra jákvæða og gefandi leið til þess í fallegu umhverfi? Þá ættir þú að kynna þér námskeiðið jóga og hugrækt fyrir börn og ungmenni. Námskeiðið nýtist hverjum þeim sem starfar með börnum og unglingum, hvort sem það er í kennslustofunni eða í hverskonar félagastarfi.

Ferðatímabil:  13. júní – 20. júní 2019
Námsskeiðsstjóri: Aðalheiður Jensen
Verð: 207.000 kr. á mann miðað við tvo saman í herbergi. Verð fyrir einbýli er 230.000 kr.
Farþegafjöldi: lágmark 12 – hámark 30.
Staðfestingargjald (óendurkræft): 70.000 kr.
Skráningarfrestur er til og með 20. apríl 2020.

Á námskeiðinu eru þáttakendur kynntir fyrir áhrifamætti jóga og hugræktar til að efla almennt vellíðan barna og unglinga sem og þína eigin. Það hefur sýnt sig að ef börn og unglingar læri að tileinka sér þau fræði hafi það jákvæð áhrif á almenna líðan þeirra, þau öðlast betri stjórn á hugsunum og tilfinningum ásamt því að árangur í námslegum þáttum eflist. Þátttakendur munu upplifa á eigin skinni hversu mikilvægt það er að tileinka sér núvitaða kennsluhætti og læra aðferðir til að bregðast við erfiðum aðstæðum í gegnum sjálfsvinsemd og núvitund og þar af leiðandi efla eigin getu til jákvæðra samskipta við sig sem og aðra.

Kennslufyrirkomulag:

Námskeiðið er í formi æfinga, fyrirlestra og umræðna ásamt því að nýta þetta fallega umhverfi í göngu, hugleiðslu, jógæfinga sem og annan innblástur. Við lok námskeiðsins munu þátttakendur vera komnir með verkfæri í verkfærakistuna sína til að efla börn og ungmenni sem og sjálfan sig í lífi og starfi.

Innifalið:

  • Flug
  • Gisting í heimavist í Buitrago
  • Akstur til og frá flugvelli í Madrid
  • Námskeið: Jóga og hugleiðslu með börnum og ungmennum.

Allar breytingar sem þátttakandi í menntaferðum Mundo kann að óska eftir á ferðatilhögun, svo sem lengingu ferðar, breyttan heimferðartíma og aðstoð við finna gistingu umfram þann tíma sem skipulagða ferðin segir til um,  er einungis hægt að gera gegn aukagjaldi.

Ferðalýsing:

13. júní
Flogið er til Madridar kl. 16:00 og lent kl. 22:25 Gist er glæsilegri í heimavist sem tengd er skóla í Buitrago en hann er í eigu kennaranna.  Tæplega klukkustundar akstursfjarlægð frá Madrid.

14. júní
10:00 – 14:00 Kennsla í kennslusal skólans:
Kynning á efni og þátttakendum
Að iðka það sem ég kenni
Skilgreiningar á jóga-, núvitund og sjálfsvinsemd

15. júní
10:00 – 14:00 Farið í leiki og æfingar utandyra
Líkamleg hreyfing sem og hugleiðslur

16.júní
10:00 – 14:00 Kennsla í kennslusal skólans:
Jóga og hugrækt
Hugmynda- og hópavinna.

17 . júní
Frjáls tími. Hægt er að bjóða upp á rútuferð til Madridar, þar sem við fögnum lýðveldishátíðinni, ekki innifalið í verði.

18. júní
Kennsla í kennslusal skólans.

19. júní
10:00 – 14:00 Kennsla í kennslusal skólans:
Jákvæð sálfræði og sjálfsrækt.

20. júní
Klaustrið kvatt og ekið til höfuðborgarinnar. Rúta sækir hópinn kl. 20:00 í miðbæinn. Mæting á flugvöll kl. 21:00. Flug kl. 23.20, lending á Íslandi eftir miðnætti.

Ein af mörgum jákvæðum endurgjöfum sem námskeiðið hefur fengið:

Takk fyrir frábæra ferð. Ég var mjög ánægð með innihald námskeiðsins, bæði verklegt og bóklegt. Kennararnir voru mjög góðir og tókst að vekja áhuga á efninu og koma því vel frá sér. Mér fannst virkilega gott að þær kenndu alltaf nokkrar aðferðir við hverja æfingu allt eftir hæfni og getu hverrar konu þannig að allar gátu alltaf tekið þátt. Þær stöllur voru líka bara mjög skemmtilegar. Kristín Ásta Ólafsdóttir

Deila á facebook