fbpx

2020 páskaferð: Jakobsvegur portúgalska leiðin – gönguferð

Mundo hefur mikla reynslu af Jakobsveginum en það nægir okkur ekki að fara hann bara innan Spánar, því um páskana ætlum við að bjóða upp á portúgölsku leiðina á stígnum góða. Ef þig langar í pílagrímalíferni í góðum félagsskap þá er þetta ferð fyrir þig!

Fararstjórar: Helmut Hinrichsen og Jóhanna Arnórsdóttir
Ferðatímabil:
1. – 13. apríl 2020
Verð:
439.000 kr. miðað við tvo í herbergi.
Aukagjald fyrir einbýli:
59.000 kr.
Staðfestingargjald: 110.000 kr. 
Fjöldi farþega:
lágmark 14 – hámark 30

Upplýsingar gefur Margrét í s. 691 4646 netfang: margret@mundo.is

Portúgalski Jakobsvegurinn liggur frá Lissabon um Porto til Santiago de Compostela.
Við ætlum að ganga fallegustu kafla meðfram hvítum sand- og klettaströndum og um skógarstíga og sveitaþorp.

Innifalið: 

  • Flug
  • Gisting
  • Morgunmatur
  • Hádegismatur göngudagana
  • Trúss (hámark 15 kg)
  • Rútuferðir skv. leiðarlýsingu
  • Leiðsögn

Ferðalýsing

Ferðalýsing:
1. apríl: Flogið frá Íslandi til Porto með einni millilendingu.
2. apríl: Frjáls tími til að skoða Porto og gaman væri að enda með sameiginlegum mat á fallegum stað.
3. apríl: Við förum snemma um morguninn frá Porto með rútu til Esposende. Hér hefst gangan okkar. Leiðin liggur meðfram hvítri sandströnd Atlantshafsins og yfir sandhólana í Parque Natural do Litoral Norte. Við gistum í Viana do Castelo, sögufrægri hafnarborg við árósa Rio Lima.
4. apríl: Frá Viana do Castelo fylgjum við skógarstígum og þröngum götum. Caminha liggur við Rio Miño sem skilur að Portúgal og Spán. Þetta er síðasta nótt okkar í Portúgal.
5. apríl: Frá Caminha tökum við ferjuna yfir til A Guarda á Spáni. Hér höldum við áfram göngu okkar meðfram klettaströnd. Við gistum þessa nótt i Oia, litlu þorpi við Atlantshaf.
6. apríl: Frá Oia göngum við á góðum stígum meðfram klettaströndinni í átt til Baiona. Um hádegi verður okkur ekið til hafnarborgarinnar Vigo. Í Rúa Pescadería er gaman að smakka ostrur og aðra sjávarrétti.
7. apríl: Frá Vigo liggur gönguleiðin upp í 200 m hæð og síðan er farið um skógarstíga með fallegt útsýni yfir fjörðinn. Við gistum í Redondela.
8. apríl: Falleg 20 km löng leið frá Rendondela til Pontevedra. Algjör pílagrímsleið.
9. apríl: Yfir hæðir og í gegnum skóga liggur leðin til Caldas de Reis. Flottur staður með „termas“ fyrir þá sem vilja taka bað. 20 km dagsleið.
10. apríl: Eftir 20 km göngu komum við til Padrón.
11. apríl: Siðasti áfanginn er liggur um skóga og þorp. Byggðin þéttist þegar nær dregur Santiago de Compostela. Við ljúkum þessum áfanga á dómkirkjutorginu Praza de Obradoiro.
12. apríl: Frídagur í Santiago de Compostela.
13. apríl: Heimflug með einni millilendingu.

Deila á facebook