fbpx

2020: Prjónaævintýri í Lettlandi

Upp með prjónana!

Hefurðu gaman að því að prjóna og kynnast siðum og menningu í öðrum löndum? Elskarðu að læra ný mynstur og láta reyna á prjónahæfileika þína? Þá er þessi ferð mögulega draumaferðin þín.

Fararstjóri er Dagný Hermannsdóttir. Hún er handavinnukennari að mennt og forfallin handavinnukona.

Ferðatímabil: 20. – 27. maí 2020
Verð:
209.000 kr. miðað við tvo í herbergi.
Aukagjald fyrir einbýli:
38.000 kr.
Staðfestingargjald: 50.000 kr. (óafturkræft)
Fjöldi farþega:
lágmark 20 – hámark 25
Skráningarfrestur til 20. febrúar 2020

Upplýsingar gefur Dagrún í s. 7884646  netfang: dagrun@mundo.is

Í Lettlandi sköpuðust einstakar hefðir í vettlingaprjóni. Hefðin var að ungar stúlkur prjónuðu fjöldan allan af vettlingum og söfnuðu í kistil til að eiga áður en þær gengu í hjónaband.  Konur lögðu gríðarlegan metnað í að hanna mynstur og að prjóna einstaka vettlinga og munstrin voru fjölbreytt og full af táknum. Hefðin var að brúðurin færði brúðgumanum og fjölskyldu hans, presti og gestum vettlinga við giftingu.  Vettlingar tengdust einnig alls kyns hjátrú og siðum og mismunandi hefðir sköpuðust milli héraða. Vettlingar urðu líka að gjaldmiðli og voru mikils metnir og gjarna notaðir sem greiðsla fyrir hitt og þetta. Skrautlegir vettlingar voru gjarna hengdir við belti sem skraut og eru mikilvægur hluti af þjóðbúningahefðum Letta.  Í Lettlandi hafa því varðveist ótrúlega fjölbreytt og mörg vettlingamunstur sem m.a. má finna í bók Latvian Mittens eftir Maruta Grasmane. Enn í dag eru vettlingar mikils metnir í Lettlandi og áhersla lögð á að halda þekkingunni við og víða eru starfandi prjónahópar þar sem prjónarar geta lært hver af öðrum.

Í þessari ferð förum við í ævintýralega prjóna- og menningar reisu. Sitjum námskeið á ýmsum stöðum svo sem söfnum, byggðasöfnum, menningarsetrum, handverkshúsum og víðar, fáum kennslu frá lettneskum prjónakonum, fáum kynningar á siðum, menningu og þjóðbúningum. Í Sena Klets, sem er Þjóðbúningamiðstöð Lettlands hittum við Maruta Grasmane, höfund bókarinnar ,,Latvian Mittens“ . Heimsækjum handverkshús og vinnustofur listamanna og víða gefst tækifæri til að kaupa prjónavörur og annað vandað handverk beint frá handverksfólkinu sjálfu. Við fáum að smakka á alls kyns þjóðlegum mat og fáum kynningar á þjóðbúningum, söngvum, sögu o.fl. sem gefur okkur innsýn í lettneska menningu.

Stærstan hluta ferðarinnar verðum við í Liepaja í héraðinu Kurseme en þaðan eru varðveittir hvað flestir og skrautlegastir vettlingar.

Námskeiðið er sex dagar, við lærum alls kyns tækni sem notuð er við þessa skrautlegu vettlinga og förum á árlega handverkshátíð sem haldin er í bænum en þangað kemur handverksfólk víða að. Við endum svo á einum degi í Riga en þar er margt áhugavert að skoða, þar á meðal prjónabúðir og verslanir með lettneskt handverk.

Innifalið: 

  • Flug
  • Hótel
  • Morgunmatur
  • Hádegis- og kvöldmatur námskeiðsdagana
  • Ferðir
  • Námskeið og leiðsögn

Ferða- og námskeiðslýsing

Miðvikudagur 20. maí
Flogið til Riga kl. 15:35 og lending í Riga kl. 22.15. Rútuferð heim á hótel.

Fimmtudagur 21. maí
Kl. 9:30 – Við byrjum daginn í Senā Klēts en það er þjóðbúningastofa Letta og þar er gullfalleg verslun með vettlingum og öðru handverki er tengist þjóðbúningahefðum. Þar fáum við kynningu á starfsemi Senā Klēts og hittum Maruta Grasmane, höfund bókarinnar Mittens of Latvia (Þátttakendur á námskeiðinu fá bókina á sérstökum afslætti og einnig afslátt í versluninni).

Kl. 11:00 – Brottför frá Senā Klēts og haldið áleiðis til Talsi
Kl. 13:00 – Hádegisverður í Talsi.

Að hádegisverð loknum hittum við meðlimi úr handverkshópnum ,,Dzīpars“ í Handverkshúsi Talsi. Þar fáum við kennslu í að prjóna fingravettlinga og sérlega fallega uppfitjun. Leiðbeinandi er Valda Dezde.

Brottför frá  Talsi áleiðis til Liepāja, en þar verður gist á Hotel Kolumbs.

Kl. 17:30 –  Brottför frá  Talsi áleiðis til Liepāja, en þar verður gist á Hotel Kolumbs.

Kl. 20:00 – Kvöldverður á veitingastað hótelsins og að honum loknum verður sameiginleg stund með starfsfólki Sena Klets sem verður með í ferðinni.

Föstudagur 22. maí
Kl 9:00 – Gengið frá hóteli að sköpunarmiðstöðinni í Kungu stræti.

Sýning og fyrirlestur um Kurzeme vettlingana. Leiðbeinandi Ilma Rubene frá “Kursa” listasetrinu.

Vinnustofa: “ Fléttuprjón og nálar” leiðbeinandi er Rita Pogoska

Gengið frá hóteli að handverksmiðstöðinni ,,Kungu Street Creative Quarter“ sem er í gömlu fallegu bjálkahúsi. Þar verða vinnustofur dagsins og bæði hádegis- og kvöldverður. Boðið verður upp á þjóðlega rétti.

Sýning og fyrirlestur um  Kurzeme vettlingana. Leiðbeinandi Ilma Rubene frá “Kursa” listasetrinu.

Vinnustofa: ,,Prjónaðar fléttur og furunálar” leiðbeinandi er Rita Pogoska

Kl. 13:30 – Hádegisverður

Hópnum skipt upp, annar helmingur fer í heimsókn í  list- og handverksmiðstöðina Art & Craft Center “Dārza iela” og hinn helmingur verður um kyrrt í Kungu stræti.

Vinnustofa:  Vettlingar með tvöföldu prjóni.  Leiðbeinandi er Aiva Dzenīte.

Vinnustofa:  Að prjóna “Čiekuriņi”.  Leiðbeinandi er Milda Dīriņa.

Kl. 19:00 – Kvöldverður – þjóðlagasveitin Atštaukas leikur undir borðhaldi.

Laugardagur 23. maí
Handverkshátíð í Liepāja. Eina helgi á ári hittist handverksfólk úr héraðinu á frægri handverkshátíð. Hérna gefst einstakt tækifæri til að hitta handverksfólk og fylgjast með því að störfum, versla beint við handverksfólkið, fá innblástur og njóta. Matur og drykkir á eigin vegum.

Sunnudagur 24. maí
Kl. 9:30 – Gengið frá hóteli til Liepāja safnsins en þar verða vinnustofur dagsins. Einnig skoðum við sýningu um lettneska þjóðhætti, meðal annars myndarlegt safn af vettlingum.

Hópnum skipt upp í tvær einingar.

Vinnustofa: Hópur 1, mismunandi útfærslur á stroffum og hópur 2. „stúkur og vettlingar með perlum“ . Leiðbeinendur Maruta Eistere og Solvita Zarupska.

Kl. 13:00 – Hádegisverður á ,,Big Amber“ veitingastaðnum

Stutt kynning á sokkabókinni “Suiti patterned socks” eftir Lia Mona Ģibiete.

Vinnustofa: Hópur 2. Mismunandi tegundir af stroffum og  hópur 1 ,,stúkur og vettlingar  með perlum“.

Kl. 19:30 – Kvöldverður á PIANO veitingastaðnum á Promenade hótelinu.

Mánudagur 25. maí
Kl. 9:30 – Rútuferð til  Rucava.

Heimsókn í  ,,Zvanītāji’’ sem er nokkurskonar lifandi sögusafn. Sandra Aigare kynnir safnið fyrir hópnum.

Vinnustofa: ,,Traditional Rucava notched or picot cuff edges” (einskonar lykkjur eða kögur) Leiðbeinendur: Rasma Kleina and Dace Liparte.

Kl. 14:00 – Hádegisverður í ,,Zvanītāji” þar fáum við hefðbundinn lettneskan mat og fræðslu um menningu og siði í héraðinu.

Vinnustofa: ,,Honeycomb Brioche vettlingar”.

Þátttakendur fá með sér garn og uppskrift fyrir heimavinnu.

Kl. 18:00 – Til baka til Liepāja.

19:00 – Kvöldverður á „Piano,“ sem er veitingastaður á Promenade hótelinu.

Þriðjudagur 26. maí

Kl. 9.00 – tékkað út af Hotel Kolumbs. Lagt af stað til Riga með viðkomu í miðaldabænum Kuldiga sem er á heimsminjaskrá Unesco. Gönguleiðsögn um Kuldiga með Indra Vilmane.

Komið heim á hótel í Riga um klukkan 17:00.

Miðvikudagur 27. maí
Kl. 11:00 – Tékkað út af hóteli  farangur geymdur á hóteli fram að brottför.

Frjáls tími fram að brottför. Nú er kjörið að nýta daginn til að fara í prjóna og handverksbúðir en nóg er af þeim í Riga.

Kl. 17:00 – rúta sækir hópinn og ekur út á flugvöll.

Flugtak frá Riga kl. 19:50 og lending í Keflavík kl. 20:50.

*Athugið að dagskrárliðir geta færst milli daga og flugtímar geta breyst eitthvað. 

Deila á facebook