60 stundir af sólskini

Ferðaskrifstofunni Mundo er sönn ánægja að bjóða upp á sextíu stundir af sólskini fyrir forvitna, bókelska og ferðaþyrsta. Um ræðir engan venjulegan konfektkassa  þar sem rithöfundarnir Hallgrímur Helgason og Guðmundur Andri Thorsson fjalla um verðlaunabókina Sextíu kíló af sólskini. Vitaskuld verður námskeiðið haldið á Siglufirði. Hér er um sanna menntun, skemmtun, menningu og þjálfun að ræða þar sem þátttakendur fá að drekka úr viskubrunni Guðmundar Andra og Hallgríms auk þess sem siglt verður um Siglufjörð með útsýni yfir á Siglunes, farið í göngur um slóðir bókarinnar utan sem innan fjarðar. Þannig komast lesendur í náin kynni við sögusvið bókarinnar auk þess sem við skyggjumst inn í Þjóðlagasetrið og skoðum Síldarminjasafnið með bókina í huga. Örlygur Kristfinnsson forvígismaður Síldarminjasafnsins verður sérstakur leiðsögumaður okkar í siglingunni og gönguferðum utan fjarðar. Þá mun kvæðamannafélag Fjallabyggðar sjá til þess að allir læri að kveða nokkrar rímur. 

Ferðatímabil:  16-19. maí 2019
Staðsetning: Hótel Siglunes á Siglufirði
Staðfestingargjald (óafturkræft): 25.000 kr.
Farþegafjöldi: Lágmark 20 – hámark 35.

Verð pr. mann:

  • 106.900 kr. á mann m.v. gistingu í tvíbýli með sérbaði
  • 99.900 kr. á mann m.v. gistingu í tvíbyli með sameiginlegu baði
  • 144.900 kr. á mann m.v. gistingu í einbýli með sérbaði
  • 134.900 kr. á mann m.v. gistingu í einbýli með sameiginlegu baði
  • staðfestingargjald er 25.000 kr. (óafturkræft)

Hvað er innifalið?
Námskeiðið, ferðir frá Siglufirði og um Siglufjörð en þátttakendur sjá um að koma sér á staðinn, aðgangur að söfnum, gisting á Hótel Siglunesi í þrjár nætur ásamt morgunverði, tveir þríréttaðir kvöldverðir hjá hinum margrómaða marokkóska kokki Jaouad Hbib en matreiðsla hans er svo mögnuð að Siglufjörður var tilnefndur sem mataráfangastaður Norðurlandanna árið 2018, síldarhádegisverðarhlaðborð og nesti út á Siglunes.

Dagskráin er sem hér segir:

Fimmtudagurinn 16. maí kl. 18: Þátttakendur eru boðnir velkomnir. Kvöldverður er frjáls en Hallgrímur Helgson mun lesa upp úr bókinni sinni og segja frá heimildavinnu við verkið klukkan 20:30
Föstudagur 17. maí: (Ef veðurspá er ekki góð þá er hægt að víxla dagskrá við betri daga.)
Morgunverður kl. 8:30.
Morguninnlegg Guðmundar Andra Thorssonar: Guðmundur Andri fjallar um Sextíu kíló af sólskini og verða umræður á eftir.
Siglt verður út á Siglufjörð um klukkan ellefu: Siglingin út fjörðinn er kynngimögnuð og lifnar sagan við undir leiðsögn Örlygs Kristfinnssonar. Siglunesið verður skoðað af sjó en þar var þéttbýlt fram á tuttugustu öld.  Ef veður og aðstæður leyfa verður farið í land en þar eru merkar menjar.  Ganga um nesið og rústirnar dýpka innlifun í söguna og veita inspirasjón. Þátttakendur smyrja með sér samlokur í nesti og snæða úti í náttúrunni auk þess sem bragðað verður á hákarli og harðfiski á leiðinni. Komið er í land síðdegis.
Kvöldmatur –  Kvæðamannafélagið kemur í heimsókn og allir læra að kveða nokkrar rímur!
Laugardagur 18. maí: 
Morgunverður kl. 8:30.
Morguninnlegg Guðmundar Andra Thorssonar: Guðmundur Andri fjallar um Sextíu kíló af sólskini og verða umræður á eftir.
Um klukkan ellefu verður haldið í göngu um Héðinsfjörð (þar sem landeigandur veita leyfi) undir leiðsögn Örlygs Kristfinnssonar en hann á ættir að rekja í Héðinsfjörð og stofnaði síðar Síldarminjasafnið. Gestir verða aftur með samlokur frá morgunverðarborðinu.
Síðdegis verður leiðsögn um Síldarminjasafnið undir stjórn forstöðumanns safnsins Anitu Elefsen.
Kvöldverður og mun Hallgrímur Helgason aftur sitja fyrir svörum og lesa upp úr bókinni.
Sunnudagur 19. maí:
Morgunverður kl. 8:30.
Morgunganga um Siglufjörð þar sem námskeiðið verður rammað inn á Þjóðlagasetrinu.
Námskeiði lýkur sextíu klukkustundum síðar með hádegissíldarhlaðborði á Hótel Siglunesi.
Deila á facebook