Skelltu þér með til Spánar í október þegar blessaðar haustlægðirnar eru farnar að mæta á klakann!
Í ferðinni er fullkomið jafnvægi milli skipulagðrar dagskrár og frítíma. Nægur tími er til að skoða markverða staði á eigin spýtur, skreppa í búðir eða einfaldlega slaka á! Ekkert stress – bara gleði.
-
Anna Pála Stefánsdóttir: spænskukennari og leiðsögumaður með um 25 ára reynslu á báðum sviðum. Hennar helsta ástríða er að skipuleggja ferðir, en Granada er einmitt uppáhalds spænska borgin hennar og hlakkar hún mikið til að kynna borgina fyrir þátttakendum ferðarinnar.
-
4.-11. október 2025
-
389.000
-
104.000
-
79.745
-
4. ágúst 2025 - greiðsluseðill kemur í heimabanka
Við gistum fimm nætur í hinni fallegu, sögufrægu borg Granada og tvær nætur í líflegu Málaga. Við heimsækjum arabíska draumahöll, göngum í sveitasælu milli fallegra hvítra fjallaþorpa, njótum flamencosýningar í helli og könnum mikilfengleg gljúfur. Við lærum ennfremur fullt af nýjum og áhugaverðum hlutum um sögu og menningu þessa fallega svæðis.