Vönduð dagskrá sem blandar saman ævintýralegri gönguferð, stórkostlegu landslagi og menningarupplifun á ferð um Albaníu og Kosovo. Ferðin færir okkur afskekkta tinda, svæði á heimsmyndjaskrá UNESCO og nokkra af fallegustu dölum Balkanlandanna. Kraftmiklar ár og dramatískir tindar, góð blanda af áskorun í fjöllunum og menningarupplifun, sagan er alls staðar. Gönguleiðirnar minna á grófa náttúru Íslands en á balkanskan hátt.
„Aukin sjálfsþekking – betri stjórnandi“ er þema gönguferðarinnar þar sem þátttakendum gefst einstakt tækifæri til að flétta saman fræðslu og hreyfingu. Um er að ræða stjórnendafræðslu á ferðinni fyrir þau sem eru, eða vilja verða stjórnendur og þau sem hafa gaman af því að hreyfa sig á framandi slóðum.
Heilsueflandi nálgun og víðtæk stjórnunarreynsla fléttast hér skemmtilega saman hjá Huldu Ragnheiði Árnadóttur sem verður íslenski fararstjórinn okkar í ferðinni. Tilvalið að að nýta fræðslustyrk stéttarfélaga í starfstengda fræðslu sem gagnast í leik og starfi. Hægt er að sækja um fræðslustyrk hjá mörgum stéttarfélögum, þar sem um er að ræða starfstengda fræðslu sem mun samtals nema um 12-16 klst. frá upphafi til loka ferðarinnar.
-
Hulda Ragnheiður Árnadóttir ásamt Granit Temaj. Hann hefur gríðarlega reynslu í allskonar útivist, fjallamennskju og fararstjórn og þarna er hann á sínum heimaslóðum. Fyrir forvitna má hér skoða intragram síðuna hans: https://www.instagram.com/granit.temaj/
-
22.-28. október 2025
-
464.500 kr
-
Ekki í boði
-
116.125 kr
-
30. ágúst 2025 - greiðsluseðill kemur í heimabanka
Hulda Ragnheiður hefur kennt bæði styrkleikamiðaða stjórnun og áhættustýringu á háskólastigi ásamt ýmsum öðrum námskeiðum í gegnum tíðina. Hulda Ragnheiður hefur áratuga stjórnunarreynslu og annast hún fræðsluhluta ferðarinnar og sér um að hjálpa þátttakendum að stíga aðeins út fyrir þægindahringinn í ferðinni. Hún mun leggja fyrir verkefni að morgni fjögurra göngudag af fimm, sem þátttakendur fá tækifæri yfir daginn til að hugleiða og fá niðurstöðu í. Nemendur fá tiltekna sviðsmynd til að vinna með yfir daginn og miðla síðan sínum hugmyndum að lausnum og rökræða þau sjónarmið sem upp koma meðal þátttakenda. Þátttakendur vinna að mestu sjálfstætt á meðan þeir ganga um og njóta fallegs útsýnis, en einnig geta þátttakendur unnið tveir og tveir saman í formi samtala á gönguleiðunum.
Þema ferðarinnar er „Aukin sjálfsþekking – betri stjórnandi” og við vinnum verkefni sem snúast flest um að finna góða lausn í erfiðum aðstæðum þar sem samskipti við starfsfólk getur haft úrslitaáhrif um hvort niðurstaðan verður farsæl eða mislukkuð. Áætlað er að úrvinnsla verkefnanna fari að hluta til í göngunni sjálfri, en einnig verður u.þ.b. klukkutími á dag í fjóra daga af sex, á náttstað í lok hvers göngudags nýttur í það.