Balkantindar – september 2025 **UPPSELT!**

14 Dagar

** Þessi ferð seldist upp áður en hún fór í sölu! Önnur ferð í smíðum fyrir júní 2026. Ekki missa af henni! Fylltu út fyrirspurnarformið hér að neðan til að fylgjast með.

Ertu göngugarpur og langar að gera eitthvað nýtt og spennandi? Níu daga stórkostleg ganga í Albönsku Ölpunum, þar sem gengið er um þrjú lönd: Albaníu, Kosovó og Svartfjallaland. Gist í fjallaskálum, gistihúsum, heimagistingu og á 5 stjörnu hóteli í Tirana. Ein nótt þar á undan göngu og tvær á eftir. Heildar vegalengd um 200 km og uppsöfnuð hækkun tæplega 10.000 m.

  • Birna María Þorbjarnardóttir ásamt innlendum leiðsögumanni
  • 4.-17. september 2025

Gönguferð um lítt þekktar gönguleiðir. Mikilfenglegt landslag, falleg náttúra, lítil fjallaþorp, stríðsminjar, einn fallegasti dalur fyrrum Júgoslavíu, hæsti tindur Kovovó umlukinn jökullónum. Allt þetta og margt fleira munum við sjá á göngunni.

Þú getur sent fyrirspurn þína í gegnum formið hér að neðan.

Balkantindar – september 2025 **UPPSELT!**