Borgin mín: Kaupmannahöfn með Páli Valssyni – september 2025

4 Dagar

Jónas Hallgrímsson var eftir dauða sinn kallaður „ástmögur þjóðarinnar“ og á engu skáldi hefur íslenska þjóðin haft jafn miklar mætur. Mestan hluta starfsævi sinnar dvaldi hann í höfuðborg Íslands, Kaupmannahöfn, og dó þar. Páll Valsson fararstjóri skrifaði bókina Jónas Hallgrímsson – ævisaga sem fékk frábærar viðtökur lesenda sem gagnrýnenda og hlaut jafnframt Íslensku bókmenntaverðlaunin. Hann hefur auk þess gefið út heildarverk Jónasar og skrifað fjölda greina sem tengjast Íslendingum í Kaupmannahöfn á 19. öld.

  • Páll Valsson
  • 25.-28. september 2025
  • 199.900 kr
  • 60.000 kr
  • 49.975
  • Greiðist fyrir 15. ágúst 2025 - greiðsluseðill sendur í netbanka

Nú gefst kostur á að fara á slóðir Jónasar, skoða dvalarstaði, sögusvið verka hans og ævi. Við sögu koma líka vinir hans og samferðamenn, innlendir sem erlendir, þekktir og minna þekktir. Annan daginn verður svo haldið til smábæjarins Sorö í nágrenni Kaupmannahafnar þar sem Jónas dvaldi um hríð og orti sum af sínum frægustu kvæðum.

Þú getur sent fyrirspurn þína í gegnum formið hér að neðan.

Borgin mín: Kaupmannahöfn með Páli Valssyni – september 2025
Frá 199.900 kr.
/ Fullorðin