Gönguævintýri í Færeyjum – júní 2025

7 Dagar

Í þessari sex daga gönguferð upplifum við náttúrufegurð Færeyja og fáum góða innsýn menningu og sögu nágrannaþjóðar okkar. Gengið verður um áhugaverðar slóðir á Vogey, Straumey, Austurey og Karlsey. Við göngum gamlar þjóðleiðir, svo kallaðar byggðagötur, og á hæsta tind Færeyja, Slættaratind.

  • Þóra Björk Hjartardóttir og Örvar Aðalsteinsson
  • 14.-20. júní 2025
  • 369.000
  • 95.000
  • Eftirstöðvar greiðist fyrir 30. apríl 2025 - greiðsluseðill sendur í netbanka
  • 92.250
  • 18

Göngurnar eru allar hóflega langar en þátttakendur þurfa að hafa reynslu af göngum í brattlendi og  á misgrófu undirlendi. Við gefum okkar góðan tíma í að njóta landslags og umhverfis og rölta um litlu gömlu þorpin með sínum fallegu tjörguðu timburhúsum með torfþaki. Góður tími gefst til að skoða sig um í höfuðstaðnum Þórshöfn og njóta matar og drykkjar á hinum fjölmörgu góðu veitingastöðum sem þar eru.
Gist er allan tímann í Þórshöfn á nýlegu mjög góðu hóteli, hótel Brandan, sem er í um 15 mínútna göngufæri frá miðbænum. Rúta ekur okkur alla daga á upphafsstað göngu og nær í okkur á áfangastað.

Þú getur sent fyrirspurn þína í gegnum formið hér að neðan.

Gönguævintýri í Færeyjum – júní 2025
Frá 369.000 kr.
/ Fullorðin