Komdu með okkur á vit ævintýranna í undralandinu Kólumbíu! Þessi ferð er einfaldlega stórkostleg upplifun. Landið er með eindæmum fallegt og fjölbreytt og hópurinn er lítill sem gerir upplifunina ánægjulegri og persónulegri á allan hátt. Við heimsækjum tvær borgir, Bogotá og Cartagena, sem eru fullar af lífi og einstökum karakter. Ennfremur kynnumst við litríkum og yndislegum þorpum í sveitasælu kaffihéraðanna ásamt því að skoða fjölbreytta náttúru og landslag svo sem ótrúlega kletta og rómantískar hæðir, gífurlega fallegt blómskrúð og draumkennda fossa, heimsins hæstu pálmatré og paradísareyjar.
Þegar fólk heyrir talað um Kólumbíu hvarflar hugurinn ósjálfrátt til eiturlyfjabaróna og gengjastríða. Sem betur fer hafa hlutirnir breyst til hins betra og Kólumbíumenn hafa lagt þetta erfiða tímabil að baki sér á 21. öldinni. Í kjölfarið hefur landið orðið æ vinsælla hjá ferðafólki sem verður einfaldlega ástfangið af fjölbreyttu landslaginu, litríku mannlífinu og einstöku andrúmsloftinu. Mörg geta líka tekið undir túrismaslagorðið “eina áhættan við að ferðast til Kólumbíu er að vilja ekki fara aftur heim”.
-
Anna Pála Stefánsdóttir spænskukennari og leiðsögumaður með um 25 ára reynslu á báðum sviðum. Hennar helsta ástríða er að skipuleggja ferðir og hún nýtur þess í botn að ferðast og kynna fólk fyrir uppáhalds áfangastöðunum sínum. Hún veit ekkert skemmtilegra en að ferðast um Rómönsku-Ameríku og Kólumbía er klárlega uppáhalds áfangastaðurinn hennar.
-
10. febrúar - 2. mars 2026
-
1.248.500 kr
-
150.000 kr
-
312.125 kr
-
10. desember 2025 - greiðsluseðill kemur í heimabanka. Milligreiðsla 400.000 kr 10. september 2025.
Ferðatími er valinn með tilliti til sem ákjósanlegastra veðuraðstæðna. Í Bogotá fer hitinn sjaldan yfir 20 gráður en í Cartagena má búast við um og yfir 30 stiga hita á þessum tíma. Í þorpunum okkar Salento, Jardín og Guatape er dæmigert hitastig 15-25 gráður og vanalega er notalega “passlegt” veður.