Ævintýralandið Litháen býður upp á ógleymanlega blöndu af náttúru, byggingarlist, menningu og hefðum. Við bjóðum einungis 14 pláss í þessa ferð, til að hver og einn njóti sem best því sem við komum til með að upplifa. Þetta er ferðalag sem býður þér í spennandi könnunarleiðangur um land sem fáir þekkja, að komast í snertingu við menningu og heimafólk, með upplifun sem kemur á óvart.
-
Justinus Simanavičius leiðsögumaður í Litháen. Hann er fæddur og uppalinn í Birzai og hefur búið m.a. í Marokkó, Tyrklandi og á Íslandi. Birna María Þorbjarnardóttir framkvæmdastjóri Mundo verður einnig með hópnum allan tímann.
-
17.-24. ágúst 2025
-
365.000
-
91.250
-
Eftirstöðvar greiðast fyrir 3. júní 2025 – greiðsluseðill kemur í netbanka
Á ferð okkar um þetta mjög svo litríka land, heimsækjum við fjóra staði sem eru á heimsmyndjaskrá UNESCO: hinn heillandi gamla miðbæ í Vilnius, módernískan arkitektúrinn í Kaunas, töfrandi sandhólana á Curonian Spit, og hina heilögu Hæð Krossanna. Njótum slökunar á óspilltri Amber ströndinni við Eystrasaltið eða njótum kyrrðarinnar í náttúruparadís. Heillandi bærinn Birzai (bjórhöfuðborg Litháen) setur svip sinn á ferðina með margra alda arfleifð þegar kemur að bjórgerð og bjórsmökkun. En töfrar Birzai eru mun meiri; uppgötvum dularfull jarðföll, skoðum kastala við kyrrlátt vatn, njótum lifandi menningar sem ferðamenn fá alla jafnan ekki að upplifa, hittum heimafólk og rúsínan í pylsuendanum er tónlistarhátíð sem ein af íbúum bæjarins skipuleggur á landareign sinni.