Fjáröflun í vændum? Mundo hefur svarið!

Vissir þú að Mundo er ekki bara ferðaskrifstofa heldur líka heildsali fyrir einar bestu ólívuolíur sem fyrirfinnast?

Skerðu þig úr þegar kemur að fjáröflunum og bjóddu upp á ólívuolíur beint frá Spáni. Ekki skemmir hagstætt verð og gullfallegar umbúðir fyrir!

Fimm tegundir eru í boði;

  1. Reserva: Bragðmikil úr sérvöldum þrúgum, með nokkrum eplakeim og flauelsmjúkri áferð.
  2. Único Manzanilla: Með möndlukeim í bland við þroskaða ávexti og jurtir, sem kemur einstaklega vel út.
  3. Eco: Með lífræna vottun, hentar þeim sem ekki vilja of mikið ólívubragð. Með keim af þroskuðum ávöxtum og ilmandi jurtum.
  4. Único Arbequina: Bragðmikil olía með keim af eplum, bönunum, tómötum og grænum ávöxtum. Er einnig með sætt og gott eftirbragð.
  5. Maimona: Dökkgræn og falleg. Hægt er að steikja úr þessari sé olían hituð hægt upp.

Olíur nr. 1-4 fást einnig í fallegum eins lítra álumbúðum. Stefnir þú á fjáröflun og hefur áhuga á að selja olíurnar okkar bendum við þér á að hafa samband við okkur hjá mundo@mundo.is eða hringja í okkur í síma 561-4646.

Bestu kveðjur!

Deila á facebook