Gunnbjörn Gunnarsson skiptinemi í Bandaríkjunum

IMG_2491Ég heiti Gunnbjörn Gunnarsson og er 17 ára gamall. Ég stunda nám í Fjölbrautarskólanum í Garðabæ á Alþjóða-tungmála sviði. Það hefur alltaf verið svona smá draumur hjá mér að fara í skiptinám og hefur mig alltaf langað bara yfir höfuð að fara til Bandaríkjana. Einn dag var ég að fara í gegnum Facebook og rak ég augun á auglýsingu varðandi skiptnám í Bandaríkjunum. Ég skoðaði heimasíðu Mundo sem ég hafði ekki hugmynd um hvað var og byrjaði aðeins að fræða mig um Mundo. Mundo eru skiptináma samtök sem bjóða upp á skiptnám í Bandaríkjunum, Spáni og Frakklandi. Ég sá að það var opinn fundur um skiptinámið einn dag og ákvað ég að drífa mig og kíkja aðeins betur á þetta. Þegar ég mætti var ég bara einn. Ég og mamma mín vorum ein á kynningunni. Mér fannst þetta allt saman mjög skrýtið þar sem ég hafði heyrt að Bandaríkin væri mjög vinsæll kostur, en þrátt fyrir það þá fékk ég frábæra kynningu. Ég og ásamt foreldrum mínum spjölluðum um skiptinám eftir kynninguna og tóku þau bara nokkuð vel í það. Samt ekki. Áður en ég vissi af beið fyrir mér heilmikil vinna. Kynning um sjálfan mig, áhugamál, trú, próf og ætla ég nú ekki að fara tala um bólusetningarnar. Allt þetta tók mig rúmlega 3-4 mánuði að klára og svo var bara að bíða eftir fjöldskyldu. Auðvitað hélt ég að ég myndi fá fjöldskyldu strax, en biðin var óendanleg. Þann 29. Júní var stór dagur þar sem þessari óendanlegu bið lauk. Mér barst nefnilega þær fréttir að ég væri kominn með fjöldskyldu í Florida. Ég var alveg himinlifandi. Það fyrsta sem ég gerði var að senda fjöldskyldunni bréf, mjög þakklátt bréf. Ég og fjöldskyldan úti höfðum verið að spjalla í nokkra daga og kynnast hægt og rólega. Ég var orðinn alltof spenntur fyrir að fara út og hitta þau, ég nennti ekki að bíða lengur. Dagarnir runnu og var loks komið af deginum stóra. 25. Júlí var brottför frá Keflvík til New York þar sem ég var að fara á undirbúningsnámskeið. Það var erfitt að kveðja fjöldskylduna en það tókst…eitthvern veginn. Ég lenti í New York og tók á móti mér starfsmaður CIEE. New York er alveg ótrúlega falleg borg og gleymist þessi ferð seint, jafnvel aldrei. Tveim dögum síðar var ég mættur í flugvél á leiðinni til Palm Beach, Florida. Allskonar tilfinningar byrjuðu að hringsnúast inn í mér og ég vissi eiginlega ekki hvernig ég átti að haga mér þegar ég lenti. Hvernig á ég að heilsa fjöldskyldunni? Hvað ef fjöldskyldunni líst ekki vel á mig? Allskonar spurningar byrjaðu að kvikna í huga mínum. Loks eftir að hafa gengið nokkra metra inn flugvöllinn sá ég nafn mitt í fjarska. Ég labbaði nær og þarna beið mín fjöldskyldan, spennt og glöð með plaggöt skreytt nafninu mínu. Það var ekkert verið að spara knúsin og hvað þá spurningarnar um Ísland. Alla leið frá Palm Beach vorum við mætt í lítinn bæ sem kallast Stuart. Þetta var alveg magnað, ótrúlega fallegur staður. Þegar ég mætti á heimilið þeirra var stór krítartafla sem stóð með stórum stöfum “WELCOME GUNNBJÖRN”. Þetta var alveg magnað og var ég ekkert smá ánægður. Sló ég á létta strengi og kjöftuðum við allt kvöldið um Ísland og Bandaríkinn. Ég lauk svo kvöldinu með að færa þeim gjafir frá Íslandi. Alveg frábær dagur á enda.

Fyrsti skóladagurinn var eins og ég hefði mætt á nýja plánetu, allt var svo nýtt og allt var svo miklu, miklu stærra heldur en heima. Ég hafði aldrei dottið slíkt í hug sem ég varð fyrir á fyrsta skóladeginum. Skólin hefst klukkan 8.45 og þarf maður að vera mættur fyrir klukkan 8.15 því að þá er lokað fyrir öll hlið í skólanum og það er ekki opnað þau aftur fyrir en klukkan 14.45. Ég mætti í minn fyrsta tíma sem var enska og svo um leið og tíminn byrjaði risu allir upp úr sætunum sínum. Þarna upplifði ég mína fyrstu Amerísku menninu beint í æð. Kallkerfið í loftinu fór í gang og var konurödd sem bauð góðan daginn og bað alla nemendur um að fara með “Pledge Of Allegience” eða Loforð um Trúfesti eins og það er kallað á íslensku. Allir voru standandi og með hendi á brjósti, ég líka, og fórum við með setningarnar öll í kór, nema hvað ég hafði enga hugmynd hvernig játning um trúverðugleikan fór fram. Ég stóð þarna bara og bullaði út í eitt. Þegar það var komið af lok tímans þá hringdi bjallan og allir nemendurnir skutust út úr stofunni og örkuðu með fram göngunum. Aldrei hafði ég séð eins marga nemendur á ævi minni. Þetta minnti mann á Black Friday í Macys. Loksins eftir að hafa komist út út þessari ringulreið fór ég í tíma tvö. Eftir 65 mínútna stærðfræði tíma var komið að matahléi. Enn og aftur var ég kominn á svartan föstudag í Macys nema bara tvöfalt meira í gangi og ég átti ekki til orð. Sem betur fer var ég með minn eigin mat þannig ég tók eftir tómu útiborði og settist þar. Eftir ótrúlegt fyrsta matarhlé var komið að þriðja tímanum sem var upptöku-kvikmyndatími, 45 mínútur. Léttur tími á enda og var komið að fjórða og síðasta tímanum, íþróttir. Það var ekki gert mikið þar sem þetta var nú bara fyrsti skóladagurinn þannig við nemendurnir kynntumst bara hvort öðrum. Eftir að hafa settið í tréstúkunni í 60 mínútur þá ákvað ég að kíkja aðeins í símann, nema hvað 10 sekúndum seinna heyrði ég hátt öskur sem að bergmálaði um allan salinn. Þrekinn, smávaxinn íþróttakennari labbar alveg upp að mér og biður mig um að afhenda sér síman minn. Stingandi augnráð hans var ógnvekjandi og gaf ég honum símann minn samstundis. Augu allra nemenda sneru að mér og hélt kennarinn fyrirlestur um hvað það væri stranglega tekið á símum í skólanum. Sumir hlógu og aðrir voru að horfa á mig og töluðu svo lágt saman og grunaði mig um að ég hefði verið þarna aðalumræðuefnið, og leið mér ekkert alltof vel að standa þarna fyrir framan alla. Þarna hélt ég að ég hefði fengið mína eftirsetu, en að loknum tíma setti ég hvolpaaugun upp og talaði ég kennarann til, til að fá símann aftur. Einn lexía sem ég lærði þennan dag var að ekki taka upp síman í skólanum og bara allan skóladaginn eru símar ekki leyfðir annars hlítur maður verr, og hef ég náð fullkomum tökum á því í dag. Þrátt fyrir fyrsta skóladaginn er þetta búið að vera alveg ótrúlega lærdómsríkt, skemmtilegt og er ég alltaf spenntur fyrir deginum sem kemur næst því að það er aldrei neitt það sama að gerast á hverjum degi, það er alltaf eitthvað nýtt og er ég alveg ótrúlega þakklátur fyrir það.

Deila á facebook