Á óperuslóðum – í fótspor meistaranna

Ert þú ein/nn þeirra sem hristir hausinn yfir öllum þessum hreyfi- og lífsstílsferðum alls staðar og langar í eitthvað bitastæðara, menningarlegt ferðalag? Hvað segirðu um að feta í fótspor ítölsku meistaranna, óperutónskáldanna og óperusöngvaranna, lifa þig inn í melodrama og tilfinningasemi Verdis, og fá verismo-vítamínsprautu beint í æð á heimaslóðum Puccinis? Er kominn tími til að smakka á þannig matseðli?

Ferðatímabil 1. – 7. september 2019

Fararstjóri: Ágústa Sigrún Ágústsdóttir

Verð miðað við tvo saman í herbergi kr 298.000

Aukagjald fyrir einbýli kr. 90.000

Farþegafjöldi lágmarksfjöldi 12 manns

Staðfestingargjald kr. 70.000 (óafturkræft)

Skráningarfrestur til og með 29. júní 2019

Nánari upplýsingar gefur Dagrún í síma 7884646 eða dagrun@mundo.is

Óperusagan á seinni hluta 19. aldar litast fyrst og fremst af tveimur risum í óperuheiminum, þeim Guiseppe Verdi á Ítalíu og Richard Wagner í Þýska­landi. Lífshlaup þeirra beggja er svo ólíkt og leiðir þeirra í tónlistinni jafn­­framt að það er nánast ógerningur að bera þá saman. Þó að Verdi hafi skapað nýjungar í óperunni hélt hann sig þó að mestu innan ramma ítölsku óperuhefðarinnar á meðan Wagner skapaði alveg nýja tegund óperu, músíkdrama. Í september stendur ferðaskrifstofnan Mundo fyrir ferð á slóðir annars risans, þ.e. Verdis, og arftaka hans á Ítalíu, Puccinis.

Í ferðinni verður skyggnst inn í líf ítölsku meistaranna, list þeirra og lífshlaup auk þess sem við sjáum Aidu, eina af þekktari óperum Verdis, í Arenunni í Verona. Þá lifum við okkur inn í líf einstakra óperusöngvara sem hafa gert garðinn frægan s.s. Callas og Pavarotti.

Um fararstjórann:

Ágústa hefur mannauðsstjórnun og markþjálfun að aðalstarfi, en í frístundum sinnir hún fararstjórn og syngur Ágústa hefur bakgrunn úr listgreinum, er menntuð söngkona og söngkennari, hefur tekið þátt í sviðsuppfærslum og gefið út geisladiska. Hún er einnig leiðsögumaður að mennt og hefur unnið við fararstjórn á Ítalíu, Króatíu og Slóveníu sem og við að leiðsegja ítölsku- og enskumælandi ferðamönn um um Ísland. „Söngurinn hefur alltaf verið stór hluti af mér og þar liggur minn kjarni og uppspretta orku. Ég hlakka til að leiða hóp söngáhugafólks um uppáhaldslandið mitt, Ítalíu.“

Innifalið:

  • Flug með Icelandair
  • Gisting með morgunmat á 4ra stjörnu hótelum í Verona og Lucca
  • Gönguleiðsögn í Verona og Lucca (og Flórens fyrir þá sem það vilja)
  • Akstur til og frá flugvelli og milli áfangastaða
  • Hádegisverður Garda-daginn
  • Íslensk fararstjórn

Ekki innifalið:
Sameiginalegar máltíðir, aðgangaseyrir að söfnum, tónleikum og á óperuna.

Ferðalýsing:

Dagur 1 – 1. september

Flug kl. 13:55 og lending í Milano kl.19:40 – rútuferð til Verona.
Tékkað inn á hótel í Verona um eða upp úr kl. 22:00.
Hótel Giberti 4 stjörnu hótel á besta stað í Verona.

Dagur 2 – 2. september – Veronadagur
Kl. 10:00-12:30
Gönguleiðsögn um Verona í höndum staðarleiðsögumanns.
Það sem meðal annars verður skoðað er Bra torgið, Arenan, Borsari borgarvirkið, heimili Júlíu, Signori torgið, Erbe markaðurinn og Scaligieri grafhýsin.

Hádegisverður að eigin vali

Frjáls tími

Dagur 3 – 3. september – La Dolce Vita við Gardavatn, Callas – Aida
9:30 Brottför frá hóteli
Ekið til Sirmione við Garda vatnið en þar bjó Callas meðan hún var gift Meneghini. Verjum góðum degi í Sirmione, heyrum um fleiri söngvara sem höfðu búsetu á þessum slóðum, þ.á.m. nokkrum Íslendingum.

Hádegisverður í Sirmione á Ristorante Archimboldo. Sigling á Garda eftir hádegisverð en þá verður siglt framhjá kastala og umhverfis Sirmione en stefnan svo tekin á Bardolino.  Frjáls tími.
Kl 16:00
Haldið aftur til Verona.

Aida í Arenunni um kvöldið.

Dagur 4 – 4. september – Verdi – Cremona – Lucca
Kl, 9:00
Tékkað út af hóteli og ferðinni heitið  til Lucca með viðkomu á merkisstöðum.
Fyrsta stopp er Cremona, heimabæ Stradivarius fiðlusmiða, Monteverdis og Ponchielli. Þarna má anda að sér tónlistarsögunni með áþreifanlegum hætti.

Hádegisverður snæddur á Locanda Torriani.

Kl, 14:30
Haldið áfram á slóðir Verdis, heimsækjum æskuheimili hans í Roncole auk þess að staldra við í Busseto þar sem Verdi bjó og starfaði lengst af. Kynnumst bænum örllítið og förum á Verdi-safnið.

Kl.17:00
Stefnan tekin á Lucca, sem verður næsti gististaður hópsins.
Gisting á 4ra stjörnu Grand Hotel Guinigi.

Dagur 5 – 5. september – Puccini og heimahagar hans
9:30 gönguleiðsögn um Lucca, Puccini, ævi og starf, verismo.
Puccini safnið í Lucca skoðað.

Frjáls tími

19:00
Puccini – Verdi tónleikar

20:45
Kvöldverður á Ristorante Giglio – 3ja rétta

Dagur 6 – 6. september – Frelsi eða Flórens
Frjáls dagur – Mundo mælir með dagsferð til Flórens.
Dagsferð til Flórens í lest. Ekki innifalið í verði ferðar.

Dagur 7 – 7. september – brottfarardagur
Kl. 8:30
Tékkað út af hóteli og ekið í átt til Parma
Hádegisverður á Caffetteria la Pulcinella

Kl.16:00
Lagt af stað út á flugvöll

Flugtak frá Milano kl. 20:40, lent í Keflavík kl. 22:55

Deila á facebook