fbpx

Jóga og hugrækt í kennslu – Fyrir skólastarfsmenn

Viltu ná fram meiri aga og ró í kennslustofunni? Viltu læra jákvæða og gefandi leið til þess í fallegu umhverfi að þínu vali? Til þess bjóðum við upp á námskeið í jóga og hugrækt fyrir skólastarfsmenn.

Námskeiðið er hugsað sem verkfærakista fyrir skólastarfsmenn þar sem þátttakendur eru kynntir fyrir áhrifamætti jóga í skólastarfi. Sýnt er að þeir sem tileinka sér jóga í kennslustofunni ná betri og lengri athygli krakkanna, það er meiri ró og starfsmanni líður betur. Námskeiðið tekur í það minnsta 6 klst. en einnig getum við boðið upp á lengri námskeið. Hér læra kennarar tækni jógans og vinna með núvitund í eigin lífi.

Athugið að við getum einnig sérsniðið námskeið fyrir skóla. 

Leiðbeinandi:

Kennari á námskeiðinu er Aðalheiður Jensen en hún er með diplóma á MA stigi í jákvæðri sálfræði og B.ed gráðu í leikskólakennarafræðum og hefur 19 ára starfsreynslu sem leikskólakennari. Hún lærði til rope-jógakennarans hjá Guðna Gunnarssyni árið 2008 og sótti kennaranám  í krakkajóga árið 2008 og 2010 hjá Gururdass. Hún hefur sótt ýmis námskeið í núvitund, bæði fyrir sig persónulega sem og námskeið fyrir börn og unglinga á vegum Alúðar. Lokaverkefni hennar í jákvæðri sálfræði fjallaði um það hvernig mætti hlúa að vellíðan kennara og nemenda með núvitund og sjálfsvinsemd.

Síðustu fjögur árin starfaði hún sjálfstætt og ferðaðist á milli skóla þar sem hún bauð upp á námskeið fyrir börn og ungmenni sem byggja á jóga og núvitund. Hún er einnig partur af félagasamtökunum Veran sem beitir sér fyrir því að fræða kennara, sem og aðra, í því hvernig áhrif við getum haft á líf okkar með því að ástunda jákvætt hugarfar og efla jákvæðar tilfinningar.

Aðalheiður hefur ástríðu fyrir líkamlegri og andlegri heilsu og vill leggja sitt af mörkum til að efla og hafa áhrif á vellíðan allra innan skólasamfélagsins.

 

Hvenær er hægt að fara í ferðina? Þegar þér og hópnum þínum hentar.

Hvað kostar? Kostnaður er breytilegur eftir tímasetningu og lengd ferðar.

Fyrir nánari upplýsingar hafðu samband við Dagrúnu, dagrun@mundo.is eða í síma 788-4646.