fbpx

Kóra- og strengjasveitarferðir

Kóra- og strengjasveitarferðir til Ungverjalands eða annarra Evrópulanda

Áhyggjulausar tónleikaferðir – er það ekki draumur hvers kór- eða hljómsveitarstjóra?  Viltu slá tvær flugur í einu höggi, fara í tónleikaferðalag og taka þátt í vinnustofum með helstu sérfræðingum á sínu sviði, hvort sem um er að ræða í kór- eða hljómsveitarstjórn.

Það væri okkur sönn ánægja að skipuleggja tónleikaferðalag fyrir kórinn þinn eða strengjasveitina þína. Við sérsníðum ferðir eftir óskum og þörfum hvers hóps. Við leggjum áherslu á tónleikaferðir til Ungverjalands en einnig tökum við að okkur skipulag um alla Evrópu.  Okkur er mikið í mun að veita sértæka þjónustu, tryggja góða aðstöðu til tónleikahalds og fá áheyrendur á tónleikana. Að auki getum við boðið upp á vinnustofur fyrir kóra og hljómsveitir með þekktum prófessorum við tónlistarháskóla í Evrópu.

Við getum tekið að okkur að skipuleggja allt tónleikahald með öllu því sem það felur í sér auk þess að bjóða upp á fjölbreytta dagskrá þess utan.

Mundo getur m.a. sinnt eftirfarandi:

 • aðstoðað við val á tónleikastöðum
 • pantað tónleikamiða
 • séð um sölu aðgangsmiða
 • sinnt tækniþörfum hvers hóps
 • hljóðfæraleigu
 • boðið upp á vinnustofur og meistaranámskeið
 • skipulagt baksviðsferðir í óperur og leikhús
 • haldið fyrirlestra um ungverska tónlistararfinn
 • skipulagt sérhannaðar skoðunarferðir

Af nógu er að taka.

Dæmi um dagskrá sem gæti verið í boði í frítíma hópsins:

 • Dónársigling
 • Vínsmökkun
 • Heimsókn í Korda kvikmyndaverið
 • Ferð til menningarborgarinnar Pécs
 • Heimsókn í Zsolnay listasmiðju
 • Heimsókn í Kodály tónlistarmiðstöðina í Kecskemét
 • Skoðunarferð til norðurhluta Ungverjalands, Esztergóm og „Dónáhnéð“
 • Ferð að Balatonvatninu
 • Hestasýningar og hádegisverður á hefðbundnum ungverskum veitingastað.
 • Leiðsögn um Gödöllö höllina, sem var uppáhalds íverustaður Sissíar, Elísabetar keisaraynju Austurríkis- og Ungverjalands.

Listinn er endalaus. Fáið okkur á fund og við sérsníðum ferðina að ykkar þörfum. Hafið samband við Dagrúnu, á dagrun@mundo.is eða í síma 788-4646, fyrir frekari upplýsingar