fbpx

Raddþjálfun

Hvernig líst þér á að þjálfa röddina og nýta hana þannig betur sem tól í leik og starfi? Mundo getur hjálpað!

Markmið námskeiðsins er að þátttakendur öðlist færni í að glíma við mismunandi raddlegar áskoranir á vinnustað og í einkalífi við mismunandi skilyrði og þekkja merkin þegar hætta er á ferðum og benda á bjargráð þegar stefnir í óefni.

Á námskeiðinu verður farið í helstu undirstöðuatriði heilbrigðrar raddbeitingar, stutt kynning á líffærafræði raddarinnar með skapandi hætti og farið í verklegar æfingar sem veita betri meðvitund um samband heilbrigðrar raddbeitingar, góðrar líkamsstöðu og virkrar öndunar. Reynslan hefur sýnt að mest raddlegt úthald er fengið með hinu hárfína jafnvægi milli allra þessarra þátta.

Námskeiðslýsing:

Námskeiðið er frá 10-12 klst. og skiptist niður í 90-120 mínútna kennslulotur með skylduæfingatíma milli kennslulota. Í hverri kennslulotu er ákveðið þema tekið fyrir;  líkamsstaða, öndun, raddmótun, stuðningur og svo öllu blandað saman. Gögnum er svo safnað saman í verkfærakistuna til að taka með sér heim. Þessu fyrirkomulagi má breyta eftir þörfum hvers hóps, t.d. með því að lengja lotur og fækka skiptum. Þátttakendur fá umsögn í lok námskeiðs með tillögum að æfingum, sérsniðnum að hverjum og einum til að viðhalda góðri raddbeitingu.

Auk þess gefst þátttakendum tækifæri til að fá einkatíma kjósi þeir það. Upptaka efnisins er oft enn betri eftir einkakennslu og geta þátttakendur þá betur nýtt sér það sem fram fer á námskeiðinu. Ef hópurinn er stór gæti þurft að endurskoða þennan þátt og veita eingöngu þeim aðstoð sem mest þurfa á því að halda.

Þátttakendum er bent á að klæðast þægilegum fötum (jafnvel íþróttafötum) á meðan á námskeiði stendur auk þess að hafa ljóðabók eða annað þægilegt lesefni til upplesturs meðferðis. Gert er ráð fyrir þvi að þátttakendur æfi sig milli tíma.

Leiðbeinandi:

Kennarar á námskeiðinu eru ýmist Dagrún Hjartardóttir, söngkennari og kórstjóri eða Pr. Rósa Kristín Baldursdóttir, kennari, söngkennari, kórstjóri og prófessor við Pädagogische Hochschule Salzburg.

Dagrún starfaði sem deildarstjóri sönkennaradeildar Söngskólans í Reykjavík auk þess að hafa verið fyrirlesari, söngkennari og kórstjóri frá 1994. Hún er upphafsmaður samstarfs milli aðila sem starfa við raddþjálfun, raddmeðhöndlun radda og raddheilsu, á milli HNE-lækna, talmeinafræðinga og söngkennara. Hún hefur staðið fyrir nýstárlegum námskeiðum í kennsluaðferðum um líffærafræði raddarinnar að hætti Jo Estill, EVTS (Estil Voice Training Systems), auk þess að hafa sjálf tekið þau þrjú stig sem í boði eru í þeim fræðum.

Hvenær er hægt að fara í ferðina? Þegar þér og hópnum þínum hentar.

Hvað kostar? Kostnaður er breytilegur eftir tímasetningu og lengd ferðar.

Fyrir nánari upplýsingar hafðu samband við Dagrúnu, dagrun@mundo.is eða í síma 788-4646.