fbpx

Útikennsla – Evrópa

Hefurðu áhuga á að bæta við þig þekkingu og færni á sviði útikennslu? Hvað segirðu um að fá hnitmiðað námskeið um útikennslu, á rómuðu útivistarsvæði í ölpunum, sem er kjörinn vettvangur fyrir svona fræðslu? Mundo býður upp á ferðir m.a. til Bæjaralands þar sem hvati til útiveru og útikennslu drýpur af hverju strái og möguleikarnir endalausir.  Mundo hefur yfir fleiri áfangastöðum til útikennslu að ráða sé þess óskað.

Á Íslandi hefur útivist almennings stóraukist á síðustu árum. Þessi útivistaráhugi hefur einnig komið fram í starfi og áherslum margra leik- og grunnkóla ásamt stofnunum sem starfa á tómstunda og frístundavettvangi. Því hefur útikennsla sem kennsluaðferð komið mun meira inn í dagskrá þessara stofnana og hjá starfsmönnum þeirra.

Fræðsla og hvatning til þeirra sem vilja kynna sér útikennslu sem kennsluaðferð hefur verið frekar takmörkuð og orðið þess valdandi að útinám er ekki jafn mikið stundað og hægt væri. Því veldur ef til vill að kennarar og leiðbeinendur sem vilja tileinka sér þessi fræði, hafa ekki haft aðgengileg tækifæri til að læra um útikennslu og fá leiðbeiningar um fyrstu skrefin í útinámi nemenda sinna.

Farin verður náms og kynnisferð þar sem útivist og útikennsla í fögru umhverfi Bæjaralands fær að leika stórt hlutverk. Í ferðinni verður fjallað um grunnþætti útináms auk þess sem horft verður sérstaklega til nýlegrar greinar útikennslunnar sem kallast Staðbundið útinám, SBÚN. Kostir staðbundins útinám er mjög aðgengileg kennsluaðferð og hægt að nota víðast hvar.

Námskeiðslýsing:
Námskeiðið er skemmtileg blanda af fræðilegri umfjöllun um útinám og útikennslu ásamt verkefnavinnu bæði sem einstaklingur og í hópum. Í byrjun verður stuttlega fjallað á hnitmiðaðan hátt um hugmyndafræði útikennslu sem kennsluaðferð. Síðan verður aðaláherslan á að undirbúa og  vinna útikennsluverkefni þar sem þátttakendur nota  staðhætti og menningu staðarins/umhverfisins á nýjan og spennandi hátt. Þannig verða kostir og aðferðir Staðbundins útináms notaðar og þátttakendur fá þjálfun og reynslu við framkvæmd kennslunnar.  Bæði verður um einstaklings og hópverkefni að ræða og lögð verður áhersla á upplifun okkar af umhverfinu. Námskeiðið er frá 10-12 klst., allt eftir fjölda námskeiðsdaga og skiptist niður í 90-120 mínútna kennslulotur með skylduæfingatíma milli kennslulota. Í hverri kennslulotu er ákveðið þema tekið fyrir.

Um námskeiðsstjóra:
Ævar Aðalsteinsson er 57 ára aðfluttur Mosfellingur. Ævar starfaði lengi sem múrari, en síðastliðin 15 ár hefur hann starfað að fjölbreyttum útivistartengdum verkefnum. Hann er gönguleiðsögumaður, skyndihjálparkennari og tómstunda og félagsmálafræðingur frá HÍ. Í dag starfar Ævar sem verkefnastjóri hjá Miðstöð Útivistar og útináms sem staðsett er í Gufunesbæ í Reykjavík. Þar hefur hann tekið þátt í uppbyggingu og hvatt til útikennslu í leik- og grunnskólum Reykjavíkur ásamt frístundavettvangi borgarinnar.  Ævar er m.a. ritstjóri Úti er Inni, eina tímaritið sem gefið er út um útikennslu og útinám.

Hvenær er hægt að fara í ferðina? Þegar þér og hópnum þínum hentar.

Hvað kostar? Kostnaður er breytilegur eftir tímasetningu og lengd ferðar.

Fyrir nánari upplýsingar hafðu samband við Dagrúnu, dagrun@mundo.is eða í síma 788-4646.