Kynningarfundur um Færeyjaferð sumarið 2019

Mundo er sönn ánægja að boða til kynningarfundar um Færeyjaferð sem farin verður um hásumar 2019.

Kynningarfundurinn verður haldinn 26. janúar kl. 11:00 á Eiðistorgi, 3. hæð (gengið inn á stigagang andspænis bókasafni).

Á fundinum mun Torfi H. Tuliníus fararstjóri segja frá þeim stöðum sem verða heimsóttir í ferðinni, sögustöðum Færeyingasögu, s.s. Suðurey, Skúfey, Klaksvík og Götu svo eitthvað sé nefnt. Þá mun hann lýsa því hvernig þátttöku í þjóðhátíð Færeyingja, Ólafsvöku, verður háttað.

Á fundinum verður einnig sagt frá örnámskeiði um Færeyingasögu sem haldið verður á vordögum til upprifjunar og undirbúnings fyrir hásumarferðina.

Hér má sjá umfjöllun um ferðina: https://mundo.is/hasumarferd-til-faereyja-olafsvaka-og-faereyinga-saga-2019/

Hlökkum til að sjá ykkur!

Smelltu hér til að finna viðburðinn á facebook.

Deila á facebook