Kynningarfundur í Innovation House – kvennaferðir á Jakobsveg 2019

Mundo er sönn ánægja að boða til kynningarfundar um kvennaferðina á Jakobsveg árið 2019!

Fundurinn verður haldinn í sal Innovation House (Eiðistorgi – gengið inn uppi gegnt bókasafni) þann 13. nóvember klukkan 18.
Þessa dagana rignir inn skráningum frá konum sem vilja setja sér markmið, hefja undirbúning nú þegar og njóta þess að vera með okkur í undirbúningi ferðarinnar – göngur og fyrirlestrar. Um ræðir gönguferð síðustu 300 kílómetrana af frönsku leiðinni, sem og hjólaferð yfir sléttuna. Sjá nánar hér:

https://mundo.is/2019-jakobsvegur-hjolaferd-fyrir-konur-mai-juni-2019/
https://mundo.is/2019-jakobsvegur-gonguferd-fyrir-konur-juni-2019/

Fjöldi fararstjóra fer eftir fjölda í göngunni en undanfarið hafa þær Elínborg Sturludóttir Dómkirkjuprestur, Kristín Sigurðardóttir bráða og slysalæknir og Þórhalla Andrésdóttir sjúkraþjálfari verið fararstjórar með mér í þessari ferð. Saman erum við ósigrandi enda njótum við hverrar einustu stundar á stígnum.

Hlökkum til að sjá ykkur!

Smelltu hér til að finna viðburðinn á facebook.

Deila á facebook