fbpx

Menntabúðir Mundo í Budapest fyrir grunnskólastarfsmenn

Ferðatímabil 6.-11. júní 2020

Námskeiðsstjórar: Aðalheiður Jensen, Ásthildur Garðarsdóttir og fleiri.

Verð miðað við tvo saman í herbergi eða kr. 189.000
Aukagjald fyrir einbýli kr. 30.000
Staðfestingargjald kr. 30.000 (óafturkræft)
Lágmarksfjöldi í ferðina er 12 manns.
Skráningarfrestur til og með 31. mars.

Námskeið sem þessi hafa verið styrkhæft hjá mörgum stéttarfélögum.

Nánari upplýsingar hjá Dagrúnu, dagrun@mundo.is eða í síma 7884646

Lýsing menntabúða:
Menntabúðir Mundo bjóða upp á margskonar námskeið sem ættu að höfða til sem flestra, faglærðra sem ófaglærðra starfsmanna leikskóla. Boðið verður upp á fjórar leiðir og velur hver þátttakandi tvær leiðir sem hann tekur þátt í á tímabilinu. Um er að ræða jóga og hugræktarnámskeið með börnum og ungmennum, námskeið um notkun söngva, rímna, þjóðlaga og þjóðvísur í því augnamiði að örva málþroska og málvitund barna en rannsóknir sýna að þessi leið stuðlar að betra læsi og lesskilningi og síðast en ekki síst tækninotkun í kennslu. Hver og einn þátttakandi velur sér tvær leiðir til að taka þátt í á meðan á dvöl stendur. Að lágmarki 6 klukkustundir.

Innifalið:

  • Flug
  • Gisting með morgunverði í 5 nætur á mjög góðu 3ra stjörnu hóteli á besta stað
  • Akstur til og frá flugvelli að námskeiðsstað
  • Menntabúðir Mundo

6. júní
Flug kl. 10:25 og lending í Budapest kl.16:20  – rútuferð heim á hótel.
Gönguleiðsögn niður í bæ.

7. júní – frjáls dagur

8. júní – Námskeiðsdagur – skólaheimsóknir

Leið 1 – Vinnustofa:
9:00-15:00
Jóga og hugrækt með börnum og ungmennum + skólaheimsókn þar sem fylgst er með jógakennslu fyrir börn.

Leið 2 – Vinnustofa:
9:00-15:00
Tæknikennsla í skólastofunni.
Er gervigreind framtíðin? Viltu auka við þekkingu þína og færni á notkun tækninnar við kennslu?  Tölvur, Ipad, robot, og fleiri skemmtileg hjálpartæki við kennslu, hversu langt viljum við ganga, hversu langt megum við ganga? Skólaheimsóknir.

Leið 3 –Með „lögum“ skal land byggja: Að leggja grunn að málþroska og læsi með notkun söngva, þjóðlaga, þjóðvísa, ryðþma og hreyfileikja. Skólaheimsókn í kjölfarið þar sem fylgst er með ofangreindum kennsluaðferðum.

Leið 4 – Skólaheimsóknir – Margar skólategundir í boði, einkaskólar, almennir skólar, tvítyngdir, lista- og tónlistaleikskólar osfrv.

9. júní – Námskeiðsdagur – skólaheimsóknir

Leið 1 – Vinnustofa:
9:00-15:00
Jóga og hugrækt með börnum og ungmennum + skólaheimsókn þar sem fylgst er með jógakennslu fyrir börn

Leið 2 – Vinnustofa:
9:00-15:00
Tæknikennsla í skólastofunni.
Er gervigreind framtíðin? Viltu auka við þekkingu þína og færni á notkun tækninnar við kennslu?  Tölvur, Ipad, robot, og fleiri skemmtileg hjálpartæki við kennslu, hversu langt viljum við ganga, hversu langt megum við ganga?
Skólaheimsókn í kjölfarið.

Leið 3 – Með „lögum“ skal land byggja:
Að leggja grunn að málþroska og læsi með notkun söngva, þjóðlaga, þjóðvísa, ryðþma og hreyfileikja. Skólaheimsókn í kjölfarið þar sem fylgst er með ofangreindum kennsluaðferðum.

Leið 4 – Skólaheimsóknir:
9:00 – 15:00
Fjölbreyttar skólategundir, einkaskólar, almennir skólar, tvítyngdir, lista- og tónlistaleikskólar osfrv.  Aldur: 6 til 15 ára.

10. júní

10:00-14:00
Samantekt og umræður
Leið 1
Leið 2
Leið 3
Leið 4

19:00 Dónársigling með dinner. Valkvætt, ekki innifalið, þarf að skrá sig sérstaklega.

11. júní

Brottfararadagur

Tékkað út af hóteli, rúta sækir hópinn kl. 4:30. Nestisbox. Mæting á flugvöll kl. 5:05, flugtak kl. 7.05 og lending í Keflavík kl 9:25.

Fyrirkomlag námskeiðs:

Námskeiðið er í formi fyrirlestra, æfinga og umræðna og náttúran verður nýtt sem orkugjafi og innblástur til að njóta nýrra upplifanna. Þátttakendur fá gagnleg verkfæri sem nýtast í hópastarfi og nemendaviðtölum. Þau eru auk þess hjálpleg í foreldrasamstarfi, inn í starfsmannahópa og ekki síst í einkalífi. Hver dagur hefst á þakklætishugleiðslu.

Um námskeiðsstjóra:

Aðalheiður Jensen er Aðalheiður Jensen en hún er með diplóma á MA stigi í jákvæðri sálfræði og B.ed gráðu í leikskólakennarafræðum og hefur 19 ára starfsreynslu sem leikskólakennari. Hún lærði til rope-jógakennarans hjá Guðna Gunnarssyni árið 2008 og sótti kennaranám  í krakkajóga árið 2008 og 2010 hjá Gururdass. Hún hefur sótt ýmis námskeið í núvitund, bæði fyrir sig persónulega sem og námskeið fyrir börn og unglinga á vegum Alúðar. Lokaverkefni hennar í jákvæðri sálfræði fjallaði um það hvernig mætti hlúa að vellíðan kennara og nemenda með núvitund og sjálfsvinsemd.

Hér á fleira eftir að bætast við.

Deila á facebook