fbpx

Menntabúðir Mundo fyrir leikskólastarfsmenn í Búdapest vorið 2020

Viltu finna leiðir sem henta þér í dagsins önn, í leik og í starfi? Hvað segirðu um að geta valið um leiðir sem eru sérsniðnar að þínum þörfum en ekki fjöldanum? Leiðir sem auðvelda þér áskoranir sem þú stendur frammi fyrir á vinnustað og auka starfsánægju.

Ferðatímabil 19.- 23. maí 2020

Námskeiðsstjórar: Ásthildur Garðarsdóttir, Aðalheiður Jensen og fleiri.

Verð miðað við tvo saman í herbergi eða kr. 179.000
Aukagjald fyrir einbýli kr. 28.000
Ath. þríbýli ekki í boði.

Staðfestingargjald kr. 25.000 (óafturkræft)
Lágmarksfjöldi í ferðina er 20manns.
Skráningarfrestur til og með 10. mars 2020
Starfsmenn Mundo verða með í för

Námskeið sem þessi hafa verið styrkhæft hjá mörgum stéttarfélögum.

Nánari upplýsingar hjá Dagrúnu, dagrun@mundo.is eða í síma 7884646

Lýsing menntabúða:
Menntabúðir Mundo bjóða upp á margskonar námskeið sem ættu að höfða til sem flestra, faglærðra sem ófaglærðra starfsmanna leikskóla. Boðið verður upp á fjórar leiðir og velur hver þátttakandi tvær leiðir sem hann tekur þátt í á tímabilinu. Um er að ræða jóga og hugræktarnámskeið með börnum og ungmennum, námskeið í jákvæðum samskiptum, námskeið um notkun söngva, rímna, þjóðlaga og þjóðvísa í barnauppeldi í því augnamiði að örva málþroska og málvitund barna sem stuðlar að betra læsi og lesskilning þegar komið er í grunnskóla. Hver og einn þátttakandi velur sér tvær leiðir til að taka þátt í á meðan á dvöl stendur. Alls 12 klukkustundir.

Innifalið:

  • Flug
  • Gisting á mjög góðu 3ja stjörnu hóteli með morgunverði, á besta stað.
  • Akstur til og frá flugvelli að námskeiðsstað
  • Menntabúðir og skólaheimsóknir  tvær námsleiðir á mann

Dagsskipulagið

19. maí
Flug kl. 10:25 og lending í Budapest kl.16:20  – rútuferð heim á hótel.
Gönguleiðsögn niður í bæ.

20. maí – Námskeiðsdagur – skólaheimsóknir

Leið 1 – Vinnustofa
9:00-15:00
Jóga og hugrækt með börnum og ungmennum + skólaheimsókn þar sem fylgst er með jógakennslu fyrir börn.

Leið 2 – Vinnustofa
9:00-15:00
Að byggja grunn undir málþroska og læsi með notkun söngva, þjóðlaga, þjóðvísa, ryðþma og hreyfileikja + skólaheimsókn þar sem fylgst er með ofangreindum kennsluaðferðum.

Leið 3 – Jákvæð samskipti, jafnvægi og núvitund 

Leið 4 – Skólaheimsóknir
Fjölbreyttar skólategundir, einkaskólar, almennir skólar, tvítyngdir, lista- og tónlistaleikskólar osfrv.  Aldur: 6 mánaða til 6 ára.

21. maí – frjáls dagur 

22. maí – Námskeiðsdagur – skólaheimsóknir

Leið 1 – Vinnustofa
9:00-15:00
Jóga og hugrækt með börnum og ungmennum + skólaheimsókn þar sem fylgst er með jógakennslu fyrir börn

Leið 2 – Vinnustofa
9:00-15:00
Með „lögum“ skal land byggja:
Að leggja grunn að málþroska og læsi með notkun söngva, þjóðlaga, þjóðvísa, ryðþma og hreyfileikja. Skólaheimsókn í kjölfarið þar sem fylgst er með ofangreindum kennsluaðferðum.

Leið 3 – Jákvæð samskipti, jafnvægi og núvitund  

Leið 4 – Skólaheimsóknir
9:00 – 15:00
Fjölbreyttar skólategundir, einkaskólar, almennir skólar, tvítyngdir, lista- og tónlistaleikskólar osfrv.  Aldur: 6 mánaða til 6 ára.

Dónársigling um kvöldið með dinner.

23. maí
Tékkað út af hóteli.
Rúta sækir hópinn kl. 4:30 og ekur út á völl.
Mæting út á völl kl. 5:00, flugtak til Íslands kl. 7:05, lending í Keflavík kl. 9:25.

Ath. að tímasetningar flugs geta breyst örlítið, þar sem ekki hefur verið gefin út flugáætlun næsta vors.

Fyrirkomlag námskeiða:

Námskeiðið er í formi fyrirlestra, æfinga og umræðna og náttúran verður nýtt sem orkugjafi og innblástur til að njóta nýrra upplifanna.

Um námskeiðsstjóra:

Aðalheiður Jensen er með diplóma á MA stigi í jákvæðri sálfræði og B.ed gráðu í leikskólakennarafræðum og hefur 19 ára starfsreynslu sem leikskólakennari. Hún lærði til rope-jógakennarans hjá Guðna Gunnarssyni árið 2008 og sótti kennaranám  í krakkajóga árið 2008 og 2010 hjá Gururdass. Hún hefur sótt ýmis námskeið í núvitund, bæði fyrir sig persónulega sem og námskeið fyrir börn og unglinga á vegum Alúðar. Lokaverkefni hennar í jákvæðri sálfræði fjallaði um það hvernig mætti hlúa að vellíðan kennara og nemenda með núvitund og sjálfsvinsemd.

Ásthildur Kristín Garðarsdóttir hefur haldið fjölda sjáfsræktarnámskeiða og fyrirlestra fyrir fjölbreytta hópa, t.d. kennara, nemendur, foreldra, fólk í starfsendurhæfingu og opna hópa. Hún er grunnskólakennari með 18 ára kennslureynslu og meistaragráðu í jákvæðri sálfræði frá háskólanum í Árósum. Hún hefur einnig bætt við sig námskeiðum í núvitund og núvitundarkennslu út frá áherslum jákvæðu sálfræðinnar. Meistaraverkefni hennar snérist um að fræða kennara um aðferðir til að auka velferð nemenda með því að efla samskiptafærni, áhugahvöt og bjartsýnt hugarfar.

Hér eiga eftir að bætast við upplýsingar um fleiri kennara.

Deila á facebook