Námsferð til Búdapest í október – Jákvæð samskipti, jafnvægi og núvitund í fegurstu borg Evrópu

Viltu finna vegvísi að kjarna góðra samskipta og leiðir til að beina hugsuninni í jákvæðan farveg? Viltu öðlast betra jafnvægi og læra að njóta augnabliksins og eigin verðleika í fallegu umhverfi, þar sem náttúran og fegurð borgarinnar veitir innblástur og innri ró? Þá gæti þetta verið námskeið sem hentar þér.

Ferðatímabil 24.-29. október 2019

Námskeiðsstjóri: Ásthildur Garðarsdóttir

Verð miðað við tvo saman í herbergi eða kr. 159.000
Aukagjald fyrir einbýli kr. 38.000
Staðfestingargjald kr. 50.000 (óafturkræft)
Lágmarksfjöldi í ferðina er 12 manns.
Skráningarfrestur til og með 25. september.

Námskeiðið hefur verið styrkhæft hjá mörgum stéttarfélögum.

Nánari upplýsingar hjá Dagrúnu, dagrun@mundo.is eða í síma 7884646

Á námskeiðinu verður kennd áhrifarík samskiptatækni sem nýtist, til að efla jákvæð, uppbyggjandi samskipti og félagsleg tengsl og hentar jafnt í vinnu með nemendum sem í starfsmannahópum og einkalífi.

Inntak námskeiðsins er að efla samskiptahæfni, kenna þátttakendum að beina athyglinni að því sem vel gengur og vel er gert og að rækta jákvæðni í eigin garð og annarra.  Notuð eru módel til útskýringa, sem sýna á einfaldan hátt hvernig hægt er að bregðast við þegar bölsýnin lætur á sér kræla, hvað það er sem gerist og hvernig beina má huganum í jákvæðan farveg á ný.

Hegðunarlitaspjald er notað til að útskýra viðbrögð og hegðun, hvernig forðast má að detta í varnarhætti ef upp kemur ágreiningur og byggja þess í stað upp jákvætt samskiptamynstur.

Unnið verður með VIA styrkleika og styrkleikakort notuð á fjölbreyttan hátt. Það eykur sjálfstraust og ánægju að læra að þekkja eigin styrkleika og að beina athyglinni meðvitað að þeim.

Núvitundin verður að hluta til stunduð úti í náttúrunni og tengd styrkleikunum. Í æfingunum einbeitum við okkur m.a. yfirvegað að hreyfingum og öndun til að róa hugann, með því byggjum við upp meiri lífsorku og gleði.

Innifalið:

  • Flug
  • Gisting með morgunverði á góðu 3ra stjörnu hóteli á besta stað
  • Akstur til og frá flugvelli að námskeiðsstað
  • Námskeiðið Jákvæð samskipti, jafnvægi og núvitund.

Ferðalýsing:

24. október

Flug út, kl. 10.30 lending kl. 16:55. Tékkað inn á hótel, móttaka strætókorta.
Skroppið niður í bæ.

25. október 

Jákvæðar tilfinningar og hugarfar

10:00 – 15:00 ráðstefnusalur hótelsins

Kynning á námskeiðinu og hópurinn hristur saman

Fyrirlestur, umræður, æfingar og upplifanir úti í náttúrunni

Vinnustofa: Hverjar eru birtingarmyndir jákvæðni og hvernig er hægt að temja sér jákvæðara hugarfar og upplifa meiri ánægju?

Styrkleikar og áhugahvöt: Mælt með að taka styrkleikapróf á netinu fyrir námskeiðið (https://www.viacharacter.org/www/). Farið yfir hvernig læra má að þekkja og nýta styrkleika sína betur og hvernig þeir hafa áhrif á áhugahvöt og persónueinkenni.

Núvitund – hugleiðsla

26. október – Félagleg tengsl 

kl. 10:00 – 15:00 – ráðstefnusalur hótelsins eða utandyra

Vinnustofa: Farið í að skoða hvað gerist í samskiptum, hvernig hægt er að hafa jákvæð áhrif á þróun samskipta og samskiptamynsturs. Hvernig getum við, með aukinni sjálfsþekkingu og sjálfsstjórn, stýrt atferli og viðbrögðum í jákvæðan farveg í stað þess að detta í varnarhætti? Hvernig getur þekking á styrkleikum aukið sjálfstraust og bætt samskipti?

Fyrirlestrar, umræður, æfingar og upplifanir úti í náttúrunni.
Núvitund – hugleiðsla

27. október – hvíldardagur

28. október – Virkni og áhugahvöt

10:00 – 14:00 – ráðstefnusalur hótelsins eða utandyra

Vinnustofa: Hvernig getum við nýtt þessa þekkingu bæði til að efla okkur sjálf og í vinnu með nemendum svo við njótum okkar betur? Hvað getum við gert til að efla virkni og áhugahvöt.

Fyrirlestur, umræður, æfingar og upplifanir úti í náttúrunni
Núvitundarganga – hugleiðsla

29. október

Heimferð kl. 7:05, lending í Keflavík kl. 9:45 ísl. tíma.

Fyrirkomlag námskeiðs:

Námskeiðið er í formi fyrirlestra, æfinga og umræðna og náttúran verður nýtt sem orkugjafi og innblástur til að njóta nýrra upplifanna. Þátttakendur fá gagnleg verkfæri sem nýtast í hópastarfi og nemendaviðtölum. Þau eru auk þess hjálpleg í foreldrasamstarfi, inn í starfsmannahópa og ekki síst í einkalífi. Hver dagur hefst á þakklætishugleiðslu.

Um námskeiðsstjórann:

Kennari á námskeiðinu er Ásthildur Kristín Garðarsdóttir en hún hefur haldið fjölda sjáfsræktarnámskeiða og fyrirlestra fyrir fjölbreytta hópa, t.d. kennara, nemendur, foreldra, fólk í starfsendurhæfingu og opna hópa. Hún er grunnskólakennari með 18 ára kennslureynslu og meistaragráðu í jákvæðri sálfræði frá háskólanum í Árósum. Hún hefur einnig bætt við sig námskeiðum í núvitund og núvitundarkennslu út frá áherslum jákvæðu sálfræðinnar. Meistaraverkefni hennar snérist um að fræða kennara um aðferðir til að auka velferð nemenda með því að efla samskiptafærni, áhugahvöt og bjartsýnt hugarfar.

Hún er mikill náttúru- og útivistarunnandi og áhugamanneskja um heilbrigðan og skemmtilegan lífsstíl.

Tvær af mörgum jákvæðum umsögnum um námskeiðið:

Ég get mælt 100% með þessu námskeiði. Ásthildur var algjörlega frábær, það að hún deildi sinni sögu og opnaði sig varð námskeiðið margfalt persónulegra og gaf meiri dýpt. Það var stór plús að námskeiðið var haldið í Búdapest en ekki á Íslandi, sér í lagi ef það hefði verið hér heima þá hefði maður ekki unnið eins vel úr námsefninu, dottið í sína rútínu eftir hvern dag í stað þess að njóta og slaka og þannig ná að melta og vinna betur úr því.
Björg Maggý Pétursdóttir, Árborg.

Mér fannst ferðin til Budapest mjög góð. Skipulag var mjög gott og ég varð ekki vör við neina hnökra á neinu. Mér fannst frábært að fá leiðbeiningar í almenningssamgöngur strax og smá kynningu á borginni. Siglingin í lokin var algerlega frábær og hefði ég ekki viljað missa af henni, takk fyrir að skipuleggja hana fyrir okkur.
Námskeiðið var mjög gagnlegt og gott. Ég kom heim með mörg verkfæri sem nýtast í starfi sem og einkalífi.
Fyrirlesarinn var frábær og efnið vel fram sett. Það var skemmtilegt að vera að hluta til úti með kennsluna í fallegu umhverfi og góðu veðri.
Takk fyrir frábæra ferð.  Valgerður Unnarsdóttir
Deila á facebook