Námsferð til Varsjár – Ritsmiðja: Skrifað með hug og hjarta

Er eitthvað að brjótast um í kollinum? Býr þér margt í brjósti? Frelsaðu hugann með ritsmiðju Mundo og komdu textum og hugsunum sem þú hefur borið með þér á blað.

Ferðatímabil:  15. – 21. ágúst 2019
Námsskeiðsstjóri: Björg Árnadóttir
Verð: 179.000 kr. á mann miðað við tvo saman í herbergi. Aukaverð fyrir einbýli er kr. 38.000.
Farþegafjöldi: lágmark 12 – hámark 22.
Staðfestingargjald (óendurkræft): 60.000 kr.
Skráningarfrestur er til og með 20. júní 2019.

Nánari upplýsingar má nálgast hjá Dagrúnu, dagrun@mundo.is eða í síma 7884646.

Þetta námskeið snýst um að hjálpa þátttakendum að koma hugsunum sínum, tilfinningum, endurminningum og skoðunum á blað. Kynntar eru aðferðir til að komast yfir hugræna þröskulda og gerð er grein fyrir mismunandi formum ólíkra skrifa; smásagna, endurminninga og rökfærsluskrifa. Þátttakendur eru hvattir til að finna hugðarefnum sínum viðeigandi form. Umfjöllun um mismunandi form ritsmíða breikka og auðga umræðuna á námskeiðinu. Sjá nánar hér.

Kennslufyrirkomlag
Námskeiðið er í formi fyrirlestra, samtala, hópæfinga, eigin skrifa og umræðna um skrifin, fjögurra tíma kennslulotur í senn. Þátttakendur eru hvattir til að nýta sér stórkostlegt umhverfi borgarinnar til gönguferða og til að sækja sér innblástur í skrifin. Leiðbeinandinn gefur kost á einkaviðtölum meðfram kennslunni.

Innifalið:

  • Flug
  • Gisting með morgunverði
  • Akstur til og frá flugvelli
  • Námskeið
  • Fyrirlestrar

Ferðalýsing:

15. ágúst
Flogið er til Varsjár kl. 00:30 og lent kl. 06:30 Gist er í lúxus-spa hóteli í miðborg Varsjár. Slökun það sem eftir lifir dags.

16. ágúst
10:00 – 14:00 Kennsla í ráðstefnusal hótelsins
Hrist er upp í hópnum og heilasellunum. Gerðar stuttar kynningaræfingar til að skapa traust í hópnum og upphitunaræfingar sem tengjast viðfangsefnum námskeiðsins. Unnið með óttann við að byrja að skrifa og rætt um ritunarferlið og önnur sköpunarferli en þekking á slíkum ferlum slær á óttann við að byrja að skapa.

17. ágúst
10:00 – 14:00
Undirstöðuatriði sagnaritunar kynnt. Æfingar á sviði persónusköpunar skrifaðar og unnið með söguþráð, framvindu og spennu. Einstaklingsverkefni leyst en einnig er prófað að skrifa með öðrum.

18. ágúst
10:00 – 14:00 Kennsla í ráðstefnusal hótelsins
Hetjuferðarlagið (The Hero´s journey) kynnt en það er þekkt hugtak úr frásagnar- og goðsagnafræðum sem fjallar um ákveðinn þroskahring sem skáldaðar persónur fara í gegnum en einnig sérhver manneskja í eigin lífi. Hetjuferðin notuð til að dýpka vinnu gærdagsins með persónusköpun og framvindu.

19. ágúst  
10:00 – 14:00 Kennsla í ráðstefnusal hótelsins eða utandyra.
Samtöl, hópæfingar, umræður og skrif
Hetjuferðin leiðir námskeiðið úr skáldskap yfir í skrif um eigið líf. Margvíslegar kveikjur eru notaðar til að vekja upp minningar, skrifa um þær, deila skrifunum og ræða um skrifin jafnt sem minningarnar.

20. ágúst   
10:00 – 14:00 Kennsla í ráðstefnusal hótelsins eða utandyra.
Afrakstur námskeiðsins skoðaður. Þátttakendur kynna ritverk sín og fjallað verður um það sem birtist í verkunum en einnig undirliggjandi sköpunarferli. Ef tími gefst til eru stuttar æfingar skrifaðar sem tengjast úrlausnum þátttakenda. Rætt um hvernig hver og einn getur nýtt sér námskeiðið í lífi og starfi.

Hátíðarkvöldverður á vel völdum stað. (ekki innifalinn í verði)

21. ágúst
Tékkað út af hóteli. frjásl tími fram að brottför en rúta sækir hópinn kl. 13:00  Mæting á flugvöll kl. 13:45. Flug kl. 15:45, og lending á Íslandi kl. 21:45

Deila á facebook