Námsferðir til Spánar – Kynning á staðnum

Mundo býður upp á mennta- og þjálfunarferðir til Spánar sem ætluð eru hverjum þeim sem vill bæta sig í leik og starfi. Þrenns konar námskeið eru í boði sem munu nýtast kennurum á öllum skólastigum og öðrum sem starfa með börnum og unglingum, sérstaklega vel. Einnig hvetjum við alla aðra, sem ekki vinna við áðurnefnd störf, en vilja bæta við sig þjálfun og fróðleik, til að taka þátt. Ferðirnar verða styrkhæfar hjá viðkomandi stéttarfélagi.

Námskeiðin verða haldin rétt utan við hinn sögufræga stað, El Escorial, sem er um 60 km norðvestur af Madrid á Spáni. Gistingin er mjög viðeigandi fyrir námskeiðin, sem öll snúa að því að lyfta manns innri vitund/manni á æðra stig. Gist verður í gestaklausturhúsi nokkrum km frá þekktu klaustri í El Escorial. Klaustrið sjálft, San Lorenzo de El Escorial, á sér mikla og langa sögu en byggingin hefur gegnt mörgum hlutverkum frá því hún var reist á 16. öld af Filippi II Spánarkonungi eða sem konungshöll, klaustur, basilíka, minnisvarði, bókasafn, safn, háskóli og sjúkrahús. Nú gegnir hún hlutverki klausturs í reglu Ágústínusarbræðra, er einnig heimavistarskóli og er á heimsminjaskrá UNESCO. Gistiaðstaðan okkar er í glæsilegri byggingu í nokkurra km fjarlægð frá þorpinu og klaustrinu sjálfu, og stendur við minnisvarða sem einræðisherrann Franco lét reisa og var jarðaður við, en ásamt honum eru jarðneskar leifar tugþúsunda sem létust í borgarastyrjöldinni varðveittar þar. Ýmislegt er að sjá í nágrenninu, svo sem fallega garða og náttúru þar sem hægt er að næra andann. Í gestahúsinu er svo veitingastaður, þar sem hægt er að fá hádegis- og kvöldmat (morgunmatur er innifalinn), bar, kaffistofa og kapella. Að auki er hægt að taka strætó niður til þorpsins til að rölta um, fylgjast með spænsku mannlífi og skoða sjálft klaustrið.

 

Námskeiðin sem um ræðir eru:

7/6 – 14/6: Ritsmiðja: Skrifað með hug og hjarta, námskeiðisstjóri er Björg Árnadóttir

7/6 – 14/6: Stígur hugrekkis: Að gefa sjálfum sér rós í innra hnappagatið, námskeiðisstjóri er Ragnhildur Vigfúsdóttir

10/6 – 17/6: Jóga og hugrækt með börnum og ungmennum, námskeðisstjóri er Aðalheiður Jensen

 

Staðfestingargjald fyrir allar ferðirnr er 70.000 kr og þarf að greiðast í síðasta lagi 1. apríl 2018.

Endilega hafið samband við Dagrúnu (dagrun@mundo.is) eða Unu Helgu (unahelga@mundo.is) fyrir frekari upplýsingar.

Deila á facebook