Ritlistarnámskeið fyrir fólk með háskólapróf

ATHUGIÐ AÐ UPPSELT ER Í BEINA FLUGIÐ, HÆGT ER AÐ BÓKA LEIÐ MEÐ MILLILENDINGU SÉ VILJI FYRIR ÞVÍ. HAFIÐ SAMBAND VIÐ dagrun@mundo.is FYRIR FREKARI UPPLÝSINGAR.

Ritun er oft stór þáttur í starfi fólks með háskólamenntun. Auk þess að skrifa fræði- og faggreinar þurfa háskólamenntaðir starfsmenn að gera fræði sín aðgengileg almenningi og aðstoða aðra við það sama. Í raun má segja að starf allra sem vinna með texta sé ritlistarstarf. Það er kúnst að tjá sig ýmist um fræðilega eða listræna nálgun í rituðu máli, sem og um efnistök, málfar og stíl. Með þjálfun öðlast þátttakendur verkfæri til að leiða sjálfa sig í gegnum ritstíflur og aðrar hremmingar sem oft hrjá skrifandi fólk.

Ferðadagar: 20. – 27. október 2018
Verð: 199 þúsund miðað við gistingu í tvíbýli.
Aukaverð fyrir einbýli: 25 þúsund
Staðfestingargjald: 70 þúsund
Síðasti skráningardagur: 17. september

Nánair upplýsingar: dagrun@mundo.is

Markmið

Markmið námskeiðsins er að hjálpa þátttakendum að efla færni sína í skrifum, komast yfir hugrænar hindranir, finna flöt á hugsunum og velja þeim form. Markmiðið er að einstaklingar og hópurinn í heild öðlist aukið öryggi sem textahöfundar  en einnig sem leiðbeinendur við skrif.

Kennslufyrirkomulag

Námskeiðið er í formi fyrirlestra, samtala, hópæfinga, eigin skrifa og umræðna um skrifin. Kenndar eru fjögurra tíma lotur í senn. Þátttakendur eru hvattir til að nýta sér stórkostlegt umhverfi staðarins til að sækja sér innblástur en dvalið er í bænum Toboso, bænum sem unnusta Don Kíkóta – Dúlsínea er frá. Leiðbeinandi gefur kost á einkaviðtölum. Daglega er nokkur tími helgaður umræðu um hvernig nýta má það sem gert er á námskeiðinu í störfum þátttakenda.

Leiðbeinandi

Auk þekkingar sinnar á ritlist hefur Björg Árnadóttir mikla þekkingu og reynslu á sviði kennslu- og námskrárfræða og skipulags fræðslu. Hún útskrifaðist sem myndlistarkennari árið 1983, sem blaðamaður árið 1989 og lauk meistaraprófi í menntunarfræðum árið 2007. Björg hefur unnið við skriftir í þrjátíu og fimm ár, við ritlistarkennslu í þrjátíu ár og stjórnaði um tíu ára skeið stofnunum á sviði fullorðinsfræðslu. Síðustu árin hefur Björg haldið námskeið í skapandi skrifum, endurminningaskrifum, greinaskrifum og skapandi aðferðum hjá fyrirtæki sínu Stílvopninu – valdefling og sköpun ehf. Hún hefur tekið þátt í ellefu erlendum samstarfsverkefnum um valdeflandi og skapandi vinnuaðferðir. Björg starfar innan vébanda ReykjavíkurAkademíunnar og er félagi í Rithöfundasambandinu.

Staðurinn:
Gestgjafar hússins, í Casa de la Torre sem var byggt á 16. öld, taka fagnandi á móti öllum skapandi sálum. Umhverfið er sláandi fagurt, landslagið og uppljómaðir lampar í bláum og gullnum litum í El Toboso umvefja gestkomandi. El Toboso er í La Mancha-héraðinu, en þar bjó Dulcinea, sem var engin önnur en ástkona Don Kíkóta (rangeygð og ilmandi af lauk).  Það er vel þess virði að sækja sér innblástur á slóðir Cervantes.

Ritlistarkennsla

Ritlistarkennsla hefur þróast mjög á síðustu árum. Það er ekki lengur talað um skapandi skrif sem andstæðu hagnýtra skrifa. Nú er öll skrif sögð skapandi ferli og afurðir þeirra hagnýtar. Þó er gerður greinarmunur á „Creative Fiction Writing” og „Creative Non-fiction Writing” eftir því hvort fjallað er um skáldaðan veruleika eða lifaðan veruleika, þar með talin vísindi. Í ljós hefur komið að besta leiðin til að efla ritfærni er að hvetja fólk til að nálgast hugmyndir sínar á fjölbreyttan hátt. Það getur til dæmis auðveldað þeim störf sín sem fást við skýrsluskrif að reyna við ljóðformið.

Ritlistarsmiðja fyrir háskólamenntað fólk snýst einkum um að efla þátttakendur við eigin skrif. Í upphafi námskeiðs eru þátttakendum kynntar skapandi, valdeflandi og félagsörvandi (creative, empowering and sociometric) aðferðir við að leita viðfangsefna hið innra og kjarna þau. Þá er þeim boðið að veisluborði aðferða og æfinga á sviði lifaðs jafnt sem skáldaðs veruleika. Þeir prófa að skrifa skáldskap, endurminningar og að fjalla um sérgrein sína á þann hátt að athygli hins almenna lesanda sé vakin. Þátttakendum býðst friður til innri íhugunar en þeir fá líka að kynnast því hvað ritlist er félagslegt ferli. Kynntar eru skrifhvetjandi æfingar og viðtalstækni og fjallað á hagnýtan hátt um kennslufræði ritlistarkennslu. Hver og einn þátttakandi getur lagt áherslu á þær aðferðir sem hann kýs og sem hann telur að nýtist honum í fræðilegum greinaskrifum.

Innifalið: 

  • Flug,
  • gisting miðað við tvíbýli með morgunverði,
  • akstur til og frá flugvelli
  • námskeið,
  • fyrirlestarar
  • fararstjórn,
  • hátíðarkvöldverður

Ferðalýsing:

20. október Flogið er til Madridar kl. 9:35 og lent kl. 15:50.
Ekið sem leið liggur til Casa de la Torre í El Toboso, sem er í tæplega tveggja stunda  akstursfjarlægð frá Madrid.

21. október Hvíldardagur. Þorpið tekið út og innblástur sóttur í umhverfið.
22. október kl. 10:00 – 14:00 Kennsla hefst í samkomusal gistiheimilisins
23. október kl. 10:00 – 14:00 Kennsla í samkomusal gistiheimilisins
24. október kl. 10:00 – 14:00 Kennsla í samkomusal gistiheimlisins eða úti í náttúrunni
25. október Hvíldardagur Hægt að bjóða upp á menningarferð til Madridar meðal annars á El Prado safnið og Thyssen. (Ekki innifalið í verði)
26. október kl. 10:00 – 14:00 Lokadagur námskeiðs. Samtal, umræður.

Hátíðarkvöldverður á vel völdum stað.

27. október   Brottfarardagur, Brottför frá gististað kl. 03:00, mæting út á flugvöll kl. 04:00 og flugtak kl. 6:25. Lending í Keflavík kl. 08:45.

Meira um námskeið Bjargar:

Í mars síðastliðnum skipulagði Björg námsdvöl fyrir pólska menntafyrirtækinu Atalaya. Því ritlistarnámskeiði svipar mjög til þess sem lýst er hér að ofan.

Neðangreind umsögn barst frá Atalaya:

Creative writing workshop for educators and trainers, led by Bjorg Arnadottir, is a great opportunity not only to learn a new method of work, but also to experience self-development, creative process and get inspired.

In Atalaya Foundation if we see a consciously used procedure to achieve the intended purpose, we consider it as a method to develop different interpersonal and social skills. With that understanding, we see creative writing as a method to empower our target groups, work on self-esteem – a method aimed not at creating something perfect and beautiful but rather a strategy for empowerment, creating something special and writing down thoughts in order to make them heard.

This inspiring workshop couldn’t have happened without Bjorg – a very inspiring and watchful leader, who flexibly adjusted the program to our needs and interests. We appreciate her attitude, commitment to the group and attention to individual or group needs. She has a powerful courage to try new things. All we experienced was in calm and peaceful atmosphere.

Why taking part? Because education is not the final outcome but the process we took to get there. What we have learned can be applied across many fields in working on just about every subject. It’s also a time to reflect and awaken the creative side which we aren’t always very friendly to.

Some more personal reflections from our team:

I learned a lot and spend valuable time with my team. I got new ideas for my work and learned new perspective on creative writing method or subject as Bjorg would say. After coming back home I boasted with thoughts which resulted in few new poems and ideas for my work as a trainer. I feel good.

Paulina

What I, as a perfectionist, take personally from Bjorg is the space for doubts, misunderstandings and mistakes. As she said misunderstandings and inner doubts can be very powerful in a group. There starts something new, especially in creativity exercises. I am happy I could take part in this journey. I would recommend it to everyone, who’d like to enrich their trainings with interesting and useful creativity and empowering part of work. 

Vesna

Deila á facebook