Námsferð til Spánar – Ritsmiðja: Skrifað með hug og hjarta

Er eitthvað að brjótast um í kollinum? Býr þér margt í brjósti? Frelsaðu hugann með ritsmiðju Mundo og komdu textum og hugsunum sem þú hefur borið með þér á blað.

Ferðatímabil:  7. – 14.júní 2018
Námsskeiðsstjóri: Björg Árnadóttir
Verð: 199.000 kr. á mann miðað við tvo saman í herbergi. Verð fyrir einbýli er 224.000 kr.
Farþegafjöldi: lágmark 12 – hámark 22.
Staðfestingargjald (óendurkræft): 70.000 kr.
Skráningarfrestur er til og með 20. apríl 2018.

Þetta námskeið snýst um að hjálpa þátttakendum að koma hugsunum sínum, tilfinningum, endurminningum og skoðunum á blað. Kynntar eru aðferðir til að komast yfir hugræna þröskulda og gerð er grein fyrir mismunandi formum ólíkra skrifa; smásagna, endurminninga og rökfærsluskrifa. Þátttakendur eru hvattir til að finna hugðarefnum sínum viðeigandi form. Umfjöllun um mismunandi form ritsmíða breikka og auðga umræðuna á námskeiðinu. Sjá nánar hér.

Kennslufyrirkomlag
Námskeiðið er í formi fyrirlestra, samtala, hópæfinga, eigin skrifa og umræðna um skrifin, fjögurra tíma kennslulotur í senn. Þátttakendur eru hvattir til að nýta sér stórkostlegt umhverfi staðarins til gönguferða og til að sækja sér innblástur í skrifin. Leiðbeinandinn gefur kost á einkaviðtölum meðfram kennslunni.

Nánar má lesa um staðsetningu um umhverfi klaustursins sem gist er í hér.

Innifalið:

  • Flug
  • Gisting með morgunverði
  • Akstur til og frá flugvelli
  • Námskeið
  • Fyrirlestrar
  • Fararstjórn

Ferðalýsing:

7. júní
Flogið er til Madridar kl. 13:50 og lent kl. 19:55 Gist er í spænsku munkaklaustri sem er í um klukkustundar akstursfjarlægð frá Madrid.

8. júní  
10:00 – 14:00 Kennsla í samkomusal klaustursins

9. júní 
10:00 – 14:00 Samtöl, hópæfingar, umræður og skrif

10. júní 
10:00 – 14:00 Hvíldardagur

11. júní  
10:00 – 14:00 Kennsla í samkomusal klaustursins

12. júní   
10:00 – 14:00 Samtöl, hópæfingar, umræður og skrif í samkomusal klaustursins

13. júní
Hægt að bjóða upp á skoðunarferð, ekki innifalið í verði.
Hátíðarkvöldverður á vel völdum stað.

13. júní
Tékkað út af hóteli og ekið til höfuðborgarinnar. Síðasta deginum varið í Madrid. Rúta sækir hópinn kl. 19:00 í miðbæinn. Mæting á flugvöll kl. 20:00. Flug kl. 22.05, lending á Íslandi rétt eftir miðnætti.

Deila á facebook