fbpx

Slökunarferð til Póllands

Þarftu að hvíla þig? Vilja vinkonurnar fara í dekurferð? Viltu spa en ekki stólpípu?

Þarf vinkonuhópurinn að hvíla sig? Viltu halda árshátíð og/eða slaka á og njóta vellíðunar á fallegu og notalegu heilsulindarhóteli í Póllandi í heila viku? Þetta er sko engin stólpípumeðferð!

Það sem gestir upplifa á hinu fimm stjörnu Grand Hotel Tiffi er árangur af margra ára rannsóknum sem tengjast austurlenskri meðferðartækni og siðum. Á hótelinu er hópur fagaðila frá Tíbet og yogameistara frá Indlandi, þau sameina aldagamla austurlenska þekkingu sem kemur jafnvægi á huga, líkama og sál. Einstök samsetning austurlensku meðferðanna leiðir gestina inn í heim Ayurveda fræðanna sem eru aldagömul og eiga upptök sín í hefðbundnum gömlum indverskum lækningafræðum. Til að hver og einn fái sem mest út úr meðferðinni og dvölinni þá munu meðferðaraðilar fókusa á þarfir hvers og eins, með það í huga hverju á að beina athyglinni að.

Fyrir utan meðferðirnar sem eru í boði hvern dag er einnig hægt að fara í yoga, heita potta og sauna, líkamsrækt, tennis, út að ganga eða hjóla í nágrenninu. Hótelið er staðsett í Ilawa en það er í klst lestarferðir frá Gdansk. Beint flug er til Gdansk frá Íslandi.

Innifalið í þessum pakka er 450 mínútna meðferð samtals. Á hverjum degi er nudd, vafnings- eða húðmeðferð en auk þess er innifalið í verðinu gisting, hálft fæði, ótakmarkaður aðgangur að heilsulind hótelsins (sundlaug, heitir pottar, sauna, gufa, líkamsræktarstöð), yogatímar, 1 klst á tennisvellinum, hjólaleiga, þráðlaust internet, 20% afsláttur af aukalegum spa meðferðum.

Verð fyrir þetta allt saman í 6 nætur er einungis 189.900 kr á mann m.v. tvo í herbergi en 209.900 kr fyrir einstaklingsherbergi.

Mundo getur aðstoðað við að fá ódýrt flug til Gdansk (verð í dag er tæpar 200 evrur fram og til baka), en þaðan er rúmlega 1 klst lestarferð til hótelsins. Mælt er með því að gista eina nótt í Gdansk við komu þar sem lent er seint að kvöldi.

Til að staðfesta og bóka í ferð þá vinsamlega hafið samband við Margréti s. 691-4646 margret@mundo.is til að athuga hvort sé laust á því tímabili sem þið viljið fara. Greiðsluhnappur fyrir ferðina er svo útbúinn sérstaklega.

Hér má sjá vitnisburð frá henni Áslaugu sem dvaldi í viku á heilsulindarhótelinu í september 2018:

Við erum hreint í skýjunum yfir ferðinni, fannst hún alla staði alveg dásamleg og þetta var eins og að opna alltaf nýjan pakka á hverjum degi og manni komið á óvart. 
Allt þetta dekur og fagleg vinnubrögð og ekki voru vörurnar af lakara taginu (Clarins). Maturinn var líka í mjög fínu lagi og allt svo hreint og fínt.
[Við vorum beðnar að] gefa okkar álit í lok ferðar og var það á skalanum 1 – 6 sem sagt max 6, ég gaf þeim 10 og alveg beint frá hjarta 😉 

Mæli hiklaust með þessari ferð … Þvílík ferð og lúxus, vildi helst verða áskrifandi a.m.k. einu sinni á ári minimum… á bara ekki nógu sterk lýsingarorð hvað mér fannst þetta frábær ferð, hverrar krónu virði.