Description
Vinahelgi Mundo á Siglufirði (5. – 8. mars 2020)
Langar þig í ævintýri í bland við slökun og notalegheit á norðurlandi? Þú getur slakað, dekrað við þig, farið á skíði, gönguskíði, hotjóga, magadans, gönguferðir – nefndu það!
Við fáum einstakt tilboð í þriggja nátta gistingu (fim til sun) með inniföldum þriggja rétta kvöldverði á föstudegi og laugardegi ásamt morgunmat á aðeins 46.900 kr (miðast við á mann – 2 saman í herbergi) á Hótel Siglunesi þar sem hinn víðfrægi marokkóski veitingastaður er. Um er að ræða 19 herbergi (þar af 10 með einkabaði) og fyrstur pantar fyrstur fær! Heitur pottur er á hótelinu og yfir 60 listaverk eftir listakonuna Huldu Vilhjálmsdóttur og er hótelið skreytt húsgögnum frá blómatíma Siglufjarðar.
Notaðu tækifærið og dekraðu sjálfa/n þig. Við munum gæta þess að þér leiðist ekki í eina mínútu!
Þar sem verðið er jafn gott og raun ber vitni er ekki ódýrara þó dvalið sé skemur en frá fimmtudegi fram á sunnudag.