fbpx

Skiptinám fyrir fullorðna á Spáni

Langar þig að láta drauminn um að verða góð/ur í spænsku rætast? Nennir þú ekki að fara á enn eitt byrjendanámskeiðið þrátt fyrir stúdentsprófið þitt í spænsku hvað þá að fara í málaskóla þar sem er fólk sem lærir mun hraðar eða hægar en þú? Viltu ná árangri hratt – ná að kynnast innfæddum – fá einkakennslu, sérsniðin verkefni, fara í ferðalög sem eru tengd við tungumálanámið? Þá gæti skiptinám fyrir fullorðna með Mundo  verið eitthvað sem þú vilt.

 

Nýlega kom fyrsti nemandi Mundo heim úr skiptinámi í Madrid. Þar dvaldi hún í hálfan mánuð heima hjá einkakennara sínum. Hún lærði spænsku í 3 klukkustundir í dag, fór í ferðalag til Segovia og Burgos auk þess sem hún borðaði með kennaranum morgunmat og kvöldmat. Á hverjum degi var þess gætt að hún æfði sig í að tala, skrifa, hlusta og lesa og náði hún því ofur árangri á skömmum tíma. Sjálf segir hún:

 

Nú er ég komin aftur eftir mjög svo áhugaverðar 2 vikur á Spáni. Þetta var í alla staði frábært og Mayte alveg yndisleg og lagði sig alla fram við að sinna mér. Mér hefur farið fram í Spönskunni (kunnáttan var nánst engin þegar ég fór). Þetta var “intensivt” þ.s. við vorum m.m saman frá morgni til kvölds. Hún sýndi mér mjög áhugaverða staði í Madrid, fórum einnig til fjölskyldu hennar í Burgos, þ.s. við vorum heila helgi og síðan einn dag í Segovia. Þess á milli var hún með formlega kennslu heima hjá sér í Majadahonda. Hver mínúta var nýtt. Mayte hefur afar þægilega nærveru og er frábær kennari. Ég get ekki annað en gefið henni mín bestu meðmæli. ” Kristín Andersen læknir

 

Ef þetta er eitthvað sem þú gætir hugsað þér þá býðst að vera hjá Mayte í Madrid – (einungis fyrir konur) eða í íbúð í þorpinu mínu í Zafra. Það er góður kostur fyrir hjón/par/einstaklinga sem vilja fara til ekta Spánar – búa út af fyrir sig en fá spænskukennara inn á heimilið. Mundo skipuleggur svo ævintýri fyrir fólk þannig að menntun verður skemmtun og skemmtun menntun.

 

Fyrir hverja: Fullorðna forvitna

 

Verð: fer eftir þeirri dagskrá sem við setjum saman fyrir hvern og einn

 

Ef þú hefur áhuga – hafðu samband við mundo@mundo.is