fbpx

Samstarfsaðili Mundo um skiptinám í Frakklandi er CEI.

Hefurðu hugsað um að lofa unglingnum á heimilinu að fara í skiptinám en hikar svo þegar kemur að óvissuþáttunum og þeirri staðreynd hvað heimurinn er stór og hversu margt gæti komið uppá? MUNDO þekkir þá tilfinningu og ákvað þess vegna að bjóða upp á skiptinám í mjög öruggu umhverfi þar sem Mundo þekkir afar vel til og getur gripið inní hvenær sem er. Fyrir valinu urðu samtökin CEI en þau hafa starfað óralengi við góðan orðstír.

Til að komast i skiptinám í Frakklandi þarf:

-að vera 14-18 ára gamall
-vera með B í meðaleinkunn
-hafa lært frönsku í 2 ár eða mæta fyrr á undirbúningsnámskeið
-hafa þroska og viðhorf til að takast á við skiptinám

Umsóknarferli:

-opið er fyrir umsóknir allt árið
-fyllt er út umsókn CEI á frönsku
-upplýsingar í umsókn þurfa að vera nákvæmar, lýsingar verða að fylgja myndum sem sendar eru inn og umsókn er ekki send inn fyrr en allir umbeðnir pappírar eru tilbúnir.
-allar upplýsingar í umsókn verða að vera heiðarlegar og hreinskilnar
-undirbúningsnámskeið Mundo í maí eða ágúst 2020 eða desember 2020 sem og undirbúningsnámskeið í Frakklandi.

Lengd dvalar:

-frá lokum ágúst fram í miðjan júní
-frá janúar til nóvember
-frá lokum ágúst fram í miðjan janúar
-frá byrjun janúar fram í lok júní

Innifalið í dvöl:

-úrvinnsla á umsókn, leit að fjölskyldu, athugun/rannsókn á fjölskyldu, eftirlit með fjölskyldu og stuðningur við fjölskyldu.
-viðtöl og vinnsla á umsókn
-fullt fæði
-skólavist í frönskum skóla
-hádegismatur í skóla
-skólagjöld (ef einkaskóli)
-stuðningur og eftirlit fulltrúa CEI á svæðinu þar sem student dvelur sem og þjónusta við nemendur frá starfsfólki skrifstofu CEI
-undirbúningsnámskeið í september og janúar
-ferð frá undirbúningsnámskeiði til fjölskyldu
-nemendur geta lent hvar í Frakklandi sem er. Lögð er áherslu á að finna fjölskyldu sem passar vel við nemandann. Skiptinemar mega koma fram með óskir um dvalarstað en ekki er ávallt hægt að verða við því.
-hægt er að greiða sérstaklega fyrir að lenda á ákveðnum stað í Frakklandi
-CEI ábyrgist að hýsa alla skiptinema í öruggu umhverfi og við góð skilyrði
-flestir skiptinemar dvelja í millistórum bæjum og mjög sjaldan í stórborgum

Fósturfjölskyldur

-eru vandlega valdar af héraðsfulltrúa CEI eftir viðtal og heimsókn á heimilið
-við val á fjölskyldum er eftirfarandi haft í huga: Víðsýni, geta og aðstaða til að hýsa skiptinema, opinn hugur, hæfileiki til að taka nema opnum örmum
-CEI setur aldrei tvo stúdenta af sama þjóðerni til fjölskyldu en getur haft hámark tvo nema af sitt hvoru þjóðerninu
-flestar CEI fjölskyldur taka nema án þess að fá greitt fyrir það en trúnaðarmenn skiptinema fá greitt fyrir vinnu sína
-skilgreining á fjölskyldu er eins víð og fjölskyldur eru margvíslegar. Þannig getur skiptinemi verið hjá einu foreldri og hjá barnlausum fjölskyldum.
-stúlkur eru aldrei sendar á heimili þar sem er einn karlmaður

Stuðingur við skiptinema – trúnaðarmenn

-trúnaðarmenn hitta skiptinema við komu og fylgir þeim í gegnum dvölina. Hann aðstoðar við aðlögun að fjölskyldu og skóla.
-trúnaðarmenn eru aldrei lengra frá skiptinemum en sem nemur tveggja klukkustunda ferðalagi.
-trúnaðarmenn hitta nemendur í það minnsta einu sinni á þriggja mánaða fresti en eru í reglulegra sambandi í síma og í gegnum samskiptamiðla

Franskt skólakerfi:
-skiptist í 3 þriggja mánaða misseri sem hefst í September. Skólafrídagar eru breytilegir eftir héruðum. Hér má sjá upplýsingar um skólana eftir héruðum.
www.education.gouv.fr
-flestir franskir skólar miða við að kenna fjóra daga í viku og er því frí á miðvikudögum og um helgar. Þetta fer þó eftir framhaldsskóla. Til er í myndinni að krakkar séu í skóla á miðvikudögum og á laugardagsmorgnum. Venjulegur skóladagur er langur og er hádegishlé 1,5 – 2 klst. Skóladegi lykur milli klukkan fimm og sex. Breytilegt er hvenær skóli hefst á morgnana og hvenær honum lýkur.

Franskir menntaskólar:
-im ræðir þriggja ára prógramm í lycée.
-fyrsta ár: Classe de Seconde (15-16 ára). Námsgreinar eru: franskar bókmenntir, 2 erlend tungumál, saga, landafræði, stærðfræði, eðlisfræði, efnafræði, líffræði og hagfræði.
-annað ár: Classe de Première (16-17 ár). Námsgreinar: bókmenntir, hagfræði og raungreinar.
-lokaár: Classe de Terminale (ára). Orka nemenda fer í að undirbúa sig fyrir inntökurpróf í háskóla eftir því hvaða sérhæfingu þeir eru með (bókmenntir, hagfræði eða raungreinar). Skiptinemar eru sjaldan settir á þetta ár. Þess í stað eru þeir settir á fyrsta eða annað ár þó að þeir séu eldri en samnemendur.

Nemendur geta ekki valið námskeið en þeir fá einkunnir eins og aðrir nemendur. Þeir þurfa þó að gæta þess að bera sig eftir einkunnum í lok dvalar.

Hvaða stuðning er að fá í skólanum?

-flestir kennarar í erlendum tungumálum aðstoða nemendur auk þess sem þeir hafa bekkjarkennara. Skiptinemar eiga að stunda námið eins og aðrir en vitað er að tungumálaörðugleikar aftra þeim frá því að geta náð sama árangri og aðrir nemendur Margir nemendur fá sér aukakennara og kostar hver stund 22-25 evrur. Aðrir bjóða enskukennslu á móti því að fá hjálp í námsgreinum.

Skólar:
-ekki eru sérstakir stúlkna eða drengjaskólar
-einkaskólar fylgja kaþólskum gildum
-stundum eru nemendur í einkaskólum en það fer eftir framboði skóla á svæðinu sem þeir búa á.
-CIE velur besta skólann fyrir skiptinema í samvinnu við fósturfjölskyldu og ef nemandi fer í einkaskóla þá greiðir CIE skólagjöldin.

Tómstundir:
-franskir skólar eru með tómstundir síðdegis á miðvikudögum, leikhús og íþróttir.
-skóladagurinn er langur svo tómstundir eru iðulega utan skólatíma
-skiptinemar geta sótt í listaskóla, íþróttafélög og ungmennasamtök.

Ferðalög CEI.
-CEI skipuleggur 3 ferðir fyrir skiptinema:
1. París í nóvember. Gist er í 3 nætur en ferðin tekur 4 daga.
2. Skíðaferð í Alpana í febrúar. Um ræðir vikuferð með frönskum unglingum.
3. Cote d’Azur í júní –

Aukakostnaður:
-skólabíll 0-150 evrur á ári.
-bækur – allt að 200 evrum
-vasapeningur: sími, snyrtivörur, föt, tómstundir – mælt er með 200-250 evrum á mánuði.

Tryggingar.
-nemendur verða að vera með sínar tryggingar klárar fyrir brottför. Sjúkratrygging er ekki nauðsynleg.

Heimsóknir:
-engar heimsóknir eru leyfðar fyrir páska hafi nemandi farið út að hausti.

Samskipti við fjölskyldu á Íslandi:
-mælt er með því að takmarka samband við einu sinni í viku.
-samskiptamiðla þarf að nota af hófsemi
-öll ferðalög eru háð leyfi og eru skoðuð með tillitið til þess hvernig nema gengur að aðlaga sig og tala málið. Alltaf er krafist skriflegs leyfis frá íslenskum foreldrum sem og fósturforeldrum. Enginn fær að ferðast á eigin vegum fyrir febrúar.
-nemendur mega ekki fara heim til Íslands á meðan á dvöl stendur
-nemendur mega ekki vera í fjarnámi

Ofnæmi, átröskun, þunglyndi og ADD

-Þar sem flestar franskar fjölskyldur eru með gæludýr tekur CEI einungis við nemendum með ofnæmi ef vottorð ofnæmislæknis fylgir. Þá metur CEI hversu alvarlegt ofnæmið er.
-CEI tekur ekki við nemendum sem hafa átt við þunglyndi, anorexíu eða bulimíu að stríða sem og ADD.
-Nemendur mega alls ekki aka vélknúnum farartækjum af neinu tagi.

Verð fyrir 2020-2021 eru eftirfarandi:

3ja mánaða dvöl : 1.290.000
4 mánaða dvöl: 1.390.000
heilt skólaár: 1.890.000

Umsóknarfrestur :
Vegna brottfarar í janúar er 1. október og fyrir brottför að hausti 31. mars.

Greiðslur fara fram með eftirfarandi hætti:
Umsóknargjald 150 þúsund er óafturkræft og greiðist við afhendingu umsóknar. 50% af gjaldinu greiðist 31. maí og afgangur þann 15. júlí. Fyrir brottför í janúar greiðist 50% fyrir 31. október og afgangur fyrir 15. desember.

Allar nánari upplýsingar veitir Margrét Jónsdóttir Njarðvík margret@mundo.is 6914646 en hún hefur áratuga langa reynslu af skiptinámi og skiptinemum.

Viltu fá nánari upplýsingar um skiptinám í Frakklandi, sendu okkur línu.

Innborgun fyrir skiptinám í Frakklandi