fbpx

Skiptinám í Þýskalandi með MUNDO og OPEN DOOR

Öruggt umhverfi

Hefurðu hugsað um að lofa unglingnum á heimilinu að fara í skiptinám en hikar svo þegar kemur að óvissuþáttunum og þeirri staðreynd hvað heimurinn er stór og hversu margt gæti komið uppá? MUNDO þekkir þá tilfinningu og ákvað þess vegna að bjóða upp á skiptinám í mjög öruggu umhverfi og aðeins á Spáni, Frakklandi, Þýskalandi og Bandaríkjunum, löndum þar sem Mundo þekkir afar vel til og er með góð tengsl til að grípa inní ef eitthvað fer úrskeiðis.  Dagrún á skrifstofu Mundo er hálf þýsk og getur því leiðbeint krökkunum í Þýskalandi hvað menningarlæsi varðar. Slíkt tryggir skiptinám eins og það gerist best. Auk þess fá foreldrar reglulegar fréttir frá fyrstu hendi án menningar og tungumálaörðugleika.

Traustur samstarfsaðili

Eftir mikla umhugsun og leit að vænlegum og traustum samstarfsaðila ákvað Mundo að vinna með OPEN DOOR í Þýskalandi. Um ræðir traust samtök sem eru stór á markaði í Þýskalandi og hafa getið sér gott orð.  Flestir vinna í sjálfboðavinnu fyrir samtökin en trúnaðarmenn fá greitt fyrir vinnu sína þannig að ef eitthvað kemur uppá þá er aldrei gripið í tómt og málin leyst í samvinnu alla aðila.

Það er engin tilviljun að Mundo velji samstarf um skiptinám í Þýskalandi. Löng hefð er fyrir þýskukennslu á Íslandi og hér er boðið upp á tækifæri til að ungmenni nái fullkomnu valdi á málinu og geti nýtt sér það að gagni í lífinu. Þýskukunnátta ungmenna er fjársjóður sem endist í lífi og starfi og er gagnleg til að ferðast um Þýskaland, Austurríki og Sviss.

Skiptinám getur verið stórkostleg reynsla sem hjálpar ungmennum að vaxa undurhratt á skömmum tíma auk þess að ná góðum tökum á nýju tungumáli. Rannsóknir sýna að þau ungmenni sem fara út sem skiptinemar búa að því alla ævi. Áhugi þeirra á alþjóðamálum eykst, áhugi á eigin menningu eykst auk þess sem einkunnir þeirra hækka við heimkomu.

Hægt að dvelja 3, 4 og 10 mánuði

MUNDO er sönn ánægja að bjóða upp á skiptinám í Þýskalandi. Skiptinámið er fyrir 15-18 ára krakka (miðað við aldurinn þegar lagt er af stað í skiptinámið) og geta þau valið á milli þess að dvelja þar í 3, 4 eða 10 mánuði. Dvalið er hjá vel völdum fjölskyldum víðsvegar um Þýskaland og nærri þeim öllum býr fulltrúi OPEN DOOR sem hefur valið fjölskyldurnar og fylgist með allan tímann.

Við hvetjum ykkur til að hugsa sérstaklega um möguleikann á að taka tíunda bekk í Þýskalandi en einnig er hægt að taka fyrsta og annað ár í framhaldsskóla úti.

Fjölskyldur

Fjölskyldurnar sem dvalið er hjá eiga það sameiginlegt að hafa alþjóðlega reynslu og skilning eða hafa alist upp í tvítyngdu umhverfi og skilja fullvel hvað menningarmismunur og aðlögun eru. Fjölskyldurnar sem við vinnum með eru af öllum stærðum og gerðum, stórar og smáar, barnlausar og barnmargar, þar sem eru giftir og ógiftir einstaklingar. Við vöndum okkur vel við að para saman ungmenni og fjölskyldu.

Dvalið er hjá fjölskyldum um allt Þýskaland.

 Áður en ungmennin halda til fósturfjölskyldnanna fara þau á undirbúningsnámskeið í Köln en vitaskuld fara þau á námskeið á Íslandi einnig.

Þátttökuskilyrði:

1. Vera 15-18 ára þegar skiptinám hefst

2. Vera með grunn í þýsku. Hafa lært þýsku í 2 ár eða sambærilegt.

3. Vera samviskusamur nemandi og námsferil sem gefur til kynna að skiptinám sé ekki hindrun.

4. Hafa nægan þroska og sveigjanleika til að geta tekið þátt í alþjóðlegu samstarfi.

5. Vera við góða heilsu andlega og líkamlega og laus við alvarlega námsörðugleika. Lesblinda flokkast ekki sem alvarlegir námsörðugleikar.

Dagsetningar

Þriggja mánaða dvöl hefst í lok  ágúst  eða lok  janúar og lýkur  í lok nóvember eða lok apríl eftir því hvort farið er að hausti eða á vormisseri.

Fjögurra mánaða dvöl hefst í lok ágúst eða janúar og lýkur í lok  janúar eða júní eftir því hvort farið er að hausti eða á vormisseri.

Ársdvöl hefst í lok ágúst  og lýkur í lok  júní

Umsóknarfrestur:

15. mars fyrir skiptinám sem hefst að hausti

15. október fyrir skiptinám sem hefst í janúar

Hvað er innifalið í gjaldinu?

1. Flug

2. Vandleg forkönnun á fósturfjölskyldum

3. Undirbúningur fyrir brottför

4. Undirbúningsnámskeið við komu til Þýskalands

5. Val á fósturfjölskyldu. Ungmenni má velja sér þrjú héruð sem mestan áhuga vekja og reynt er að verða við þeim óskum

6. Fullt fæði og húsnæði

7. Skóladvöl í opinberum þýskum skóla

8. Stuðningur, einstaklingsmiðuð ráðgjöf og eftirfylgni allan tímann.

9. Reglulegar fréttir berast foreldrum frá MUNDO

10. Handbók. Nemendur fá ítarlegan upplýsingabækling með gagnlegum upplýsingum um Þýskaland

11. Áreiðanleg samskipti, fagmennska og stuðingur ef eitthvað kemur uppá

12. Mögulegt er að sumar fjölskyldur hafi tvo skiptinema á sama tíma. Þeir eru aldrei af sama þjóðerni og slíkt er ekki gert nema foreldrar séu samþykkir því.

13. Tryggingar

Hvað er ekki innifalið í skiptináminu?

1. Skoðunarferðir

2. Skólabíll þar sem það á við

3. Tómstundir (tónlistarnám, dans og annað)

4. Skólaferðir

5. Tryggingar. Skylda er að vera með tilskyldar tryggingar og evrópskt sjúkrakort

6. Aukatímar í þýsku

7. Vasapeningar

8. Skólabækur

Verð fyrir 2020-2021 eru eftirfarandi:

3ja mánaða dvöl : 1.290.000

4 mánaða dvöl: 1.390.000

Heilt skólaár: 1.890.000

Allar nánari upplýsingar veitir Margrét Jónsdóttir Njarðvík en hún hefur áratuga langa reynslu af skiptinámi og skiptinemum, sendingu og móttöku skiptinema. Hún er einungis með menntaskólaþýsku en Dagrún Hjartardóttir starfsmaður Mundo er hálf þýsk og  grípur inní þegar þörf krefur. Þannig vinnur Mundo einungis með lönd sem eru örugg, fjölskyldur sem við þekkjum og með samstarfsaðilum sem við treystum.

Margréti er hægt að ná í hjá: margret@mundo.is og í síma 6914646.

Innborgun fyrir skiptinám í Þýskalandi

Viltu fá nánari upplýsingar um skiptinám í Þýskalandi, sendu okkur línu. Við afhendum ekki umsóknargögn fyrr en að viðtali loknu.  Nauðsynlegt er að foreldri/foreldrar/forráðamenn mæti með í viðtalið en það tekur um klukkustund.