Spænska fyrir sumarbúðir: Undirbúningsnámskeið

Mundo býður upp á grunnnámskeið í spænsku sem nýtist þeim sem ætla að taka þátt í sumarbúðum okkar í ár, bæði á Spáni og í Reykjavík.

Námskeiðið er fyrir krakka á aldrinum 13-16 ára. Á þessu námskeiði verður farið yfir grunnatriði í spænskri menningu og orðaforða sem nýtist sem undirbúningur fyrir sumarnámskeið Mundo í Aranda del Duero, sem og fyrir sumarbúðirnar í Reykjavík.

Kennt er á þriðjudögum og fimmtudögum 17:00-18:20, fyrsti tíminn er 10. apríl og síðasti er 15. maí (alls 8 skipti, en þrír almennir frídagar eru á tímabilinu).

Kennsla fer fram í stofu 36 (á 2. hæð) í Menntaskólanum í Hamrahlíð.

Verð er 19.900 kr.

Um kennarann: Anna Sigríður Sigurðardóttir hefur starfað við spænskukennslu síðastliðin 13 ár og hefur kennt á öllum námsstigum, barnaskóla, framhaldsskóla og haldið námskeið bæði fyrir börn og fullorðna. Hún hefur sérstakt dálæti á Suður Spáni og flamenco tónlist og dansi.