Spænskunámskeið fyrir áhugasama unglinga!

Ferðaskrifstofan Mundo býður sjúklega forvitnum og áhugasömum unglingum á aldrinum 13-16 ára á spænskunámskeið. Kennt verður í 3 vikur í Hagaskóla, þriðjudaga og fimmtudaga milli klukkan 17:00 og 18:30. Námskeiðið er fullkomið fyrir þá sem ætla til Spánar í sumar eða þá sem ætla í sumarbúðir Mundo á Spáni eða Reykjavík. Fullt verð er 12.000 kr. Fyrsti tíminn er 4. júní. 

Á námskeiðinu er lögð áhersla á að unglingar geta bjargað sér við einfaldar aðstæður – heilsað og kvatt, sagt til nafns, aldurs og frá áhugamálum sínum, pantað gos og ís og tjáð þarfir sínar. Námskeiðið er fyrir byrjendur!
Kennari er hinn ástsæli kennari Pilar Concheiro. Upplýsingar hjá mundo@mundo.is eða í síma 561-4646