fbpx

Sumarbúðir Mundo = örugg alþjóðleg reynsla

Flestum foreldrum reynist auðvelt að gefa börnum sínum rætur og öryggi en þegar kemur að því að ljá þeim vængi vandast málið. Mundo – ferðaskrifstofa þekkir þetta af eigin raun og leitast því við að skapa alþjóðlega reynslu í öruggu umhverfi. Sumarbúðir Mundo á Spáni eru orðnar frægar fyrir að blása ungmennum byr í brjóst, efla sjálfstraust og stútfylla krakkana af góðum minningum. Þau eignast 30 nýja íslenska vini og 30 nýja spænska vini í aðstæðum sem byggja á lýðheilsu, leiðtogaeflingu og því besta sem gerist í spænskukennslu.

Sumarbúðirnar eru frábær fermingargjöf fyrir þau allra hugrökkustu. Margir eru ekki tilbúnir fyrr en eftir níunda bekk og foreldrar krakka sem fara sumarið fyrir menntaskóla tala um að þetta hafi verið frábær undirbúningur, innspýting í sjálfstrausti og jákvæðu viðhorfi. Mundu tekur alla sem sýna sumarbúðunum áhuga í hálftíma viðtal ásamt foreldr/um/i eða forráðamanni/mönnum til að meta hvort þetta prógram henti.

Stefni hugurinn á skiptinám er sömu sögu að segja þar. Sumarbúðirnar vara einungis í þrjár vikur en það er nægur tími til að krakkarnir átta sig á því hvort skiptinám henti þeim. Boðið er upp á vist í Bandaríkjunum, Þýskalandi, Spáni og Frakklandi og er hægt að dvelja úti í tíunda bekk, fyrsta eða öðru ári í framhaldsskóla og í einstaka tilfellum eftir annað árið. Unnið er með afar traustum aðilum í öllum þessum löndum þar sem trúnaðarmenn krakkanna eru starfsmenn en ekki sjálfboðaliðar. Ekki er sjálfsagt að allir geti farið í skiptinám og tekur Mundo ungmenni og foreldra þeirra í viðtal áður en sótt er um að fara í skiptinám.

Til að sjá úrvalið bjóðum við þér að skoða felligluggana undir sumarbúðir í Reykjavík og Spáni.