fbpx

Atlantshafsströndin

Mundo býður upp á sumarnámskeið, í alls kyns útgáfum, í samstarfi við skiptinemasamtökin CEI í Frakklandi sumarið 2019. Á námskeiðunum dvelja þátttakendur á frönskum heimilum í fallegum borgum, fara í frönskutíma fyrir hádegi og taka svo þátt í skemmtilegri dagskrá sem m.a. inniheldur íþróttir, félagsstarf og skoðunarferðir seinni hluta dags.

Arcachon-flói, við strendur Atlantshafsins, er vel þekkt landsvæði sem einkennist af fallegum strandlengjum og skógum. Flóinn er í nágrenni við borgina Bordeaux sem er þekkt fyrir fallega kastala umkringda vínviði.

Almennt námskeið

Þátttakendur fara fjóra virka daga í viku í frönskutíma fyrir hádegi og taka svo þátt í margs konar dagskrá og félagsstarfi seinni partinn. Einn virkan dag í viku er svo farið í skoðunarferð.

Dagskrá inniheldur m.a.:

 • Kynningarferð með leiðsögn um Arcachon
 • Skoðunarferð til Dune du Pyla og Bordeaux
 • Farið verður yfir Bassin d’Arcachon í átt að Cap Ferret.
 • Rennibrautargarður (Aqualand)
 • Siglt á kanó
 • Hestbak
 • Reiðhjólaferðir o.m.fl.
LengdTímabilVerð
3 vikur30/06 – 20/07429.000 kr.
3 vikur21/07 – 10/08429.000 kr.
4 vikur30/06 – 27/07499.000 kr.
4 vikur14/07 – 10/08499.000 kr.

Brimbretti og almennt námskeið:

Sameinaðu frönskunám, brimbrettakennslu og almennt námskeið við sjávarsíðuna! Þetta námskeiðsform sameinar tvær vikur af brimbrettakennslu og eina eða tvær vikur af almenna námskeiðinu.

 • Frönskutímar fyrir hádegi fjóra virka daga í viku.
 • Einn virkan dag í viku er farið í skoðunarferð.
 • Eftir frönskutímana fara þátttakendur á brimbrettanámskeið fjóra virka daga í viku, eftir hádegi. Séð er um flutning þátttakenda á brimbrettanámskeiðið.
 • Brimbrettaþjálfunin er aðlöguð hæfni hvers þátttakanda og er þeim útvegaður blautbúningur og bretti. Brimbrettin sem í boði eru, eru margs konar, m.a. úr frauðplasti sem þykir einna best fyrir byrjendur.
 • Þá tekur við ein eða tvær vikur af almenna námskeiðinu sem felur í sér alls kyns dagskrá og uppákomur, og innihaldur m.a. íþróttir og menningu (sjá umfjöllun hér að framan).
 • Þátttakendur taka einnig þátt í vikulegri skoðunarferð með hinum alþjóðlegu þátttakendunum
LengdTímabilVerð
*3 vikur30/06 – 20/07459.000 kr.
*3 vikur14/07 – 03/08459.000 kr.
**4 vikur30/06 – 27/07549.000 kr.
**4 vikur14/07 – 10/08549.000 kr.

*2 vikur reiðnámskeið + 1 vika almennt námskeið
**2 vikur reiðnámskeið + 2 vikur almennt námskeið