fbpx

Frítt fyrir unglinga í sumarbúðir í Reykjavík sumarið 2020!! Frumlegasta ensku/spænskunámskeiðið í bænum!

Frábært tækifæri fyrir unglinga á aldrinum 15-18 ára til að kynnast nýjum jafnöldrum frá Íslandi og Spáni og eiga ævintýralegar þrjár vikur í sumar. Viltu vita hvernig það er hægt? Lestu þá áfram!

Vantar þig kannski nokkrar einingar í menntaskóla? Viltu einingar sem eru öðruvísi en flest það sem þú hefur gert áður? Einingar sem krefjast þess af þér að þú kynnist annarri menningu, lærir nýtt tungumál í næði og þurfir að hugsa um aðra manneskju. Ef vel tekst til og þú sinnir öllu sem lagt er upp með – er ekki ólíklegt að þú fáir þetta metið til eininga. Þó svo verði ekki – þá græðir þú ensku eða spænskunámskeið. 

Athugið að barnlausar fjölskyldur, sem hafa áhuga á að upplifa nýja menningu, geta líka tekið þátt, og einnig fjölskyldur sem eru með börn á öðrum aldri en 15-18 ára. Þessar fjölskyldur taka þá að sér spænskan ungling og njóta þess að búa til skemmtilegar minningar ásamt því að æfa sig í spænsku og ensku.

Dagana 22. júní til 14. júlí 2020 verða hér á landi 25 spænsk ungmenni (15-18 ára) í sumarbúðum Mundo í Reykjavík. Við hjá Mundo ferðaskrifstofu leitum nú að fósturfjölskyldum á höfuðborgarsvæðinu, sem langar að taka að sér spænskt ungmenni og hugsa um það sem sitt eigið í þrjár vikur. Í staðinn bjóðum við nokkra valmöguleika:

 1. ef það er unglingur á aldrinum 15-18 ára á heimilinu getur hann/hún tekið þátt í sumarbúðunum sér að kostnaðarlausu.
 2. ef það er unglingur á heimilinu á menntaskólaaldri getur hann/hún fengið menntaskólaeiningar út á að æfa sig í ensku eða spænsku með spænska ungmenninu. Það fer eftir því hvaða framhaldsskóla unglingurinn er og er þetta í ferli núna.
 3. ef þú hefur áhuga á menningu annarra landa og langar að læra meira um Spán, æfa þig í ensku og/eða spænsku býðst þér að hýsa spænskt ungmenni, þó ekki séu aðrir unglingar á heimilinu.

Við útskýrum þetta betur hér fyrir neðan.

 1. Um ræðir ævintýri fyrir alla fjölskylduna, tækifæri fyrir unglinginn ykkar til að eiga í alþjóðlegum samskiptum, læra spænsku og stofna til vináttu fyrir lífstíð. Sumarbúðirnar virka á eftirfarandi hátt: Ef það er 15 ára strákur í fjölskyldunni ykkar, þá hýsir fjölskyldan 15-16 ára spænskan strák og hugsar um hann sem sitt eigið barn í 3 vikur. Í staðinn býðst unglingnum í fjölskyldunni að sækja spænskunámskeið og taka þátt í afar fjölbreyttri og skemmtilegri dagskrá með hópnum allan tímann meðan sumarbúðirnar standa yfir. Farið verður í vettvangsferðir, allskonar útidagskrá, eina útilegu o.fl. Þetta er ævintýri! Mundo sér um spænsku unglingana frá 9-16 en fjölskyldan eftir það og um helgar. Unglingurinn kynnist nýjum íslenskum krökkum á sama aldri og 25 spænskum. Þetta prógram er frábært tækifæri fyrir unglinga til að víkka sjóndeildarhringinn og hafa gaman af í leiðinni. Sumarbúðirnar í Reykjavík endurspegla gildi Mundo sem eru menntun, skemmtun, menning og þjálfun. Hiklaust má segja að sumarbúðirnar séu hraðnámskeið í alþjóðasamskiptum og menningarlæsi. Þær eru fullkomnar fyrir krakka sem vilja eignast erlenda vini, læra nýtt tungumál og eiga eftirminnilegt sumar.
 2. Ertu í menntaskóla og langar þig að fá næði til að æfa þig í ensku eða spænsku? Finnst þér vandræðalegt að tala erlent mál í fjölmenni þó að þig langi ekkert frekar en geta æft þig í næði í ensku og spænsku? Ferðaskrifstofan Mundo er með lausn á því. Með því að skrá þig í sumarbúðir Mundo í Reykjavík færðu aldeilis tækifæri til að æfa þig í að tala hvort sem er ensku eða spænsku í ró og næði og heima hjá þér.
  Hvað þarf að gera til að fá að taka þátt í sumarbúðum Mundo í Reykjavík? Þú tekur að þér að hýsa spænskan ungling í þrjár vikur, gefa honum að borða og hugsa um hann eins og foreldrar þínir myndu vilja að hugsað væri um þig. Í staðinn færðu prógramm þar sem þú velur annað hvort spænsku eða ensku. Ef þú velur ensku þá þarftu að að tala ensku við Spánverjann í klukkustund á dag og við setjum þér fyrir umræðuefni. Þú þarft að skrifa um upplifun þína og skila inn auk þess sem þú skilar inn stuttum myndskeiðum tvisvar í viku. Um ræðir enskunámskeið eins og best gerist þar sem þú lærir ensku í öruggu einstaklingsmiðuðu umhverfi. Spánverjarnir eru góðir í ensku því þeir eru í tvítyngdum skóla. Þér býðst svo að fara í eina ferð á viku með krökkunum spænsku – út á land þar sem allir eru saman og æfa sig í ensku. Þar þarft þú að segja frá landinu þínu á ensku. Um ræðir 60 klst. námskeið – 3 klst. á dag og ferðirnar. Ef þú velur spænsku þá æfir þú þig í að tala spænsku við Spánverjann sem þú tekur að þér. Þú þarft að tala á hverjum degi (færð talæfingar frá okkur) sem og skila inn rituðu verkefni og senda inn tvo stutt myndskeið á viku. Ekki er hægt að hugsa sér betri leið til að breyta menntaskólaspænskunni þinni í þekkingu sem endist og býr með þér alla tíð.
 3. Enginn unglingur á heimilinu en þig langar samt að taka að þér spænskan ungling? Það er líka hægt og er ótrúlega gefandi! Við sjáum um spænska unglinginn kl. 9-16 alla virka daga en þess utan sérð þú um hann sem þitt eigið barn. Þannig getur þú kynnst spænskri tungu og siðum og fengið menntandi alþjóðlega upplifun, inni á eigin heimili.

Nánari upplýsingar hjá margret@mundo.is eða í síma 691-4646

Umsögn föður sem tók þátt í dagskránni í fyrra: “Þetta er besta fjölskyldumeðferð sem hægt er að hugsa sér. Við fjölskyldan gerðum alls kyns skemmtilega hluti saman sem við hefðum aldrei gert annars. Sumarbúðirnar færðu okkur nýjan erlendan vin en dýpkuðu samskipti okkar hinna innbyrðis”.

 • Að fara í sumabúðir Mundo var spennandi og skemmtileg ákvörðun. Maður er náttúrulega alltaf aðeins stressaður í byrjun en þetta kom seinna. Ég myndi 100% fara aftur ef það kæmi til boða því þetta var eitt það skemmtilegasta sem ég hef gert

  Elmar Ingi Kristjánsson Jansen
 • Æði. Mundi vera lengur ef ég gæti. Ég lærði sjálfstjórnun og áttaði mig á því að maður getur stjórnað viðbrögðunum sínum þegar maður lendir í einhverju slæmu.

  Þórunn Hekla Hjálmarsdóttir
 • Ég elska Mundo. Þessi ferð var æðisleg, ég kynntist helling af nýju fólki, lærði spænsku og skemmti mér hrikalega vel. Ég vil fara aftur!

  Haukur Árnason
 • Mér fannst þetta ótrúlega skemmtilegt og ég mæli með þessu fyrir alla. Þetta var ótrúleg reynsla.

  Bjarki Björnsson
 • Ég hef vaxið og dafnað meira á þessum 3 vikum heldur en á 3 árum í daglegu lífi. Þegar ég fór í sumarbúðir Mundo ætlaði ég eingöngu að koma heim með nýtt tungumál. Að vísu gerði ég það, en ég kom einnig heim með aukna þekkingu á sjálfum mér og aukna virðingu fyrir öllu og öllum í kringum mig. Ég myndi ekki hika við að fara aftur, fengi ég annað tækifæri til þess.

  Edda Steinþórsdóttir
 • Sumarbúðir Mundo er það skemmtilegasta sem ég hef gert! Ég eignaðist spænska og íslenska vini sem ég mun aldrei gleyma og systur eins og ég hef alltaf óskað mér. Ég hefði viljað vera miklu lengur!

  Ingunn Jóna Valtýsdóttir
 • Að fara í sumarbúðir hjá Mundo er ein besta ákvörðun sem ég hef tekið. Ég lærði helling bæði um Spán og um mig sjálfan. Klikkað stuð, æðislegir krakkar og frábær stemning lýsir þessari ferð best. Ég mæli hiklaust með þessu!

  Gauti Steinþórsson
 • Að fara í sumarbúðir Mundo er án efa besta ákvörðun sem ég hef tekið. Þetta er svo þroskandi og gefandi, og maður eignast svo marga vini. Ég mæli hiklaust með þessu, því ég kynntist fólki sem ég mun aldrei gleyma.

  Margrét Harpa Benjamínsdóttir
 • Sumarbúðir Mundo voru lífsbreytandi fyrir mig. Ég fór út fyrir þægindarammann og kynntist æðislegu fólki. Þetta var það skemmtilegasta sem ég hef gert!

  Helena Ásta Ingimarsdóttir
 • Ég lærði mikið meðan á dvölinni stóð, mest um spænska matarmenningu, listasögu og auðvitað lærði ég líka margt gagnlegt í spænsku. Mér fannst ég líka kynnast Spánverjum vel og það var gaman. Það mikilvægasta var þó að læra að setja sér markmkið og ákveða að fylgja þeim. Ég er enn sami gamli góði ég en reynslumeiri.

  Kristján Skírnir Kristjánsson