fbpx

Frítt fyrir unglinga í sumarbúðir í Reykjavík sumarið 2019!!

Frábært tækifæri fyrir unglinga á aldrinum 13-16 ára til að kynnast nýjum jafnöldrum frá Íslandi og Spáni og eiga ævintýralegar þrjár vikur í sumar. Viltu vita hvernig það er hægt? 

Dagana 22. júní til 14. júlí 2020 verða hér á landi 25 spænsk ungmenni (13-16 ára) í sumarbúðum Mundo í Reykjavík. Við hjá Mundo ferðaskrifstofu leitum nú að fósturfjölskyldum á höfuðborgarsvæðinu, fjölskyldum sem eiga ungmenni á sama aldri sem vilja taka þátt í sumarbúðunum sér að kostnaðarlausu.

Um ræðir ævintýri fyrir alla fjölskylduna, tækifæri fyrir unglinginn ykkar til að eiga í alþjóðlegum samskiptum, læra spænsku og stofna til vináttu fyrir lífstíð. Sumarbúðirnar virka á eftirfarandi hátt: Ef það er 15 ára strákur í fjölskyldunni ykkar, þá hýsir fjölskyldan 14-16 ára spænskan strák og hugsar um hann sem sitt eigið barn í 3 vikur. Í staðinn býðst unglingnum í fjölskyldunni að sækja spænskunámskeið og taka þátt í afar fjölbreyttri og skemmtilegri dagskrá með hópnum allan tímann meðan sumarbúðirnar standa yfir. Farið verður í vettvangsferðir, allskonar útidagskrá, eina útilegu o.fl. Þetta er ævintýri! Mundo sér um unglingana frá 9-16 en fjölskyldan eftir það og um helgar. Unglingurinn kynnist 24 nýjum íslenskum krökkum á sama aldri og 25 spænskum. Þetta prógram er frábært tækifæri fyrir unglinga til að víkka sjóndeildarhringinn og hafa gaman af í leiðinni. Sumarbúðirnar í Reykjavík endurspegla gildi Mundo sem eru menntun, skemmtun, menning og þjálfun. Hiklaust má segja að sumarbúðirnar séu hraðnámskeið í alþjóðasamskiptum og menningarlæsi. Þær eru fullkomnar fyrir krakka sem vilja eignast erlenda vini, læra nýtt tungumál og eiga eftirminnilegt sumar.

Nánari upplýsingar hjá margret@mundo.is eða í síma 691-4646

Umsögn föður sem tók þátt í dagskránni í fyrra: “Þetta er besta fjölskyldumeðferð sem hægt er að hugsa sér. Við fjölskyldan gerðum alls kyns skemmtilega hluti saman sem við hefðum aldrei gert annars. Sumarbúðirnar færðu okkur nýjan erlendan vin en dýpkuðu samskipti okkar hinna innbyrðis”.

 • Að fara í sumabúðir Mundo var spennandi og skemmtileg ákvörðun. Maður er náttúrulega alltaf aðeins stressaður í byrjun en þetta kom seinna. Ég myndi 100% fara aftur ef það kæmi til boða því þetta var eitt það skemmtilegasta sem ég hef gert

  Elmar Ingi Kristjánsson Jansen
 • Æði. Mundi vera lengur ef ég gæti. Ég lærði sjálfstjórnun og áttaði mig á því að maður getur stjórnað viðbrögðunum sínum þegar maður lendir í einhverju slæmu.

  Þórunn Hekla Hjálmarsdóttir
 • Ég elska Mundo. Þessi ferð var æðisleg, ég kynntist helling af nýju fólki, lærði spænsku og skemmti mér hrikalega vel. Ég vil fara aftur!

  Haukur Árnason
 • Mér fannst þetta ótrúlega skemmtilegt og ég mæli með þessu fyrir alla. Þetta var ótrúleg reynsla.

  Bjarki Björnsson
 • Ég hef vaxið og dafnað meira á þessum 3 vikum heldur en á 3 árum í daglegu lífi. Þegar ég fór í sumarbúðir Mundo ætlaði ég eingöngu að koma heim með nýtt tungumál. Að vísu gerði ég það, en ég kom einnig heim með aukna þekkingu á sjálfum mér og aukna virðingu fyrir öllu og öllum í kringum mig. Ég myndi ekki hika við að fara aftur, fengi ég annað tækifæri til þess.

  Edda Steinþórsdóttir
 • Sumarbúðir Mundo er það skemmtilegasta sem ég hef gert! Ég eignaðist spænska og íslenska vini sem ég mun aldrei gleyma og systur eins og ég hef alltaf óskað mér. Ég hefði viljað vera miklu lengur!

  Ingunn Jóna Valtýsdóttir
 • Að fara í sumarbúðir hjá Mundo er ein besta ákvörðun sem ég hef tekið. Ég lærði helling bæði um Spán og um mig sjálfan. Klikkað stuð, æðislegir krakkar og frábær stemning lýsir þessari ferð best. Ég mæli hiklaust með þessu!

  Gauti Steinþórsson
 • Að fara í sumarbúðir Mundo er án efa besta ákvörðun sem ég hef tekið. Þetta er svo þroskandi og gefandi, og maður eignast svo marga vini. Ég mæli hiklaust með þessu, því ég kynntist fólki sem ég mun aldrei gleyma.

  Margrét Harpa Benjamínsdóttir
 • Sumarbúðir Mundo voru lífsbreytandi fyrir mig. Ég fór út fyrir þægindarammann og kynntist æðislegu fólki. Þetta var það skemmtilegasta sem ég hef gert!

  Helena Ásta Ingimarsdóttir
 • Ég lærði mikið meðan á dvölinni stóð, mest um spænska matarmenningu, listasögu og auðvitað lærði ég líka margt gagnlegt í spænsku. Mér fannst ég líka kynnast Spánverjum vel og það var gaman. Það mikilvægasta var þó að læra að setja sér markmkið og ákveða að fylgja þeim. Ég er enn sami gamli góði ég en reynslumeiri.

  Kristján Skírnir Kristjánsson